Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2019 08:56 Alls muni lækkanirnar auka ráðstöfunartekjur heimila Íslands um 21 milljarð króna. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar að lækka tekjuskatt einstaklinga hraðar en áður hafði verið áætlað. Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nú í morgun og kom þar fram í máli hans að með lækkun tekjuskatts myndu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Alls muni lækkanirnar auka ráðstöfunartekjur heimila Íslands um 21 milljarð króna. Það samsvarar um tíu prósentum af tekjum ríkisins af tekjuskatti einstaklinga og í kynningu fjármálaráðuneytisins segir að um þessum breytingum sé ætlað að styðja við heimilin þegar hægir á atvinnulífinu.Klippa: Breytingar tekjuskatts útskýrðar - Fjárlög 2020 Í fjárlagafrumvarpinu segir að meginatriði skattkerfisbreytinganna séu:-Þriggja þrepa tekjuskattskerfi tekið upp.-Nýtt grunnþrep verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep.-Skattleysismörkum haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls.-Þróun skattleysis- og þrepamarka mun fylgja sömu viðmiðum sem tryggir að sjálfvirk sveiflujöfnun kerfisins dreifist jafnar á alla tekjuhópa.-Dregið úr umfangi samnýtingar skattþrepa með innleiðingu nýs grunnþreps og hækkun skattprósentu miðþreps.Í frumvarpinu segir einnig að þegar skattsbreytingarnar verði komnar að fullu til framkvæmda árið 2021 verði grunnþrepið 5,5 prósentustigum lægra en núverandi grunnþrep og miðþrepið verði einu prósentustigi hærra en núverandi grunnþrep. Þannig verði jöfnunarhlutverki kerfisins viðhaldið í ríkara mæli en verið hefur í gegnum þrepamörk skattkerfisins. Fyrsta skattþrepið nær til 0-354.379 króna tekna. Annað nær til 989.283 króna tekna og það þriðja nær til allra tekna sem eru hærri. Viðmiðunarfjárhæðir tekjuskattkerfisins, eða þrepin sjálf, munu hækka meira um hver áramót en nú tíðkast og munu taka mið af bæði verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Einnig stendur til að lækka tryggingagjaldið um 0,25 prósentustig en hefur þegar verið lækkað um 0,25 prósentustig og var það gert í byrjun þessa árs. Um áramót hefur tryggingagjald því verið lækkað frá árinu 2013, úr 7,69 prósent í 6,35 prósent og er lækkunum þessum ætlað að styðja við atvinnusköpun og rekstrargrundvöll fyrirtækja.Nýir grænir skattar Ríkisstjórnin ætlar einnig að leggja á nýja græna skatta og eru það sögð mikilvæg skref í þágu loftlagsmála. Urðun úrgangs og flúoraðar gróðurhúsalofttegundir verða skattlagðar en sambærilegir skattar eru sagðir hafa verið í gildi um árabil í nágrannaríkjum Íslands og þar hafi þeir skilað góðum árangri. Áætlað er að skatturinn á urðun úrgangs muni nema um sex þúsund krónum fyrir fjögurra manna heimili á næsta ári. Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Ríkisstjórnin ætlar að lækka tekjuskatt einstaklinga hraðar en áður hafði verið áætlað. Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nú í morgun og kom þar fram í máli hans að með lækkun tekjuskatts myndu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Alls muni lækkanirnar auka ráðstöfunartekjur heimila Íslands um 21 milljarð króna. Það samsvarar um tíu prósentum af tekjum ríkisins af tekjuskatti einstaklinga og í kynningu fjármálaráðuneytisins segir að um þessum breytingum sé ætlað að styðja við heimilin þegar hægir á atvinnulífinu.Klippa: Breytingar tekjuskatts útskýrðar - Fjárlög 2020 Í fjárlagafrumvarpinu segir að meginatriði skattkerfisbreytinganna séu:-Þriggja þrepa tekjuskattskerfi tekið upp.-Nýtt grunnþrep verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep.-Skattleysismörkum haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls.-Þróun skattleysis- og þrepamarka mun fylgja sömu viðmiðum sem tryggir að sjálfvirk sveiflujöfnun kerfisins dreifist jafnar á alla tekjuhópa.-Dregið úr umfangi samnýtingar skattþrepa með innleiðingu nýs grunnþreps og hækkun skattprósentu miðþreps.Í frumvarpinu segir einnig að þegar skattsbreytingarnar verði komnar að fullu til framkvæmda árið 2021 verði grunnþrepið 5,5 prósentustigum lægra en núverandi grunnþrep og miðþrepið verði einu prósentustigi hærra en núverandi grunnþrep. Þannig verði jöfnunarhlutverki kerfisins viðhaldið í ríkara mæli en verið hefur í gegnum þrepamörk skattkerfisins. Fyrsta skattþrepið nær til 0-354.379 króna tekna. Annað nær til 989.283 króna tekna og það þriðja nær til allra tekna sem eru hærri. Viðmiðunarfjárhæðir tekjuskattkerfisins, eða þrepin sjálf, munu hækka meira um hver áramót en nú tíðkast og munu taka mið af bæði verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Einnig stendur til að lækka tryggingagjaldið um 0,25 prósentustig en hefur þegar verið lækkað um 0,25 prósentustig og var það gert í byrjun þessa árs. Um áramót hefur tryggingagjald því verið lækkað frá árinu 2013, úr 7,69 prósent í 6,35 prósent og er lækkunum þessum ætlað að styðja við atvinnusköpun og rekstrargrundvöll fyrirtækja.Nýir grænir skattar Ríkisstjórnin ætlar einnig að leggja á nýja græna skatta og eru það sögð mikilvæg skref í þágu loftlagsmála. Urðun úrgangs og flúoraðar gróðurhúsalofttegundir verða skattlagðar en sambærilegir skattar eru sagðir hafa verið í gildi um árabil í nágrannaríkjum Íslands og þar hafi þeir skilað góðum árangri. Áætlað er að skatturinn á urðun úrgangs muni nema um sex þúsund krónum fyrir fjögurra manna heimili á næsta ári. Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Skattar og tollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira