Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2019 11:52 Frá kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn. Verkalýðshreyfingin hefur lengi barist fyrir hækkun á persónuafslætti. Vísir/Friðrik Þór Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í gögnum frá fjármálaráðuneytinu. Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. Lækkun á persónuafslætti er liður í skattabreytingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020. Umfangsmesta breytingin er á tekjuskatti einstaklinga en um áramót kemur til framkvæmda fyrri áfangi innleiðingar nýs tekjuskattskerfis. Þessar breytingar fela m.a. í sér þriggja þrepa tekjuskattskerfi en í núverandi kerfi eru þrepin tvö.Sjá einnig: Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í kynningu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á nýju skattkerfi kemur fram að árið 2021, að lokinni innleiðingu kerfisins, verði skatthlutfall 31,4% í fyrsta þrepi, sem er nýtt lágtekjuþrep á laun upp að 325 þúsund krónum. Hlutfallið verður 37,94% í öðru þrepi og 46,24% í þriðja þrepi.Úr glærukynningu fjármálaráðherra frá kynningu á fjárlagafrumvarpi í morgun.Samhliða innleiðingu nýja þrepsins verður skattleysismörkum haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt. Skattleysismörkin munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Við lok innleiðingarinnar árið 2021 mun persónuafsláttur, sem nú er 56.447 krónur á mánuði, nema 51.265 krónum á mánuði. Lækkunin nemur þannig 5.182 krónum.Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í gögnum frá fjármálaráðuneytinu. Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. Lækkun á persónuafslætti er liður í skattabreytingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020. Umfangsmesta breytingin er á tekjuskatti einstaklinga en um áramót kemur til framkvæmda fyrri áfangi innleiðingar nýs tekjuskattskerfis. Þessar breytingar fela m.a. í sér þriggja þrepa tekjuskattskerfi en í núverandi kerfi eru þrepin tvö.Sjá einnig: Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í kynningu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á nýju skattkerfi kemur fram að árið 2021, að lokinni innleiðingu kerfisins, verði skatthlutfall 31,4% í fyrsta þrepi, sem er nýtt lágtekjuþrep á laun upp að 325 þúsund krónum. Hlutfallið verður 37,94% í öðru þrepi og 46,24% í þriðja þrepi.Úr glærukynningu fjármálaráðherra frá kynningu á fjárlagafrumvarpi í morgun.Samhliða innleiðingu nýja þrepsins verður skattleysismörkum haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt. Skattleysismörkin munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Við lok innleiðingarinnar árið 2021 mun persónuafsláttur, sem nú er 56.447 krónur á mánuði, nema 51.265 krónum á mánuði. Lækkunin nemur þannig 5.182 krónum.Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23 Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Leggja til umfangsmiklar breytingar á staðgreiðslukerfinu Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógangsætt samkvæmt nýrri skýrslu en sérfræðihópur á vegum fjármálaráðuneytisins leggur til að það verði einfaldað. 25. febrúar 2019 18:36 Krefjast þess að tillögur um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk líti dagsins ljós Miðstjórn Alþýðusambands Íslands segir að þolinmæðin sé nú á þrotum hvað varðar tillögur ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk. 21. ágúst 2019 16:30 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23
Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56
Leggja til umfangsmiklar breytingar á staðgreiðslukerfinu Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógangsætt samkvæmt nýrri skýrslu en sérfræðihópur á vegum fjármálaráðuneytisins leggur til að það verði einfaldað. 25. febrúar 2019 18:36
Krefjast þess að tillögur um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk líti dagsins ljós Miðstjórn Alþýðusambands Íslands segir að þolinmæðin sé nú á þrotum hvað varðar tillögur ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk. 21. ágúst 2019 16:30