Aðstæður á Bahamaeyjum erfiðar fyrir björgunarteymi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 3. september 2019 23:21 Notast hefur verið við sæþotur til að koma fólki í öruggt skjól. ap/Ramon Espinosa Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. Þúsundir heimila séu annað hvort alvarlega skemmd eða í rústum, sjúkrahús séu í heljargreipum og fólk sé fast uppi á háaloftum húsa. Fellibylurinn Dorian hélt áfram að valda tjóni á Bahamaeyjum í dag og í morgun þó styrkur hans hafi minnkað til muna og telst nú þriðja stigs fellibylur. Ríkisstjóri Georgíu-ríkis Bandaríkjanna hefur fyrirskipað allsherjar rýmingu strandlengjunnar og í nágrannaríkjunum hefur fólk verið að undirbúa sig fyrir storminn. Bahamaeyjar eru á floti, íbúar sitja víða fastir vegna flóða, fjöldi er særður og í það minnsta fimm eru látin vegna þriðja stigs fellibylsins Dorian sem hékk enn yfir eyjunum í morgun.Sjálfboðaliði leitar eiganda hunds sem hann bjargaði.ap/Ramon EspinosaSamkvæmt bandarísku fellibyljamiðstöðinni NHC er búist við því að Dorian gangi ekki á land í Flórída, eins og áður hafði verið óttast um. Stormurinn á hins vegar að þokast með fram strandlengjunni í kvöld og vera kominn upp að Georgíu undir morgun. Þaðan heldur Dorian áfram til Suður- og Norður-Karólínu þar sem íbúar hafa verið í óða önn að undirbúa sig. „Hér ríkir alger sundrung. Ástandið er svo slæmt að það minnir helst á heimsenda. Það lítur út eins og hér hafi sprungið sprengja,“ sagði Lia Head-Rigby, sjálfboðaliði í samtökum sem sjá um björgunaraðgerðir eftir fellibylji. Lia flaug yfir eyjuna Abaco sem er ein verst leikna eyjan. „Við getum ekki reist á ný það sem var þarna áður. Við þurfum að byrja frá grunni.“ Hún segir samstarfsmann sinn á Abaco hafa sagt sér að „margir fleiri væru látnir“ og að verið væri að safna líkunum saman.Björgunarstarf hefur gengið hægt þar sem aðstæður eru enn of slæmar fyrir björgunarteymi en vindurinn nær enn um 60 m/s. Í gær náði hann hátt í 90 m/s. Enn rignir mikið á eyjunum og þarf fólk víða að vaða vatn upp að öxlum til að komast ferða sinna. „Við upplifum nú sögulegan harmleik víða á Norður-Bahamaeyjum. Við einbeitum okkur nú að leit, björgun og endurheimt,“ sagði Hubert Minnis, forsætisráðherra Bahamaeyja, fyrr í dag. Seint á þriðjudagskvöld fóru björgunarteymi að koma fólki í öruggt skjól á Grand Bahama með aðstoð sæþota, báta og jafnvel risavaxinna jarðýta, sem ferjuðu börn og fullorðna í skóflunni. Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Dorian orðinn fjórða stigs fellibylur Fellibylurinn Dorian, sem stefnir á Bahamaeyjar og Flórída næsta sólarhringinn er orðinn fjórða stigs fellibylur og því metinn gríðarlega hættulegur. 31. ágúst 2019 09:04 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. Þúsundir heimila séu annað hvort alvarlega skemmd eða í rústum, sjúkrahús séu í heljargreipum og fólk sé fast uppi á háaloftum húsa. Fellibylurinn Dorian hélt áfram að valda tjóni á Bahamaeyjum í dag og í morgun þó styrkur hans hafi minnkað til muna og telst nú þriðja stigs fellibylur. Ríkisstjóri Georgíu-ríkis Bandaríkjanna hefur fyrirskipað allsherjar rýmingu strandlengjunnar og í nágrannaríkjunum hefur fólk verið að undirbúa sig fyrir storminn. Bahamaeyjar eru á floti, íbúar sitja víða fastir vegna flóða, fjöldi er særður og í það minnsta fimm eru látin vegna þriðja stigs fellibylsins Dorian sem hékk enn yfir eyjunum í morgun.Sjálfboðaliði leitar eiganda hunds sem hann bjargaði.ap/Ramon EspinosaSamkvæmt bandarísku fellibyljamiðstöðinni NHC er búist við því að Dorian gangi ekki á land í Flórída, eins og áður hafði verið óttast um. Stormurinn á hins vegar að þokast með fram strandlengjunni í kvöld og vera kominn upp að Georgíu undir morgun. Þaðan heldur Dorian áfram til Suður- og Norður-Karólínu þar sem íbúar hafa verið í óða önn að undirbúa sig. „Hér ríkir alger sundrung. Ástandið er svo slæmt að það minnir helst á heimsenda. Það lítur út eins og hér hafi sprungið sprengja,“ sagði Lia Head-Rigby, sjálfboðaliði í samtökum sem sjá um björgunaraðgerðir eftir fellibylji. Lia flaug yfir eyjuna Abaco sem er ein verst leikna eyjan. „Við getum ekki reist á ný það sem var þarna áður. Við þurfum að byrja frá grunni.“ Hún segir samstarfsmann sinn á Abaco hafa sagt sér að „margir fleiri væru látnir“ og að verið væri að safna líkunum saman.Björgunarstarf hefur gengið hægt þar sem aðstæður eru enn of slæmar fyrir björgunarteymi en vindurinn nær enn um 60 m/s. Í gær náði hann hátt í 90 m/s. Enn rignir mikið á eyjunum og þarf fólk víða að vaða vatn upp að öxlum til að komast ferða sinna. „Við upplifum nú sögulegan harmleik víða á Norður-Bahamaeyjum. Við einbeitum okkur nú að leit, björgun og endurheimt,“ sagði Hubert Minnis, forsætisráðherra Bahamaeyja, fyrr í dag. Seint á þriðjudagskvöld fóru björgunarteymi að koma fólki í öruggt skjól á Grand Bahama með aðstoð sæþota, báta og jafnvel risavaxinna jarðýta, sem ferjuðu börn og fullorðna í skóflunni.
Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Dorian orðinn fjórða stigs fellibylur Fellibylurinn Dorian, sem stefnir á Bahamaeyjar og Flórída næsta sólarhringinn er orðinn fjórða stigs fellibylur og því metinn gríðarlega hættulegur. 31. ágúst 2019 09:04 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15
Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23
Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18
Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00
Dorian orðinn fjórða stigs fellibylur Fellibylurinn Dorian, sem stefnir á Bahamaeyjar og Flórída næsta sólarhringinn er orðinn fjórða stigs fellibylur og því metinn gríðarlega hættulegur. 31. ágúst 2019 09:04