Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2019 19:30 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. Þá sé spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu íslenskra stjórnmála en Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til tveggja funda í Valhöll í dag. Á þeim fyrri var farið yfir þingmál vetrarins en á hinum síðari sem hófst klukkan fimm tilkynnti Bjarni Benediktsson formaður flokksins hver tæki við dómsmálaráðuneytinu. „Já, ég gerði tillögu hér í þingflokknum um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir yrði næsti dómsmálaráðherra og það var afgreitt og samþykkt.”Hvers vegna hún?„Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,” sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Þá væri spennandi að hleypa ungu fólki að í fremstu línu stjórnmálanna. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tók við embætti dómsmálaráðherra til bráðabirgða þegar Sigríður Andersen sagði af sér um miðjan mars vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan hennar á dómurum í Landsrétt. Margir vonarbiðlar voru um ráðherraembættið, þeirra á meðal Birgir Ármannsson þingflokksformaður. „Það var erfitt að velja á milli þeirra sem komu til greina. Birgir Ármannsson var sannarlega einn þeirra sem kom til greina. Brynjar Níelsson augljóslega og svo framvegis. Ég ætla ekki að fara að nefna hér einhvern tæmandi lista,” segir Bjarni. Sigríður Andersen væri frábær stjórnmálamaður sem nyti fulls traust formannsins. „Þetta er bara niðurstaða í þessu tiltekna máli um að hún komi ekki aftur í dómsmálaráðuneytið, að minnsta kosti ekki að sinni,” sagði Bjarni og reiknar með að Sigríður taki að sér trúnaðarstörf í þinginu en hún hefur ekki gegnt nefndarstörfum frá því hún lét af embætti ráðherra. Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti en hún verður 29 ára í nóvember. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hún formanninn hafa upplýst sig um að hún yrði næsti dómsmálaráðherra rétt fyrir þingflokksfundinn klukkan fimm. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,” sagði Áslaug Arna sem verður kominn heim frá Finnlandi í tæka tíð á morgun til að sækja ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan fjögur. Alþingi Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. Þá sé spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu íslenskra stjórnmála en Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til tveggja funda í Valhöll í dag. Á þeim fyrri var farið yfir þingmál vetrarins en á hinum síðari sem hófst klukkan fimm tilkynnti Bjarni Benediktsson formaður flokksins hver tæki við dómsmálaráðuneytinu. „Já, ég gerði tillögu hér í þingflokknum um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir yrði næsti dómsmálaráðherra og það var afgreitt og samþykkt.”Hvers vegna hún?„Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,” sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Þá væri spennandi að hleypa ungu fólki að í fremstu línu stjórnmálanna. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tók við embætti dómsmálaráðherra til bráðabirgða þegar Sigríður Andersen sagði af sér um miðjan mars vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan hennar á dómurum í Landsrétt. Margir vonarbiðlar voru um ráðherraembættið, þeirra á meðal Birgir Ármannsson þingflokksformaður. „Það var erfitt að velja á milli þeirra sem komu til greina. Birgir Ármannsson var sannarlega einn þeirra sem kom til greina. Brynjar Níelsson augljóslega og svo framvegis. Ég ætla ekki að fara að nefna hér einhvern tæmandi lista,” segir Bjarni. Sigríður Andersen væri frábær stjórnmálamaður sem nyti fulls traust formannsins. „Þetta er bara niðurstaða í þessu tiltekna máli um að hún komi ekki aftur í dómsmálaráðuneytið, að minnsta kosti ekki að sinni,” sagði Bjarni og reiknar með að Sigríður taki að sér trúnaðarstörf í þinginu en hún hefur ekki gegnt nefndarstörfum frá því hún lét af embætti ráðherra. Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti en hún verður 29 ára í nóvember. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hún formanninn hafa upplýst sig um að hún yrði næsti dómsmálaráðherra rétt fyrir þingflokksfundinn klukkan fimm. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,” sagði Áslaug Arna sem verður kominn heim frá Finnlandi í tæka tíð á morgun til að sækja ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan fjögur.
Alþingi Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent