Nauðsynlegt að tölvur geti skilið íslensku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 7. september 2019 08:00 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms. Mynd/Hörður Sveinsson. Almannarómur er sjálfseignarstofnun, stofnuð árið 2014, af fyrirtækjum og stofnunum til að þróa máltækni fyrir íslenska tungu. Árið 2018 samdi Almannarómur við menntamálaráðuneytið um máltækniáætlun núverandi ríkisstjórnar. Nýlega undirritaði Almannarómur samning við SÍM, samstarfshóp níu fyrirtækja, háskóla og stofnana um íslenska máltækni, 383 milljón króna samning um aðgerðir. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrsta skrefið sé gagnaöflun, smíði stoðtóla og kjarnalausna sem eru vélrænar þýðingar, málrýni, talgervlar og fleira. „Stafrænn dauði tungumáls er sú hætta sem skapast þegar ekki er hægt að nota það á stórum sviðum daglegs lífs, til dæmis þegar við tölum við tæki og búnað til að fá upplýsingar, framkvæma skipanir og þess háttar,“ segir Jóhanna. „Það gæti farið svo að lyklaborð og snertiskjáir fari úr notkun og raddgreining komi í staðinn. Röddin er eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Ef ekkert verður að gert mun íslenskan deyja stafrænum dauða líkt og getur komið fyrir öll þau tungumál sem ekki eru ráðandi í heiminum. Því er þetta verkefni bráðnauðsynlegt.“ Í þessu samhengi nefnir Jóhanna dæmi úr eigin lífi. Hún er með Google Home á heimili sínu, sem er háð raddgreiningu. „Ég get ekki fengið kerfið til að spila fréttir RÚV fyrir mig heldur aðeins erlendar fréttir eins og frá BBC,“ segir hún. „Þetta er dæmi um að íslensk upplýsingaveita lokast.“ Aðspurð um hvort íslenskan sjálf sé nægilega vel búin undir tæknibyltinguna segir Jóhanna svo vera. „Við höfum verið öflug í nýyrðasmíð og ný orð hafa nær undantekningarlaust verið vel heppnuð,“ segir hún. Þetta eigi bæði við tæknileg orð og önnur. „Ef við tökum dönskuna til samanburðar, þá hefur nýyrðasmíðin ekki verið sú sama. Þeir nota til dæmis enska orðið computer yfir tölvur og cowboy-bukser yfir gallabuxur.“ Hún segist helst taka eftir því á ráðstefnum og fundum um tæknileg mál að ensk hugtök séu notuð. Þekkt er einnig að margir noti enskt viðmót í tölvum þó að hið íslenska sé í boði. „Við þurfum að huga að því að íslensk viðmót séu í góðum gæðum til þess að notendurna skilji samskiptin við forritið,“ segir Jóhanna. „Þær kjarnalausnir sem við munum smíða verða allar gefnar út undir opnum leyfum sem þýðir að almenningur, stofnanir og fyrirtæki geta nýtt þær til að smíða lausnir fyrir neytendamarkað. Þetta verður vegakerfið fyrir aðra til að keyra á og þess vegna þurfa lausnirnar að taka mið af notendum.“ Samningur Almannaróms og SÍM er til eins árs en ekki er hægt að segja á þessu stigi hvenær ávextir verkefnisins þroskast. „Ég lagði áherslu á að fá atvinnulífið með á fyrstu stigum og byggja brú yfir í háskólasamfélagið. Síðan verður farið í að tengjast erlendum fyrirtækjum á þessu sviði. Ég hef mjög mikla trú á þeim hópi sem kemur að þessu,“ segir Jóhanna. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Almannarómur er sjálfseignarstofnun, stofnuð árið 2014, af fyrirtækjum og stofnunum til að þróa máltækni fyrir íslenska tungu. Árið 2018 samdi Almannarómur við menntamálaráðuneytið um máltækniáætlun núverandi ríkisstjórnar. Nýlega undirritaði Almannarómur samning við SÍM, samstarfshóp níu fyrirtækja, háskóla og stofnana um íslenska máltækni, 383 milljón króna samning um aðgerðir. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrsta skrefið sé gagnaöflun, smíði stoðtóla og kjarnalausna sem eru vélrænar þýðingar, málrýni, talgervlar og fleira. „Stafrænn dauði tungumáls er sú hætta sem skapast þegar ekki er hægt að nota það á stórum sviðum daglegs lífs, til dæmis þegar við tölum við tæki og búnað til að fá upplýsingar, framkvæma skipanir og þess háttar,“ segir Jóhanna. „Það gæti farið svo að lyklaborð og snertiskjáir fari úr notkun og raddgreining komi í staðinn. Röddin er eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Ef ekkert verður að gert mun íslenskan deyja stafrænum dauða líkt og getur komið fyrir öll þau tungumál sem ekki eru ráðandi í heiminum. Því er þetta verkefni bráðnauðsynlegt.“ Í þessu samhengi nefnir Jóhanna dæmi úr eigin lífi. Hún er með Google Home á heimili sínu, sem er háð raddgreiningu. „Ég get ekki fengið kerfið til að spila fréttir RÚV fyrir mig heldur aðeins erlendar fréttir eins og frá BBC,“ segir hún. „Þetta er dæmi um að íslensk upplýsingaveita lokast.“ Aðspurð um hvort íslenskan sjálf sé nægilega vel búin undir tæknibyltinguna segir Jóhanna svo vera. „Við höfum verið öflug í nýyrðasmíð og ný orð hafa nær undantekningarlaust verið vel heppnuð,“ segir hún. Þetta eigi bæði við tæknileg orð og önnur. „Ef við tökum dönskuna til samanburðar, þá hefur nýyrðasmíðin ekki verið sú sama. Þeir nota til dæmis enska orðið computer yfir tölvur og cowboy-bukser yfir gallabuxur.“ Hún segist helst taka eftir því á ráðstefnum og fundum um tæknileg mál að ensk hugtök séu notuð. Þekkt er einnig að margir noti enskt viðmót í tölvum þó að hið íslenska sé í boði. „Við þurfum að huga að því að íslensk viðmót séu í góðum gæðum til þess að notendurna skilji samskiptin við forritið,“ segir Jóhanna. „Þær kjarnalausnir sem við munum smíða verða allar gefnar út undir opnum leyfum sem þýðir að almenningur, stofnanir og fyrirtæki geta nýtt þær til að smíða lausnir fyrir neytendamarkað. Þetta verður vegakerfið fyrir aðra til að keyra á og þess vegna þurfa lausnirnar að taka mið af notendum.“ Samningur Almannaróms og SÍM er til eins árs en ekki er hægt að segja á þessu stigi hvenær ávextir verkefnisins þroskast. „Ég lagði áherslu á að fá atvinnulífið með á fyrstu stigum og byggja brú yfir í háskólasamfélagið. Síðan verður farið í að tengjast erlendum fyrirtækjum á þessu sviði. Ég hef mjög mikla trú á þeim hópi sem kemur að þessu,“ segir Jóhanna.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira