Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2019 22:26 Sigríður Á. Andersen. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen mun taka við af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Þetta var ákveðið á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í kvöld. Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins en þingflokkurinn kom saman í kvöld til að ákveða hver tæki við embættum Áslaugar Örnu eftir að hún tók við stöðu dómsmálaráðherra. Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Við embættinu tók tímabundið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Vilhjálmur Árnason tekur við varaformennsku þingflokksins sem Áslaug Arna gegndi sömuleiðis. Sigríður hefur ekki gegnt neinum nefndarstörfum eftir að hún sagði af sér embætti dómsmálaráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins vegna skipan dómara við Landsrétt. Áslaug Arna mun sömuleiðis hætta sem ritari flokksins og eru nokkrir áhugasamir um að fylla í hennar skarð. Þeirra á meðal þingmaðurinn Jón Gunnarsson og borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir. Ákvörðunin verður tekin á flokksráðsfundi þann 14. september. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Hugrökk, full af lífi og með „óaðfinnanlega raddbeitingu“ Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur er lýst sem ábyrgum töffara sem tekur sig ekki of alvarlega. Hún er sögð eldri en árin sem hún hefur lifað. Hún þykir skemmtileg, dugleg og mikil fjölskyldumanneskja. Magnús bróðir hennar fagnar því að hún fái loks bílstjóra, því að sjálf sé hún ferlegur ökumaður. Hún kann heldur ekki að hvísla. 7. september 2019 09:30 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Lyklaskipti að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum Áslaug Arna kveðst spennt fyrir verkefnunum í dómsmálaráðuneytinu. 6. september 2019 12:38 Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Sigríður Á. Andersen mun taka við af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Þetta var ákveðið á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í kvöld. Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins en þingflokkurinn kom saman í kvöld til að ákveða hver tæki við embættum Áslaugar Örnu eftir að hún tók við stöðu dómsmálaráðherra. Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Við embættinu tók tímabundið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Vilhjálmur Árnason tekur við varaformennsku þingflokksins sem Áslaug Arna gegndi sömuleiðis. Sigríður hefur ekki gegnt neinum nefndarstörfum eftir að hún sagði af sér embætti dómsmálaráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins vegna skipan dómara við Landsrétt. Áslaug Arna mun sömuleiðis hætta sem ritari flokksins og eru nokkrir áhugasamir um að fylla í hennar skarð. Þeirra á meðal þingmaðurinn Jón Gunnarsson og borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir. Ákvörðunin verður tekin á flokksráðsfundi þann 14. september.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Hugrökk, full af lífi og með „óaðfinnanlega raddbeitingu“ Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur er lýst sem ábyrgum töffara sem tekur sig ekki of alvarlega. Hún er sögð eldri en árin sem hún hefur lifað. Hún þykir skemmtileg, dugleg og mikil fjölskyldumanneskja. Magnús bróðir hennar fagnar því að hún fái loks bílstjóra, því að sjálf sé hún ferlegur ökumaður. Hún kann heldur ekki að hvísla. 7. september 2019 09:30 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Lyklaskipti að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum Áslaug Arna kveðst spennt fyrir verkefnunum í dómsmálaráðuneytinu. 6. september 2019 12:38 Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Hugrökk, full af lífi og með „óaðfinnanlega raddbeitingu“ Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur er lýst sem ábyrgum töffara sem tekur sig ekki of alvarlega. Hún er sögð eldri en árin sem hún hefur lifað. Hún þykir skemmtileg, dugleg og mikil fjölskyldumanneskja. Magnús bróðir hennar fagnar því að hún fái loks bílstjóra, því að sjálf sé hún ferlegur ökumaður. Hún kann heldur ekki að hvísla. 7. september 2019 09:30
Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00
Lyklaskipti að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum Áslaug Arna kveðst spennt fyrir verkefnunum í dómsmálaráðuneytinu. 6. september 2019 12:38
Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35