Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. september 2019 19:30 Skipulagðir erlendir netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum á síðustu tveimur árum. Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. Fyrir nokkrum vikum uppgötvuðu starfsmenn HS Orku að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og þannig sviknir út umtalsverðir fjármunir. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá málinu og sagt frá því að þjófarnir hefðu náð að stela hátt í fjögur hundruð milljónum króna frá fyrirtækinu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segist ekki geta upplýst um það í smáatriðum hvernig þjófarnir athöfnuðu sig. ,,Það var brotist í inn í tölvupóstsamskipti. Þannig byrjaði málið,“ segir Ásgeir aðspurður um þjófnaðinn. Hann segir að svo virðist sem að þjófnaðurinn hafi verið þaulskipulagður. Héraðssaksóknari rannsakar nú málið ásamt lögregluyfirvöldum í öðru landi sem tengist málinu. Ekkert fæst þó uppgefið um það til hvaða lands eða landa málið teygir sig. Á næstum hverjum degi fær Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningar um að reynt sé að svíkja peninga af fyrirtækjum hér á landi í gengum netið. Brotunum hefur fjölgað það hratt undanfarin ár stofnuð var sérstök netbrotadeild hjá lögreglunni í febrúar á þessu ári til að bregðast við. Í þeim tilfellum þar sem tekist hefur að stela peningum af fyrirtækjum í gengum netið hlaupa upphæðirnar frá allt að nokkur hundruð þúsund krónum til mörg hundruð milljóna króna. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem starfar hjá netbrotadeild lögreglunnar segir að það mesta sem hann veit um að tekist hafi að stela af einu fyrirtæki hér á landi, á þessu ári, sé um 700 milljónir króna. Hann segir að í hverjum mánuði komi alltaf nokkrar tilkynningar um þjófnaði sem hafi heppnast. Á síðustu tveimur árum hafi netglæpamönnum tekist að stela að minnsta kosti hátt í tveimur milljörðum króna frá íslenskum fyrirtækjum. ,,Það sem við höfum verið að sjá að þetta hleypur á einhverjum milljörðum. Það er að segja að við erum að tala um einhver tvö, þrjú mál og það er kominn kannski einn og hálfur milljarður þar. Þannig að við getum bara reiknað en það eru töluvert fleiri mál í gangi,“ segir Daði. Daði segir að þjófarnir fari fleiri en eina leið. ,,Það hefur verið komist inn í aðganga. Við höfum líka bara séð þar sem það er blekkt. Það er að segja að það er eitthvað netfang sem er að senda en látið líta út fyrir að vera annað netfang. Þá er það kannski netfang yfirmannsins,“ segir Daði. Hann bendir á að ein af þeim leiðum sem fyrirtæki geta farið, til að sporna við að þjófunum takist ætlunarverk sitt, sé að tryggja að minnsta kosti tveir starfsmenn samþykki háar millifærslur. ,,Það er númer eitt, tvö og þrjú að ef að það kemur grunur upp um þetta að það er að bregðast strax við. Tilkynna til lögreglu, tilkynna til bankans og reyna að koma einhverri vinnslu af stað til að reyna að stöðva færsluna,“ segir Daði. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Skipulagðir erlendir netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum á síðustu tveimur árum. Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. Fyrir nokkrum vikum uppgötvuðu starfsmenn HS Orku að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og þannig sviknir út umtalsverðir fjármunir. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá málinu og sagt frá því að þjófarnir hefðu náð að stela hátt í fjögur hundruð milljónum króna frá fyrirtækinu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segist ekki geta upplýst um það í smáatriðum hvernig þjófarnir athöfnuðu sig. ,,Það var brotist í inn í tölvupóstsamskipti. Þannig byrjaði málið,“ segir Ásgeir aðspurður um þjófnaðinn. Hann segir að svo virðist sem að þjófnaðurinn hafi verið þaulskipulagður. Héraðssaksóknari rannsakar nú málið ásamt lögregluyfirvöldum í öðru landi sem tengist málinu. Ekkert fæst þó uppgefið um það til hvaða lands eða landa málið teygir sig. Á næstum hverjum degi fær Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningar um að reynt sé að svíkja peninga af fyrirtækjum hér á landi í gengum netið. Brotunum hefur fjölgað það hratt undanfarin ár stofnuð var sérstök netbrotadeild hjá lögreglunni í febrúar á þessu ári til að bregðast við. Í þeim tilfellum þar sem tekist hefur að stela peningum af fyrirtækjum í gengum netið hlaupa upphæðirnar frá allt að nokkur hundruð þúsund krónum til mörg hundruð milljóna króna. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem starfar hjá netbrotadeild lögreglunnar segir að það mesta sem hann veit um að tekist hafi að stela af einu fyrirtæki hér á landi, á þessu ári, sé um 700 milljónir króna. Hann segir að í hverjum mánuði komi alltaf nokkrar tilkynningar um þjófnaði sem hafi heppnast. Á síðustu tveimur árum hafi netglæpamönnum tekist að stela að minnsta kosti hátt í tveimur milljörðum króna frá íslenskum fyrirtækjum. ,,Það sem við höfum verið að sjá að þetta hleypur á einhverjum milljörðum. Það er að segja að við erum að tala um einhver tvö, þrjú mál og það er kominn kannski einn og hálfur milljarður þar. Þannig að við getum bara reiknað en það eru töluvert fleiri mál í gangi,“ segir Daði. Daði segir að þjófarnir fari fleiri en eina leið. ,,Það hefur verið komist inn í aðganga. Við höfum líka bara séð þar sem það er blekkt. Það er að segja að það er eitthvað netfang sem er að senda en látið líta út fyrir að vera annað netfang. Þá er það kannski netfang yfirmannsins,“ segir Daði. Hann bendir á að ein af þeim leiðum sem fyrirtæki geta farið, til að sporna við að þjófunum takist ætlunarverk sitt, sé að tryggja að minnsta kosti tveir starfsmenn samþykki háar millifærslur. ,,Það er númer eitt, tvö og þrjú að ef að það kemur grunur upp um þetta að það er að bregðast strax við. Tilkynna til lögreglu, tilkynna til bankans og reyna að koma einhverri vinnslu af stað til að reyna að stöðva færsluna,“ segir Daði.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15
Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10