Lífið

Magnús Scheving: „Ég tapaði fjölskyldu og fullt af hlutum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fannar og Magnús hittust í Lissabon.
Fannar og Magnús hittust í Lissabon.
Fannar Sveinsson fylgir fólki eftir sem er að koma fram í nýjum þætti á Stöð 2 sem ber heitið Framkoma og fór fyrsti þátturinn í loftið í gærkvöldi.

Í hverjum þætti eru þrír viðmælendur sem allir eiga það sameiginlegt að vera að fara að koma fram en allt í ólíku fagi.

Í fyrsta þættinum var fylgst með þeim Sölku Sól, Helgu Brögu Magnúsi Scheving. Þættirnir eru einlægir þar sem Fannar forvitnast um hvers vegna þau eru að gera það sem þau eru að gera og þó að flestir viðmælendur sé landsmönnum flestum kunnuglegir þá sjá áhorfendur nýja hlið á flestum.

Magnús Scheving hitti Fannar í Lissabon í Portúgal og viðurkenndi hann að hafa unnið alltof mikið í gegnum tíðina.

„Ég er rosalega hamingjusamur. Ástfanginn og hamingjusamur,“ segir Magnús Scheving í samtali við Fannar.

„Ég vann of mikið og tapaði pottþétt einhverju á því,“ segir Magnús og þá spyr Fannar út í það hverju hann hafi tapað.

„Ég tapaði fjölskyldu og fullt af hlutum. Ég bara vann of mikið og ég sé eftir því.“

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×