Serena Williams frábær og komin í enn einn úrslitaleikinn á risamóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 09:30 Serena Williams eftir sigurinn í nótt. Getty/Tim Clayton Bandaríska tennisgoðsögnin Serena Williams fær tækifæri til að vinna sinn 24. risatitil á morgun þegar hún spilar til úrslita á Opna bandaríska meistaramótinu í New York. Serena Williams spilaði frábærlega í undanúrslitaleik sínum á móti Elinu Svitolina frá Úkraínu og vann settin 6-3 og 6-1. Willams hefur unnið Opna bandaríska meistaramótið sex sinnum á ferlinum en hún mætir 19 ára kanadískri stúlku, Bianca Andreescu, í úrslitaleiknum í ár. Willams er 37 ára eða átján árum eldri.The women's singles final is set! Who is your pick to lift the ? #USOpenpic.twitter.com/CwsoEOZhee — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2019 Bianca Andreescu vann 7-6 (7-3) 7-5 sigur á Svisslendingnum Belinda Bencic í sínum úrslitaleik og vann þar fimm síðustu stigin í lokasettinu. Bianca Andreescu er að keppa í aðalkeppni Opna bandaríska meistaramótsins í fyrsta sinn og þetta er aðeins hennar fjórða risamót á ferlinum. Andreescu fæddist níu mánuðum eftir að Serena Williams vann sinn fyrsta titil á Opna bandaríska meistaramótinu árið 1999. Serena Williams er enn að reyna að vinna sitt fyrsta risamót síðan að hún eignaðist barn í september 2017. Hún getur með sigri unnið sinn 24. risatitil á ferlinum og jafnað um leið met hinnar áströlsku Margaret Court sem vann 24 risatitla frá 1960 til 1973.Simply Serena. How @serenawilliams booked her spot in a 10th #USOpen final... pic.twitter.com/Flmye0G0ZW — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2019 Serena Williams hefur komist þrisvar sinnum í úrslitaleik á risamóti síðan að hún eignaðist dótturina Olympia fyrir tveimur árum þar á meðal tvö ár í röð á Wimbledon og á Opna bandaríska mótinu í fyrra. Hún hefur hins vegar tapað öllum þremur leikjunum. Það er ekki langt síðan að þetta leit ekki alltof vel út hjá Serenu Williams því hún var að glíma við meiðsli og ekki líkleg til afreka. Hin bandaríska hefur aftur á móti spilað frábærlega í New York síðustu daga og fær nú enn á ný tækifæri til að verða sú sigursælasta frá upphafi. Tennis Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira
Bandaríska tennisgoðsögnin Serena Williams fær tækifæri til að vinna sinn 24. risatitil á morgun þegar hún spilar til úrslita á Opna bandaríska meistaramótinu í New York. Serena Williams spilaði frábærlega í undanúrslitaleik sínum á móti Elinu Svitolina frá Úkraínu og vann settin 6-3 og 6-1. Willams hefur unnið Opna bandaríska meistaramótið sex sinnum á ferlinum en hún mætir 19 ára kanadískri stúlku, Bianca Andreescu, í úrslitaleiknum í ár. Willams er 37 ára eða átján árum eldri.The women's singles final is set! Who is your pick to lift the ? #USOpenpic.twitter.com/CwsoEOZhee — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2019 Bianca Andreescu vann 7-6 (7-3) 7-5 sigur á Svisslendingnum Belinda Bencic í sínum úrslitaleik og vann þar fimm síðustu stigin í lokasettinu. Bianca Andreescu er að keppa í aðalkeppni Opna bandaríska meistaramótsins í fyrsta sinn og þetta er aðeins hennar fjórða risamót á ferlinum. Andreescu fæddist níu mánuðum eftir að Serena Williams vann sinn fyrsta titil á Opna bandaríska meistaramótinu árið 1999. Serena Williams er enn að reyna að vinna sitt fyrsta risamót síðan að hún eignaðist barn í september 2017. Hún getur með sigri unnið sinn 24. risatitil á ferlinum og jafnað um leið met hinnar áströlsku Margaret Court sem vann 24 risatitla frá 1960 til 1973.Simply Serena. How @serenawilliams booked her spot in a 10th #USOpen final... pic.twitter.com/Flmye0G0ZW — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2019 Serena Williams hefur komist þrisvar sinnum í úrslitaleik á risamóti síðan að hún eignaðist dótturina Olympia fyrir tveimur árum þar á meðal tvö ár í röð á Wimbledon og á Opna bandaríska mótinu í fyrra. Hún hefur hins vegar tapað öllum þremur leikjunum. Það er ekki langt síðan að þetta leit ekki alltof vel út hjá Serenu Williams því hún var að glíma við meiðsli og ekki líkleg til afreka. Hin bandaríska hefur aftur á móti spilað frábærlega í New York síðustu daga og fær nú enn á ný tækifæri til að verða sú sigursælasta frá upphafi.
Tennis Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira