Íslenski boltinn

Haukar rúlluðu yfir Njarðvík í mikilvægum fallbaráttuslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luka Kostic er byrjaður að vinna með Hauka á nýjan leik.
Luka Kostic er byrjaður að vinna með Hauka á nýjan leik. vísir/vilhelm
Haukar náðu í afar mikilvæg þrjú stig í kvöld er liðið vann öruggan 4-0 sigur á Njarðvík í 20. umferð Inkasso-deildarinnar.

Luka Kostic tók við Haukaliðinu undir lok ágústmánaðar og tapaði 2-0 fyrir Leikni í sínum fyrsta leik.

Það var hins vegar aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda í kvöld. Staðan var 3-0 í hálfleik eftir tvö mörk frá Kristófer Þórðarsyni og eitt frá Sean de Silva.

Haukarnir bættu svo við fjórða markinu stundarfjórðungi fyrir leikslok er Kristófer innsiglaði þrennuna. Lokatölur 4-0.

Haukar eru því komnir upp fyrir Aftureldingu og sitja nú í 9. sætinu með 19 stig. Njarðvík er á botninum með fimm stig en á milli liðanna eru Magni með 16 stig og Afturelding með 19.

Bæði Magni og Afturelding eiga þó leik til góða um helgina.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×