Innlent

Forsetinn fundar með Pence varaforseta

Kjartan Kjartansson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Fréttablaðið/Eyþór
Guðni Th. Jóhannesson, forseti, fundar með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar sá síðarnefndi heimsækir Íslands á morgun. Fundur þeirra fer fram klukkan 14:00. Búist er við miklum umferðartöfum fyrir bílaumferð í höfuðborgini vegna heimsóknar Pence.

Samkvæmt heimildum Vísis funda þeir Guðni og Pence í Höfða á morgun. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, vildi ekki staðfesta það við Vísi, aðeins að fundurinn yrði klukkan 14:00. Hann vildi heldur ekki greina frá því hvort að eiginkonur þeirra eða aðrir yrðu viðstaddir fundinn.

Í opinberri dagskrá Pence kemur fram að hann og eiginkona hans Karen ætli að drekka kaffi með Guðna og Elizu Reid forsetafrú í Höfða.

Auk Guðna ætlar Pence að hitta Katrínu Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á meðan hann dvelur á landinu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að lokað verði fyrir alla umferð um hluta Sæbrautar, á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar, frá hádegi þar til síðdegis vegna heimsóknar Pence. Þá megi búast við tímabundnum töfum annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Hluta Borgartúns verður einnig lokað fyrir allri umferð.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Starfs­lið Pence leigir sex­tíu leigu­bíla

Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×