Brettum upp ermar Hrönn Ingólfsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 11:53 Heimurinn stendur frammi fyrir miklum áskorunum á mörgum sviðum eins og endurspeglast í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Nú eru orðin fjögur ár síðan markmiðin voru sett, en hvernig hefur gengið? Í nýlegri stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að áhrif loftslagsbreytinga og vaxandi misréttis milli landa og innan þeirra standa tilætluðum árangri fyrir þrifum. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur bent á að það þurfi miklu hraðari og metnaðarfyllri aðgerðir ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030.Náttúra og loftslag í brennidepli Hann bendir á að ef fram heldur sem horfir séu dvínandi líkur á að við náum umhverfistengdum markmiðum. Ástand náttúrunnar er að versna með skelfilegum hraða: Sjávarborð hækkar, súrnun sjávar er að aukast, síðustu fjögur ár hafa verið þau heitustu frá því að skráningar hófust, ein milljón plöntu- og dýrategunda er í útrýmingarhættu og niðurbrot lands heldur áfram. Sá góði árangur sem hefur náðst í að draga úr fátækt í heiminum er m.a. farinn að snúast við vegna loftslagsbreytinga.Dýrmæt tækifæri Þetta eru vondar fréttir og auðvelt að fallast hendur. Betri fréttirnar eru þó þær að þrátt fyrir ógnanirnar sýnir skýrslan að dýrmæt tækifæri eru fyrir hendi til að flýta fyrir framförum með því að nýta samtenginguna á milli heimsmarkmiðana 17. Ef það næst til dæmis að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda helst það í hendur við að skapa störf, byggja upp lífvænlegri borgir og bæta heilsu og velmegun fyrir alla. Það hefst þó ekki nema með víðtæku alþjóðlegu samstarfi og fjölþættum aðgerðum eins og kom fram í máli Angelu Merkel þegar hún kom til landsins á dögunum.Frumkvæði Norðurlandanna Á nýafstaðnum fundi sínum á Íslandi samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til næst tíu ára, þar sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru i forgrunni. Í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í því fælist að Norðurlöndin ætluðu að verða sjálfbærasta svæði í heimi árið 2030 sem „þýðir að aðgerða er þörf til að ná raunverulegum árangri í loftlagsmálum“. Í því samhengi væru aðgerðir mikilvægari en orð en þær þyrftu þó alltaf að byggja á félagslegu réttlæti, kynjajafnrétti og mannréttundum. Stjórnvöld á Norðurlöndunum hafa sett tóninn. Áherslurnar til 2024 eru m.a. að stuðla að kolefnishlutleysi og sjálfbæru hringrásahagkerfi. Að efla grænan vöxt á Norðurlöndunum byggðan á þekkingu, nýsköpun, hreyfanleika og stafrænni samþættingu. Auk þess sem áhersla er lögð á samtengt svæði, byggt á sameiginlegum gildum sem styrkir menningu og velferð.Allir gangi í takt Það næst þó ekki árangur nema allir leggi hönd á plóg, keðjan má ekki slitna. Einstaklingar, fyrirtæki, sveitafélög og félagasamtök verða að vinna að sama markmiði svo árangur náist. Þau setji í forgang jákvæð áhrif á samfélag og náttúru á sama tíma og viðskiptalegum árangri er náð. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð hefur það að markmiði að auka þekkingu á samfélagsábyrgð og sjálfbærni, styðja við fyirtæki og hverskyns skipulagsheildir í viðleitni þeirra til að auka þekkingu og hæfni til að ná árangri á því sviði. Festa er í samstarfi við verkefnastjórn stjórnvalda um kynningu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir atvinnulífið og er jafnframt samstarfsaðili Reykjavíkurborgar um Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar frá árinu 2015 sem á annað hundrað fyrirtæki hafa skrifað undir. Afurðir þessa starfs eru aukin þekking, sameiginleg aðferðafræði og Loftslagsmælir Festu sem fyrirtæki og stofnanir geta notað til að greina losun sína og setja sér markmið. Í farvatninu er sambærilegt verkefni í samstarfi við Akureyrarbæ og eru fyrirtæki og stofnanir þar hvött til að taka þátt og skrifa undir loftslagsyfirlýsinguna.Allt sem þú gerir hefur áhrif Hvert og eitt okkar gegnir mikilvægu hlutverki í að ná markmiðum um samfélagsábyrgð og sjálfbærni en saman erum við sterkari. Brettum upp ermar og vinnum saman fyrir framtíðina.Hrönn Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Festu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir miklum áskorunum á mörgum sviðum eins og endurspeglast í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Nú eru orðin fjögur ár síðan markmiðin voru sett, en hvernig hefur gengið? Í nýlegri stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að áhrif loftslagsbreytinga og vaxandi misréttis milli landa og innan þeirra standa tilætluðum árangri fyrir þrifum. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur bent á að það þurfi miklu hraðari og metnaðarfyllri aðgerðir ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030.Náttúra og loftslag í brennidepli Hann bendir á að ef fram heldur sem horfir séu dvínandi líkur á að við náum umhverfistengdum markmiðum. Ástand náttúrunnar er að versna með skelfilegum hraða: Sjávarborð hækkar, súrnun sjávar er að aukast, síðustu fjögur ár hafa verið þau heitustu frá því að skráningar hófust, ein milljón plöntu- og dýrategunda er í útrýmingarhættu og niðurbrot lands heldur áfram. Sá góði árangur sem hefur náðst í að draga úr fátækt í heiminum er m.a. farinn að snúast við vegna loftslagsbreytinga.Dýrmæt tækifæri Þetta eru vondar fréttir og auðvelt að fallast hendur. Betri fréttirnar eru þó þær að þrátt fyrir ógnanirnar sýnir skýrslan að dýrmæt tækifæri eru fyrir hendi til að flýta fyrir framförum með því að nýta samtenginguna á milli heimsmarkmiðana 17. Ef það næst til dæmis að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda helst það í hendur við að skapa störf, byggja upp lífvænlegri borgir og bæta heilsu og velmegun fyrir alla. Það hefst þó ekki nema með víðtæku alþjóðlegu samstarfi og fjölþættum aðgerðum eins og kom fram í máli Angelu Merkel þegar hún kom til landsins á dögunum.Frumkvæði Norðurlandanna Á nýafstaðnum fundi sínum á Íslandi samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til næst tíu ára, þar sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru i forgrunni. Í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í því fælist að Norðurlöndin ætluðu að verða sjálfbærasta svæði í heimi árið 2030 sem „þýðir að aðgerða er þörf til að ná raunverulegum árangri í loftlagsmálum“. Í því samhengi væru aðgerðir mikilvægari en orð en þær þyrftu þó alltaf að byggja á félagslegu réttlæti, kynjajafnrétti og mannréttundum. Stjórnvöld á Norðurlöndunum hafa sett tóninn. Áherslurnar til 2024 eru m.a. að stuðla að kolefnishlutleysi og sjálfbæru hringrásahagkerfi. Að efla grænan vöxt á Norðurlöndunum byggðan á þekkingu, nýsköpun, hreyfanleika og stafrænni samþættingu. Auk þess sem áhersla er lögð á samtengt svæði, byggt á sameiginlegum gildum sem styrkir menningu og velferð.Allir gangi í takt Það næst þó ekki árangur nema allir leggi hönd á plóg, keðjan má ekki slitna. Einstaklingar, fyrirtæki, sveitafélög og félagasamtök verða að vinna að sama markmiði svo árangur náist. Þau setji í forgang jákvæð áhrif á samfélag og náttúru á sama tíma og viðskiptalegum árangri er náð. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð hefur það að markmiði að auka þekkingu á samfélagsábyrgð og sjálfbærni, styðja við fyirtæki og hverskyns skipulagsheildir í viðleitni þeirra til að auka þekkingu og hæfni til að ná árangri á því sviði. Festa er í samstarfi við verkefnastjórn stjórnvalda um kynningu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir atvinnulífið og er jafnframt samstarfsaðili Reykjavíkurborgar um Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar frá árinu 2015 sem á annað hundrað fyrirtæki hafa skrifað undir. Afurðir þessa starfs eru aukin þekking, sameiginleg aðferðafræði og Loftslagsmælir Festu sem fyrirtæki og stofnanir geta notað til að greina losun sína og setja sér markmið. Í farvatninu er sambærilegt verkefni í samstarfi við Akureyrarbæ og eru fyrirtæki og stofnanir þar hvött til að taka þátt og skrifa undir loftslagsyfirlýsinguna.Allt sem þú gerir hefur áhrif Hvert og eitt okkar gegnir mikilvægu hlutverki í að ná markmiðum um samfélagsábyrgð og sjálfbærni en saman erum við sterkari. Brettum upp ermar og vinnum saman fyrir framtíðina.Hrönn Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Festu
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun