Nauðsynlegt að tölvur geti skilið íslensku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 7. september 2019 08:00 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms. Mynd/Hörður Sveinsson. Almannarómur er sjálfseignarstofnun, stofnuð árið 2014, af fyrirtækjum og stofnunum til að þróa máltækni fyrir íslenska tungu. Árið 2018 samdi Almannarómur við menntamálaráðuneytið um máltækniáætlun núverandi ríkisstjórnar. Nýlega undirritaði Almannarómur samning við SÍM, samstarfshóp níu fyrirtækja, háskóla og stofnana um íslenska máltækni, 383 milljón króna samning um aðgerðir. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrsta skrefið sé gagnaöflun, smíði stoðtóla og kjarnalausna sem eru vélrænar þýðingar, málrýni, talgervlar og fleira. „Stafrænn dauði tungumáls er sú hætta sem skapast þegar ekki er hægt að nota það á stórum sviðum daglegs lífs, til dæmis þegar við tölum við tæki og búnað til að fá upplýsingar, framkvæma skipanir og þess háttar,“ segir Jóhanna. „Það gæti farið svo að lyklaborð og snertiskjáir fari úr notkun og raddgreining komi í staðinn. Röddin er eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Ef ekkert verður að gert mun íslenskan deyja stafrænum dauða líkt og getur komið fyrir öll þau tungumál sem ekki eru ráðandi í heiminum. Því er þetta verkefni bráðnauðsynlegt.“ Í þessu samhengi nefnir Jóhanna dæmi úr eigin lífi. Hún er með Google Home á heimili sínu, sem er háð raddgreiningu. „Ég get ekki fengið kerfið til að spila fréttir RÚV fyrir mig heldur aðeins erlendar fréttir eins og frá BBC,“ segir hún. „Þetta er dæmi um að íslensk upplýsingaveita lokast.“ Aðspurð um hvort íslenskan sjálf sé nægilega vel búin undir tæknibyltinguna segir Jóhanna svo vera. „Við höfum verið öflug í nýyrðasmíð og ný orð hafa nær undantekningarlaust verið vel heppnuð,“ segir hún. Þetta eigi bæði við tæknileg orð og önnur. „Ef við tökum dönskuna til samanburðar, þá hefur nýyrðasmíðin ekki verið sú sama. Þeir nota til dæmis enska orðið computer yfir tölvur og cowboy-bukser yfir gallabuxur.“ Hún segist helst taka eftir því á ráðstefnum og fundum um tæknileg mál að ensk hugtök séu notuð. Þekkt er einnig að margir noti enskt viðmót í tölvum þó að hið íslenska sé í boði. „Við þurfum að huga að því að íslensk viðmót séu í góðum gæðum til þess að notendurna skilji samskiptin við forritið,“ segir Jóhanna. „Þær kjarnalausnir sem við munum smíða verða allar gefnar út undir opnum leyfum sem þýðir að almenningur, stofnanir og fyrirtæki geta nýtt þær til að smíða lausnir fyrir neytendamarkað. Þetta verður vegakerfið fyrir aðra til að keyra á og þess vegna þurfa lausnirnar að taka mið af notendum.“ Samningur Almannaróms og SÍM er til eins árs en ekki er hægt að segja á þessu stigi hvenær ávextir verkefnisins þroskast. „Ég lagði áherslu á að fá atvinnulífið með á fyrstu stigum og byggja brú yfir í háskólasamfélagið. Síðan verður farið í að tengjast erlendum fyrirtækjum á þessu sviði. Ég hef mjög mikla trú á þeim hópi sem kemur að þessu,“ segir Jóhanna. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Almannarómur er sjálfseignarstofnun, stofnuð árið 2014, af fyrirtækjum og stofnunum til að þróa máltækni fyrir íslenska tungu. Árið 2018 samdi Almannarómur við menntamálaráðuneytið um máltækniáætlun núverandi ríkisstjórnar. Nýlega undirritaði Almannarómur samning við SÍM, samstarfshóp níu fyrirtækja, háskóla og stofnana um íslenska máltækni, 383 milljón króna samning um aðgerðir. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrsta skrefið sé gagnaöflun, smíði stoðtóla og kjarnalausna sem eru vélrænar þýðingar, málrýni, talgervlar og fleira. „Stafrænn dauði tungumáls er sú hætta sem skapast þegar ekki er hægt að nota það á stórum sviðum daglegs lífs, til dæmis þegar við tölum við tæki og búnað til að fá upplýsingar, framkvæma skipanir og þess háttar,“ segir Jóhanna. „Það gæti farið svo að lyklaborð og snertiskjáir fari úr notkun og raddgreining komi í staðinn. Röddin er eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Ef ekkert verður að gert mun íslenskan deyja stafrænum dauða líkt og getur komið fyrir öll þau tungumál sem ekki eru ráðandi í heiminum. Því er þetta verkefni bráðnauðsynlegt.“ Í þessu samhengi nefnir Jóhanna dæmi úr eigin lífi. Hún er með Google Home á heimili sínu, sem er háð raddgreiningu. „Ég get ekki fengið kerfið til að spila fréttir RÚV fyrir mig heldur aðeins erlendar fréttir eins og frá BBC,“ segir hún. „Þetta er dæmi um að íslensk upplýsingaveita lokast.“ Aðspurð um hvort íslenskan sjálf sé nægilega vel búin undir tæknibyltinguna segir Jóhanna svo vera. „Við höfum verið öflug í nýyrðasmíð og ný orð hafa nær undantekningarlaust verið vel heppnuð,“ segir hún. Þetta eigi bæði við tæknileg orð og önnur. „Ef við tökum dönskuna til samanburðar, þá hefur nýyrðasmíðin ekki verið sú sama. Þeir nota til dæmis enska orðið computer yfir tölvur og cowboy-bukser yfir gallabuxur.“ Hún segist helst taka eftir því á ráðstefnum og fundum um tæknileg mál að ensk hugtök séu notuð. Þekkt er einnig að margir noti enskt viðmót í tölvum þó að hið íslenska sé í boði. „Við þurfum að huga að því að íslensk viðmót séu í góðum gæðum til þess að notendurna skilji samskiptin við forritið,“ segir Jóhanna. „Þær kjarnalausnir sem við munum smíða verða allar gefnar út undir opnum leyfum sem þýðir að almenningur, stofnanir og fyrirtæki geta nýtt þær til að smíða lausnir fyrir neytendamarkað. Þetta verður vegakerfið fyrir aðra til að keyra á og þess vegna þurfa lausnirnar að taka mið af notendum.“ Samningur Almannaróms og SÍM er til eins árs en ekki er hægt að segja á þessu stigi hvenær ávextir verkefnisins þroskast. „Ég lagði áherslu á að fá atvinnulífið með á fyrstu stigum og byggja brú yfir í háskólasamfélagið. Síðan verður farið í að tengjast erlendum fyrirtækjum á þessu sviði. Ég hef mjög mikla trú á þeim hópi sem kemur að þessu,“ segir Jóhanna.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent