Styttist í að holan verði að Húsi íslenskunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2019 14:12 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra brá á leik við undirritunina. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Karl Andreassen framkvæmdastjóri ÍSTAKs skrifuðu undir samning um byggingu Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í morgun. Undirritunin fór fram á sjálfu byggingarsvæðinu sem er líklega þekktasta hola landsins. Að lokinni undirritun var boðið upp á stutta leiðsögn um svæðið í fylgd Guðrúnar og nöfnu hennar Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sex ár eru frá fyrstu skóflustungu og áttu áætluð verklok að vera í mars árið 2016. Framkvæmdir hafa tafist af ýmsum ástæðum, aðallega fjárhagslegum. Nú stendur til að ljúka verkinu árið 2023.Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fyrir miðju ásamt Guðrúnu Ingvarsdóttur forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins og Karli Andreassen framkvæmdastjóra ÍSTAKs.Vísir/VilhelmLengi hefur staðið til að reisa mannvirki til að varðveita þau íslensku handrit sem skilað var frá Danmörku. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skilaði af sér skýrslu árið 2007 þar sem gert var ráð fyrir húsnæði fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Háskóli Íslands gaf byggingarreit við Arngrímsgötu 5 í Reykjavík, á milli Háskólans og Þjóðarbókhlöðunnar við Suðurgötu. Hús íslenskunnar mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verður miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum; tungu, bókmenntum og sögu. Húsið mun sömuleiðis varðveita frumgögn um íslenska menningu; handrit, skjöl, orða- og nafnfræðisöfn og þjóðfræðasöfn. Hús íslenskunnar verður á þremur hæðum, auk kjallara undir hluta þess. Opinn bílakjallari verður sunnan og vestan megin við húsið. Byggingin verður sporöskjulaga og formið brotið upp með útskotum og inngörðum. Að utan verður byggingin klædd opnum málmhjúp. Verkkaupi er mennta- og menningarmálaráðuneytið. Handritasafn Árna Magnússonar Íslenska á tækniöld Menning Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15 Áætlað að framkvæmdir við Hús íslenskunnar hefjist í ágúst Undirbúningur framkvæmda við Hús íslenskunnar er hafinn og er áætlað að byggingaframkvæmdir hefjist formlega um miðjan ágúst. 11. júlí 2019 13:43 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Karl Andreassen framkvæmdastjóri ÍSTAKs skrifuðu undir samning um byggingu Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í morgun. Undirritunin fór fram á sjálfu byggingarsvæðinu sem er líklega þekktasta hola landsins. Að lokinni undirritun var boðið upp á stutta leiðsögn um svæðið í fylgd Guðrúnar og nöfnu hennar Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sex ár eru frá fyrstu skóflustungu og áttu áætluð verklok að vera í mars árið 2016. Framkvæmdir hafa tafist af ýmsum ástæðum, aðallega fjárhagslegum. Nú stendur til að ljúka verkinu árið 2023.Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fyrir miðju ásamt Guðrúnu Ingvarsdóttur forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins og Karli Andreassen framkvæmdastjóra ÍSTAKs.Vísir/VilhelmLengi hefur staðið til að reisa mannvirki til að varðveita þau íslensku handrit sem skilað var frá Danmörku. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skilaði af sér skýrslu árið 2007 þar sem gert var ráð fyrir húsnæði fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Háskóli Íslands gaf byggingarreit við Arngrímsgötu 5 í Reykjavík, á milli Háskólans og Þjóðarbókhlöðunnar við Suðurgötu. Hús íslenskunnar mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verður miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum; tungu, bókmenntum og sögu. Húsið mun sömuleiðis varðveita frumgögn um íslenska menningu; handrit, skjöl, orða- og nafnfræðisöfn og þjóðfræðasöfn. Hús íslenskunnar verður á þremur hæðum, auk kjallara undir hluta þess. Opinn bílakjallari verður sunnan og vestan megin við húsið. Byggingin verður sporöskjulaga og formið brotið upp með útskotum og inngörðum. Að utan verður byggingin klædd opnum málmhjúp. Verkkaupi er mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Handritasafn Árna Magnússonar Íslenska á tækniöld Menning Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15 Áætlað að framkvæmdir við Hús íslenskunnar hefjist í ágúst Undirbúningur framkvæmda við Hús íslenskunnar er hafinn og er áætlað að byggingaframkvæmdir hefjist formlega um miðjan ágúst. 11. júlí 2019 13:43 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15
Áætlað að framkvæmdir við Hús íslenskunnar hefjist í ágúst Undirbúningur framkvæmda við Hús íslenskunnar er hafinn og er áætlað að byggingaframkvæmdir hefjist formlega um miðjan ágúst. 11. júlí 2019 13:43