Styttist í að holan verði að Húsi íslenskunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2019 14:12 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra brá á leik við undirritunina. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Karl Andreassen framkvæmdastjóri ÍSTAKs skrifuðu undir samning um byggingu Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í morgun. Undirritunin fór fram á sjálfu byggingarsvæðinu sem er líklega þekktasta hola landsins. Að lokinni undirritun var boðið upp á stutta leiðsögn um svæðið í fylgd Guðrúnar og nöfnu hennar Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sex ár eru frá fyrstu skóflustungu og áttu áætluð verklok að vera í mars árið 2016. Framkvæmdir hafa tafist af ýmsum ástæðum, aðallega fjárhagslegum. Nú stendur til að ljúka verkinu árið 2023.Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fyrir miðju ásamt Guðrúnu Ingvarsdóttur forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins og Karli Andreassen framkvæmdastjóra ÍSTAKs.Vísir/VilhelmLengi hefur staðið til að reisa mannvirki til að varðveita þau íslensku handrit sem skilað var frá Danmörku. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skilaði af sér skýrslu árið 2007 þar sem gert var ráð fyrir húsnæði fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Háskóli Íslands gaf byggingarreit við Arngrímsgötu 5 í Reykjavík, á milli Háskólans og Þjóðarbókhlöðunnar við Suðurgötu. Hús íslenskunnar mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verður miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum; tungu, bókmenntum og sögu. Húsið mun sömuleiðis varðveita frumgögn um íslenska menningu; handrit, skjöl, orða- og nafnfræðisöfn og þjóðfræðasöfn. Hús íslenskunnar verður á þremur hæðum, auk kjallara undir hluta þess. Opinn bílakjallari verður sunnan og vestan megin við húsið. Byggingin verður sporöskjulaga og formið brotið upp með útskotum og inngörðum. Að utan verður byggingin klædd opnum málmhjúp. Verkkaupi er mennta- og menningarmálaráðuneytið. Handritasafn Árna Magnússonar Íslenska á tækniöld Menning Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15 Áætlað að framkvæmdir við Hús íslenskunnar hefjist í ágúst Undirbúningur framkvæmda við Hús íslenskunnar er hafinn og er áætlað að byggingaframkvæmdir hefjist formlega um miðjan ágúst. 11. júlí 2019 13:43 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Karl Andreassen framkvæmdastjóri ÍSTAKs skrifuðu undir samning um byggingu Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í morgun. Undirritunin fór fram á sjálfu byggingarsvæðinu sem er líklega þekktasta hola landsins. Að lokinni undirritun var boðið upp á stutta leiðsögn um svæðið í fylgd Guðrúnar og nöfnu hennar Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sex ár eru frá fyrstu skóflustungu og áttu áætluð verklok að vera í mars árið 2016. Framkvæmdir hafa tafist af ýmsum ástæðum, aðallega fjárhagslegum. Nú stendur til að ljúka verkinu árið 2023.Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fyrir miðju ásamt Guðrúnu Ingvarsdóttur forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins og Karli Andreassen framkvæmdastjóra ÍSTAKs.Vísir/VilhelmLengi hefur staðið til að reisa mannvirki til að varðveita þau íslensku handrit sem skilað var frá Danmörku. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skilaði af sér skýrslu árið 2007 þar sem gert var ráð fyrir húsnæði fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Háskóli Íslands gaf byggingarreit við Arngrímsgötu 5 í Reykjavík, á milli Háskólans og Þjóðarbókhlöðunnar við Suðurgötu. Hús íslenskunnar mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verður miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum; tungu, bókmenntum og sögu. Húsið mun sömuleiðis varðveita frumgögn um íslenska menningu; handrit, skjöl, orða- og nafnfræðisöfn og þjóðfræðasöfn. Hús íslenskunnar verður á þremur hæðum, auk kjallara undir hluta þess. Opinn bílakjallari verður sunnan og vestan megin við húsið. Byggingin verður sporöskjulaga og formið brotið upp með útskotum og inngörðum. Að utan verður byggingin klædd opnum málmhjúp. Verkkaupi er mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Handritasafn Árna Magnússonar Íslenska á tækniöld Menning Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15 Áætlað að framkvæmdir við Hús íslenskunnar hefjist í ágúst Undirbúningur framkvæmda við Hús íslenskunnar er hafinn og er áætlað að byggingaframkvæmdir hefjist formlega um miðjan ágúst. 11. júlí 2019 13:43 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15
Áætlað að framkvæmdir við Hús íslenskunnar hefjist í ágúst Undirbúningur framkvæmda við Hús íslenskunnar er hafinn og er áætlað að byggingaframkvæmdir hefjist formlega um miðjan ágúst. 11. júlí 2019 13:43