Skuggi karla Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 7. september 2019 09:00 Ákveðnar vísbendingar eru um að hlandskálin fræga – The Urinal Fountain – sem bylti myndlistinni og kennd hefur verið við hinn fransk-bandaríska Marcel Duchamp, sé alls ekki hans hugmynd. Góð vinkona listamannsins, Baroness Elsa von Freytag-Loringhoven, eigi verkið með húð og hári. Þau hafi sameinast um að kynna það í nafni Duchamps, því vonlaust hafi verið á þeim tíma, fyrir rétt rúmri öld, að listakona fengi áheyrn fyrir boðskapinn. Hlandskálin samræmdist hugmyndafræði Duchamps og skyldleiki hennar við verk sem hann hafði sýnt um skeið, gerð úr hversdaglegum hlutum – fundnum hlutum, ready made, eins og sagt er á ensku – fór ekkert milli mála. Hlandskálin var þúfan sem velti hlassinu, óháð því hvort karl eignaði sér verk konu. Hlandskálin gerði Duchamp að byltingarmanni í myndlist. Áhrifa hans gætir enn þá hjá ungu, framúrskarandi myndlistarfólki um allan heim. Hvort sem þessar kenningar eru sannar, hálfsannar eða lognar varpa þær ljósi á þekktan veruleika. Listakonur hafa verið í skugga starfsbræðra sinna, óháð listrænu erindi. Í öllum listgreinum er fjöldi dæma um að efast sé um verk kvenna. Við erum ekki saklaus. Skilaboðin til Heklu, rithöfundarins í frábærri sögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland, sem upplifði sem hversdagslegan sannleik, eru: skáld eru karlkyns. Eyborg Guðmundsdóttir myndlistarkona lést rúmlega fimmtug árið 1977. Sýning á verkum hennar Hringur, ferhyrningur og lína á Kjarvalsstöum fyrir fáeinum misserum, var opinberun fyrir marga unnendur myndlistar. Heyra mátti gesti á opnun spyrja hvern annan: Af hverju veit ég svona lítið um þessa konu? Svarið blasir við: Henni hefur ekki verið hampað eins og kollegum af karlkyni. Nú stendur yfir samsýning átta listakvenna í Galleríi i8 við Tryggvagötu. Arna Óttarsdóttir er yngst, en 99 ár eru á milli hennar og þeirrar elstu, Júlíönu heitinnar Sveinsdóttur. Verk Eyborgar, sem sjaldan hafa sést eru á sýningunni og textílmyndir eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá, konu sem ekki er áberandi miðað við það sem hún hefur fram að færa. Karin Sander, höfundur pálmanna umdeildu sem eiga að rísa í Vogabyggð, á mottu úr gervigrasi á gallerísgólfinu, skírskotun í fótboltavöll. Einnig eru verk eftir: Rögnu Róbertsdóttur, Margréti H. Blöndal og Ásgerði Búadóttur. Galleríið er ekki að blanda sér í kynjapólitík. En verkin standa fyrir sínu, eiga samleið hvert með öðru og tala til okkar, óháð kyni þeirra sem sýna. Mesta undrunarefnið er hvað lítið fer fyrir dýrgripum Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá í listalífinu. Annað framsækið gallerí, Berg Contemporary við Klapparstíg, sýnir þrjár listakonur, Huldu Stefánsdóttur, Sigrid Sandström og Marie Söndergaard Lolk, sem allar eru málarar. Vonandi eru þessar sýningar tákn um að listalífið sé hætt að fela konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Ákveðnar vísbendingar eru um að hlandskálin fræga – The Urinal Fountain – sem bylti myndlistinni og kennd hefur verið við hinn fransk-bandaríska Marcel Duchamp, sé alls ekki hans hugmynd. Góð vinkona listamannsins, Baroness Elsa von Freytag-Loringhoven, eigi verkið með húð og hári. Þau hafi sameinast um að kynna það í nafni Duchamps, því vonlaust hafi verið á þeim tíma, fyrir rétt rúmri öld, að listakona fengi áheyrn fyrir boðskapinn. Hlandskálin samræmdist hugmyndafræði Duchamps og skyldleiki hennar við verk sem hann hafði sýnt um skeið, gerð úr hversdaglegum hlutum – fundnum hlutum, ready made, eins og sagt er á ensku – fór ekkert milli mála. Hlandskálin var þúfan sem velti hlassinu, óháð því hvort karl eignaði sér verk konu. Hlandskálin gerði Duchamp að byltingarmanni í myndlist. Áhrifa hans gætir enn þá hjá ungu, framúrskarandi myndlistarfólki um allan heim. Hvort sem þessar kenningar eru sannar, hálfsannar eða lognar varpa þær ljósi á þekktan veruleika. Listakonur hafa verið í skugga starfsbræðra sinna, óháð listrænu erindi. Í öllum listgreinum er fjöldi dæma um að efast sé um verk kvenna. Við erum ekki saklaus. Skilaboðin til Heklu, rithöfundarins í frábærri sögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland, sem upplifði sem hversdagslegan sannleik, eru: skáld eru karlkyns. Eyborg Guðmundsdóttir myndlistarkona lést rúmlega fimmtug árið 1977. Sýning á verkum hennar Hringur, ferhyrningur og lína á Kjarvalsstöum fyrir fáeinum misserum, var opinberun fyrir marga unnendur myndlistar. Heyra mátti gesti á opnun spyrja hvern annan: Af hverju veit ég svona lítið um þessa konu? Svarið blasir við: Henni hefur ekki verið hampað eins og kollegum af karlkyni. Nú stendur yfir samsýning átta listakvenna í Galleríi i8 við Tryggvagötu. Arna Óttarsdóttir er yngst, en 99 ár eru á milli hennar og þeirrar elstu, Júlíönu heitinnar Sveinsdóttur. Verk Eyborgar, sem sjaldan hafa sést eru á sýningunni og textílmyndir eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá, konu sem ekki er áberandi miðað við það sem hún hefur fram að færa. Karin Sander, höfundur pálmanna umdeildu sem eiga að rísa í Vogabyggð, á mottu úr gervigrasi á gallerísgólfinu, skírskotun í fótboltavöll. Einnig eru verk eftir: Rögnu Róbertsdóttur, Margréti H. Blöndal og Ásgerði Búadóttur. Galleríið er ekki að blanda sér í kynjapólitík. En verkin standa fyrir sínu, eiga samleið hvert með öðru og tala til okkar, óháð kyni þeirra sem sýna. Mesta undrunarefnið er hvað lítið fer fyrir dýrgripum Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá í listalífinu. Annað framsækið gallerí, Berg Contemporary við Klapparstíg, sýnir þrjár listakonur, Huldu Stefánsdóttur, Sigrid Sandström og Marie Söndergaard Lolk, sem allar eru málarar. Vonandi eru þessar sýningar tákn um að listalífið sé hætt að fela konur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun