Málverkið af Bjarna ekki í fundarherberginu fræga Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2019 15:30 Fundarherbergið fræga í Höfða í dag. Stólarnir og borðið eru enn á sínum stað en búið að fjarlægja myndina af Bjarna af veggnum. Í staðinn er málverk eftir Ásgrím Jónsson. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Mike Pence fær ekki að sjá málverkið af Bjarna Benedikssyni í fundarherberginu fræga í Höfða, þegar hann skoðar í dag vettvang leiðtogafundarins árið 1986. Sérstök skoðunarferð varaforseta Bandaríkjanna um húsið er á dagskrá kl. 15.35 að loknum fundi um viðskiptamál. Reagan og Gorbatsjof í fundarherbeginu í Höfða á opinberri ljósmynd af leiðtogafundinum 1986. Málverkið af Bjarna Benediktssyni hefur síðan verið tilefni sérkennilegrar togstreitu.Mynd/Hvíta húsið. Eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði boðið Pence velkominn í móttökusal Höfða, og þeir sest í sömu sætin þar sem formleg mynd var tekin af þeim Reagan og Gorbatsjof, brá kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, Sigurjón Ólason, sér rétt sem snöggvast inn í fundarherbergið við hliðina til að athuga hvað væri á veggnum. Málverkið af Bjarna Benediktssyni. Það málaði Svala Þórisdóttir Salman árið 1971. Nei, málverkið af Bjarna var ekki þar og hvergi sjáanlegt í Höfða. Það er haft í geymslu hjá Listasafni Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum Ólafar Kristínar Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafnsins. Þess í stað er núna á veggnum olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson „Tjörnin séð úr Þingholtunum“, en Ólöf Kristín segir reglulega skipt um málverk í Höfða. Í þessu herbergi sátu leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna tveir á einkafundi fyrir 33 árum, ásamt túlkum sínum og riturum, og lögðu grunninn að endalokum kalda stríðsins og mestu kjarnorkuafvopnun sögunnar, - undir haukfránum augum Bjarna. Margir biðu því spenntir að sjá hvort myndin af Bjarna fengi að vera þar í dag. Málverk Ásgríms Jónssonar, Tjörnin séð úr Þingholtunum, er núna á veggnum. Í frétt Vísis fyrr í dag var rakið hvernig málverkið af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, sem er svo áberandi á sögulegum ljósmyndum frá fundi þeirra Reagans og Gorbatsjofs í Höfða árið 1986, hefur síðan verið tilefni furðulegrar togstreitu innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Það virðist nefnilega sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum í Höfða eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. Þannig hvarf myndin úr Höfða árið 1994 þegar R-listinn náði meirihlutanum í borginni undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda árið 2006 var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur með sérstakri viðhöfn. Það hvarf svo aftur af veggnum næst þegar vinstri menn náðu meirihlutanum í borgarstjórn. Í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum kom málverkið af Bjarna við sögu: Borgarstjórn Heimsókn Mike Pence Sjálfstæðisflokkurinn Leiðtogafundurinn í Höfða Reykjavík Tengdar fréttir Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09 Verður málverkið af Bjarna uppi á veggnum í Höfða? Það virðist sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. 4. september 2019 12:12 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Mike Pence fær ekki að sjá málverkið af Bjarna Benedikssyni í fundarherberginu fræga í Höfða, þegar hann skoðar í dag vettvang leiðtogafundarins árið 1986. Sérstök skoðunarferð varaforseta Bandaríkjanna um húsið er á dagskrá kl. 15.35 að loknum fundi um viðskiptamál. Reagan og Gorbatsjof í fundarherbeginu í Höfða á opinberri ljósmynd af leiðtogafundinum 1986. Málverkið af Bjarna Benediktssyni hefur síðan verið tilefni sérkennilegrar togstreitu.Mynd/Hvíta húsið. Eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði boðið Pence velkominn í móttökusal Höfða, og þeir sest í sömu sætin þar sem formleg mynd var tekin af þeim Reagan og Gorbatsjof, brá kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, Sigurjón Ólason, sér rétt sem snöggvast inn í fundarherbergið við hliðina til að athuga hvað væri á veggnum. Málverkið af Bjarna Benediktssyni. Það málaði Svala Þórisdóttir Salman árið 1971. Nei, málverkið af Bjarna var ekki þar og hvergi sjáanlegt í Höfða. Það er haft í geymslu hjá Listasafni Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum Ólafar Kristínar Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafnsins. Þess í stað er núna á veggnum olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson „Tjörnin séð úr Þingholtunum“, en Ólöf Kristín segir reglulega skipt um málverk í Höfða. Í þessu herbergi sátu leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna tveir á einkafundi fyrir 33 árum, ásamt túlkum sínum og riturum, og lögðu grunninn að endalokum kalda stríðsins og mestu kjarnorkuafvopnun sögunnar, - undir haukfránum augum Bjarna. Margir biðu því spenntir að sjá hvort myndin af Bjarna fengi að vera þar í dag. Málverk Ásgríms Jónssonar, Tjörnin séð úr Þingholtunum, er núna á veggnum. Í frétt Vísis fyrr í dag var rakið hvernig málverkið af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, sem er svo áberandi á sögulegum ljósmyndum frá fundi þeirra Reagans og Gorbatsjofs í Höfða árið 1986, hefur síðan verið tilefni furðulegrar togstreitu innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Það virðist nefnilega sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum í Höfða eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. Þannig hvarf myndin úr Höfða árið 1994 þegar R-listinn náði meirihlutanum í borginni undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda árið 2006 var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur með sérstakri viðhöfn. Það hvarf svo aftur af veggnum næst þegar vinstri menn náðu meirihlutanum í borgarstjórn. Í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum kom málverkið af Bjarna við sögu:
Borgarstjórn Heimsókn Mike Pence Sjálfstæðisflokkurinn Leiðtogafundurinn í Höfða Reykjavík Tengdar fréttir Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09 Verður málverkið af Bjarna uppi á veggnum í Höfða? Það virðist sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. 4. september 2019 12:12 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09
Verður málverkið af Bjarna uppi á veggnum í Höfða? Það virðist sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. 4. september 2019 12:12