Íslenski boltinn

Valsmenn vilja lengja tímabilið og taka upp úrslitakeppni eins og í Danmörku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valur er í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla.
Valur er í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla. vísir/bára
Knattspyrnudeild Vals vill breyta fyrirkomulagi efstu deildar karla. Valsmenn leggja til að tekin verði upp úrslitakeppni þar sem sex efstu liðin berjast um Íslandsmeistaratitilinn og sex neðstu um að forðast fall í Inkasso-deildina.

Í yfirlýsingu frá Val kemur fram að lengja þurfi tímabilið á Íslandi til að fjölga alvöru leikjum.

„Það er mat Vals að skoða þurfi breytingar á deildarkeppninni frekar. Þróunin á undanförnum árum er sú að nú er þjálfurum og leikmönnum greidd laun í 10-12 mánuði á ári en á sama tíma stendur íslandsmótið aðeins yfir í rétt rúma 5 mánuði,“ segir í yfirlýsingunni.

„Ef íslensk lið ætla að ná betri árangri í Evrópukeppnum í framtíðinni þá þarf að gera mikið meiri kröfur, fjölga gæða leikjum og lengja tímabilið.“

Valsmenn segja að nokkrir möguleikar séu í stöðunni. Hægt sé að fjölga liðum í efstu deild um tvö eða fækka liðum um tvö og leika þrefalda umferð. Einnig megi skoða að gera meira úr Lengjubikarnum og auka vægi hans.

Að mati Vals er samt heillavænlegast að taka upp svipað fyrirkomulag og er í Danmörku. Liðin í deildinni verði því enn tólf og tvöföld umferð leikin. Að 22 umferðum loknum verði svo farið í úrslitakeppni þar sem liðin leika öll tíu leiki og leikirnir verði því í heildina 32. Deildin myndi þá hefjast í byrjun apríl og ljúka í kringum 10. október.

Yfirlýsingu Vals má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×