Kominn ár á eftir áætlun Benedikt Bóas. skrifar 6. september 2019 09:00 Laugardalsvöllur. Getty/Oliver Hardt Á morgun leikur íslenska landsliðið leik í undankeppni EM við Moldóvu á um 60 ára gömlum úr sér gengnum Laugardalsvelli. Það er ekki enn uppselt á leikinn en samkvæmt frétt fótbolta.net á miðvikudag voru um 2.000 sæti laus. Nýr Laugardalsvöllur hefur verið í deiglunni lengi. Ofboðslegt tap er af honum á hverju ár eins og greint hefur verið frá. Ýmislegt hefur verið sagt en ekkert hefur enn gerst. Í skýrslu KPMG sem kynnt var í borgarráði Reykjavíkurborgar þann 10. apríl í fyrra kemur fram að nýr völlur eigi að rísa vorið 2021. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það mun ekki nást. Þó snögg séum, þá tel ég að það gangi ekki eftir,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, léttur. Í fundargerð KSÍ frá því í júní kemur fram að undirbúningsfélag um framtíð Laugardalsvallar hafi hist í fyrsta sinn. Félagið var skipað í kjölfar starfshóps sem ríkið og Reykjavíkurborg með KSÍ skipaði um uppbyggingu Laugardalsvallar. Í fundargerð borgarráðs frá 12. apríl kemur fram að borgarráð samþykkti félagið sem heitir Þjóðarleikvangur ehf. Guðni segir að góður gangur sé í störfum félagsins sem leitt er af Árna Geir Pálssyni. „Það er fundað vikulega og góður gangur í félaginu. Ég er ánægður með það því það hafði dregist að hefja þessa vinnu. Það er verið að vanda sig og það er ljóst að þessari vinnu lýkur á næsta ári og þá er endanlega kominn tími á að taka ákvörðun í málinu.“Á morgun mun íslenska landsliðið ganga inn á hið forna mannvirki í Laugardal. Fréttablaðið/AntonStarfshópurinn kynnti tvo kosti þegar kemur að nýjum Laugardalsvelli. Annars vegar opinn knattspyrnuvöll sem rúmaði 17.500 manns í sæti í stúkum umhverfis völlinn og hins vegar fjölnotaleikvang með opnanlegu þaki og 20.000 sætum. Sá völlur myndi einnig gera aðstöðu til viðburðahalds á Íslandi betri og þar af leiðandi gefa færi á auknum tekjum vegna annarra viðburða sem ella gætu ekki farið fram á Íslandi. Guðni segir að undirbúningsfélagið sé ekki að binda sig niður við stærð vallanna. Ef önnur stærð eða gerð valla komi upp þá sé það skoðað, eins og allt annað. Það sé jú verið að vanda til verka. „Völlurinn og aðstaðan fyrir áhorfendur, fatlaða, fjölmiðlafólk og leikmenn stenst ekki kröfur nútímans. Völlurinn er líka barn síns tíma. Tímarnir hafa breyst og kröfurnar eru meiri. Sú staðreynd að þurfa að byrja og ljúka riðlakeppninni á útivelli því við getum ekki spilað hér heima er dragbítur á okkar árangri. Þessi árangur okkar, EM 2016 og HM 2018 það var mikil lyftistöng, ekki bara fyrir fótboltann heldur íslenskt samfélag í heild.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjá meira
Á morgun leikur íslenska landsliðið leik í undankeppni EM við Moldóvu á um 60 ára gömlum úr sér gengnum Laugardalsvelli. Það er ekki enn uppselt á leikinn en samkvæmt frétt fótbolta.net á miðvikudag voru um 2.000 sæti laus. Nýr Laugardalsvöllur hefur verið í deiglunni lengi. Ofboðslegt tap er af honum á hverju ár eins og greint hefur verið frá. Ýmislegt hefur verið sagt en ekkert hefur enn gerst. Í skýrslu KPMG sem kynnt var í borgarráði Reykjavíkurborgar þann 10. apríl í fyrra kemur fram að nýr völlur eigi að rísa vorið 2021. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það mun ekki nást. Þó snögg séum, þá tel ég að það gangi ekki eftir,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, léttur. Í fundargerð KSÍ frá því í júní kemur fram að undirbúningsfélag um framtíð Laugardalsvallar hafi hist í fyrsta sinn. Félagið var skipað í kjölfar starfshóps sem ríkið og Reykjavíkurborg með KSÍ skipaði um uppbyggingu Laugardalsvallar. Í fundargerð borgarráðs frá 12. apríl kemur fram að borgarráð samþykkti félagið sem heitir Þjóðarleikvangur ehf. Guðni segir að góður gangur sé í störfum félagsins sem leitt er af Árna Geir Pálssyni. „Það er fundað vikulega og góður gangur í félaginu. Ég er ánægður með það því það hafði dregist að hefja þessa vinnu. Það er verið að vanda sig og það er ljóst að þessari vinnu lýkur á næsta ári og þá er endanlega kominn tími á að taka ákvörðun í málinu.“Á morgun mun íslenska landsliðið ganga inn á hið forna mannvirki í Laugardal. Fréttablaðið/AntonStarfshópurinn kynnti tvo kosti þegar kemur að nýjum Laugardalsvelli. Annars vegar opinn knattspyrnuvöll sem rúmaði 17.500 manns í sæti í stúkum umhverfis völlinn og hins vegar fjölnotaleikvang með opnanlegu þaki og 20.000 sætum. Sá völlur myndi einnig gera aðstöðu til viðburðahalds á Íslandi betri og þar af leiðandi gefa færi á auknum tekjum vegna annarra viðburða sem ella gætu ekki farið fram á Íslandi. Guðni segir að undirbúningsfélagið sé ekki að binda sig niður við stærð vallanna. Ef önnur stærð eða gerð valla komi upp þá sé það skoðað, eins og allt annað. Það sé jú verið að vanda til verka. „Völlurinn og aðstaðan fyrir áhorfendur, fatlaða, fjölmiðlafólk og leikmenn stenst ekki kröfur nútímans. Völlurinn er líka barn síns tíma. Tímarnir hafa breyst og kröfurnar eru meiri. Sú staðreynd að þurfa að byrja og ljúka riðlakeppninni á útivelli því við getum ekki spilað hér heima er dragbítur á okkar árangri. Þessi árangur okkar, EM 2016 og HM 2018 það var mikil lyftistöng, ekki bara fyrir fótboltann heldur íslenskt samfélag í heild.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjá meira