Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2019 20:36 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna í húsi Landhelgisgæslunnar í Keflavík í kvöld. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi loftslagsvána sem steðjar að norðurslóðum og uppbyggingu Bandaríkahers í Keflavík við Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna í kvöld. Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. Fréttastofa ræddi við forsætisráðherra að loknum fundi hennar og Pence í Keflavík í kvöld. Katrín sagði fundinn hafa verið stuttan en að margt hafi þó verið rætt, einkum málefni norðurslóða. Hún ítrekaði jafnframt að Ísland hefði ekki hafnað þátttöku í Belti og braut, líkt og Pence hélt fram er hann ræddi við fjölmiðla fyrir utan Höfða í dag. „Það er það nú ekki svo heldur er það þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að taka þátt í Belti og braut.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í sama streng fyrr í kvöld. Þá kvaðst Katrín hafa náð að ræða loftslagsmál við varaforsetann, sem er efasemdarmaður í málaflokknum. Hann er ekki þeirrar skoðunar að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og nú síðast í júní vildi hann til að mynda ekki svara því hvort hann telji hamfarahlýnun ógn við Bandaríkin. „Ég lýsti þeirri eindregnu skoðun minni að stærsta hættan sem vofir yfir norðurslóðum sé loftslagsváin en ekki endilega hernaðarlegs eðlis og það sé mjög mikilvægt að halda áfram virku samtali allra þjóða sem hér búa í kringum þetta norðurskaut til að viðhalda friði á svæðinu,“ sagði Katrín.Vissulega ósammála um ýmis mál Hitt „stóra umræðuefnið“, að sögn Katrínar, var uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík. Innt eftir því hvort Bandaríkjamenn vilji meiri viðveru í Keflavík sagði hún að ekkert hefði verið rætt í þeim efnum sem ekki hefur áður komið fram. „Það sem kom fram er að það er í raun ekkert meira fyrirhugað en það sem þegar hefur verið ákveðið. Það er þegar búið að ákveða að stækka hér flugskýli og fara í framkvæmdir til þess að hingað geti komið og farið flugsveitir kafbátaleitarflugvéla. Það var ekkert annað rætt í þeim efnum á okkar fundi.“ Þá hafi verið áréttað á fundinum að samskipti Íslands og Bandaríkjanna væru afar góð. Vissulega séu þau Katrín og Pence ósammála um ýmis mál og það hafi verið rætt á fundi þeirra. Þá sagði Katrín að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um að kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei hætti starfsemi hér á landi, líkt og Pence hvatti til í dag. „Við erum með þetta fyrirtæki starfandi hér og það hefur engin ákvörðun verið tekin um annað,“ sagði Katrín. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við forsætisráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Búrkína Fasó Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ólíkar skoðanir á þungunarrofi Mike Pence er langt frá því að vera sammála íslenskum stjórnvöldum um þungunarrof. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi loftslagsvána sem steðjar að norðurslóðum og uppbyggingu Bandaríkahers í Keflavík við Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna í kvöld. Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. Fréttastofa ræddi við forsætisráðherra að loknum fundi hennar og Pence í Keflavík í kvöld. Katrín sagði fundinn hafa verið stuttan en að margt hafi þó verið rætt, einkum málefni norðurslóða. Hún ítrekaði jafnframt að Ísland hefði ekki hafnað þátttöku í Belti og braut, líkt og Pence hélt fram er hann ræddi við fjölmiðla fyrir utan Höfða í dag. „Það er það nú ekki svo heldur er það þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að taka þátt í Belti og braut.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í sama streng fyrr í kvöld. Þá kvaðst Katrín hafa náð að ræða loftslagsmál við varaforsetann, sem er efasemdarmaður í málaflokknum. Hann er ekki þeirrar skoðunar að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og nú síðast í júní vildi hann til að mynda ekki svara því hvort hann telji hamfarahlýnun ógn við Bandaríkin. „Ég lýsti þeirri eindregnu skoðun minni að stærsta hættan sem vofir yfir norðurslóðum sé loftslagsváin en ekki endilega hernaðarlegs eðlis og það sé mjög mikilvægt að halda áfram virku samtali allra þjóða sem hér búa í kringum þetta norðurskaut til að viðhalda friði á svæðinu,“ sagði Katrín.Vissulega ósammála um ýmis mál Hitt „stóra umræðuefnið“, að sögn Katrínar, var uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík. Innt eftir því hvort Bandaríkjamenn vilji meiri viðveru í Keflavík sagði hún að ekkert hefði verið rætt í þeim efnum sem ekki hefur áður komið fram. „Það sem kom fram er að það er í raun ekkert meira fyrirhugað en það sem þegar hefur verið ákveðið. Það er þegar búið að ákveða að stækka hér flugskýli og fara í framkvæmdir til þess að hingað geti komið og farið flugsveitir kafbátaleitarflugvéla. Það var ekkert annað rætt í þeim efnum á okkar fundi.“ Þá hafi verið áréttað á fundinum að samskipti Íslands og Bandaríkjanna væru afar góð. Vissulega séu þau Katrín og Pence ósammála um ýmis mál og það hafi verið rætt á fundi þeirra. Þá sagði Katrín að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um að kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei hætti starfsemi hér á landi, líkt og Pence hvatti til í dag. „Við erum með þetta fyrirtæki starfandi hér og það hefur engin ákvörðun verið tekin um annað,“ sagði Katrín. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við forsætisráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Búrkína Fasó Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ólíkar skoðanir á þungunarrofi Mike Pence er langt frá því að vera sammála íslenskum stjórnvöldum um þungunarrof. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45
Ólíkar skoðanir á þungunarrofi Mike Pence er langt frá því að vera sammála íslenskum stjórnvöldum um þungunarrof. 4. september 2019 20:00