Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2019 19:48 Pence (t.v.) og eiginkona hans Karen hittu Michael Higgins forseta Írlands og eiginkonu hans Sabinu, í Dyflinni í dag. AP/Liam McBurney Ákvörðun Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um að leggja lykkju á leið sína til að gista í hóteli Donalds Trump forseta á Írlandi sætir harðri gagnrýni. Varaforsetinn er sakaður um að taka þátt í að hjálpa Trump forseta að auðgast á aðstöðu sinni. Pence er nú í heimsókn á Írlandi þar sem hann hefur meðal annars hitt Michael D. Higgins, forseta, og Leo Varadkar, forsætisráðherra, í höfuðborginni Dyflinni. Varaforsetinn gisti þó ekki þar heldur flaug hann tæplega 240 kílómetra vestur til þorpsins Doonbeg þar sem svo vill til að Trump forseti á golfvöll og hótel. Þar gisti varaforsetinn ásamt fylgdarliði sínu og öryggissveit tvær nætur. Bæði demókratar og samtök um vandaða stjórnsýslu hafa gagnrýnt að varaforsetinn taki á sig krók til að gista á hóteli forsetans. Saka þeir hann um að fóðra vasa Trump. Pence, sem er ættaður frá Doonbeg, segir það hins vegar hafa legið beint við að gista á Trump-hótelinu. „Ég skil pólitískar árásir demókrata en ef þú hefur tækifæri til að heimsækja Doonbeg kemstu að því að það er frekar lítill staður og tækifærið til að gista á Trump-hótelinu í Doonbeg, að koma þar fyrir einstöku fótspori sem fylgir öryggissveitinni okkar og öðru starfsliði, gerði það rökrétt,“ sagði Pence í dag á blaðamannafundi, að sögn Washington Post. Fullyrti Pence að utanríkisráðuneytið hefði gefið vilyrði fyrir því að föruneyti hans gisti á Trump-hótelinu. Þegar Marc Short, starfsmannastjóri Pence, var spurður að því hvort að Trump forseti hefði beðið Pence um að gista á hótelinu hans í Doonbeg svaraði Short því að það hefði verið „uppástunga“ en ekki bein skipun. „Þetta var ekki „þú verður“. Þetta var ekki „þú mátt til“,“ sagði Short um uppástungu Trump til Pence um Doonbeg.Both Trump and Pence are at Trump properties at this moment on Labor Day. Trump is at his golf course in VA while Pence is staying at a Trump golf course in Ireland, per pool. (CNN photo below) pic.twitter.com/QDcCAcWXmf— Jim Acosta (@Acosta) September 2, 2019 Eyddi helginni í eigin golfklúbbi Upphaflega ætlaði að Pence að gista eina nótt í Doonbeg í lok Evrópureisu sinnar. Trump forseti hætti hins vegar við opinbera heimsókn til Póllands til að minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá innrás nasista og sendi Pence í staðinn. Ástæðan var sögð sú að Trump vildi vera í Bandaríkjunum vegna fellibyljarins Dorian sem stefndi að austurströndinni. Forsetinn eyddi hins vegar helginni í eigin golfklúbbi í Virginíu þar sem hann spilaði golf. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump og ríkisstjórn hans hefur verið sökuð um að beina fjármunum bandarískra skattgreiðenda til fyrirtækja í eigu forsetans. Trump hefur ítrekað dvalið á hótelum og klúbbum sem hann á sjálfur, bæði í Bandaríkjunum og á ferðalögum erlendis, með fylgdarliði og öryggissveit. Nú nýlega sagðist hann ætla að halda fund G7-ríkjanna á næsta ári í Doral-golfklúbbi sínum á Flórída. Ólíkt fyrri forsetanum hefur Trump ekki rofið öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn á rekstri fyrirtækjanna sem synir hans reka að nafninu til. Þá hefur hann neitað að gera skattskýrslur sínar opinberar og því hefur reynst erfitt að fá upplýsingar um hvort og þá hvernig forsetinn hefur nýtt sér embætti sinn til að hagnast persónulega á því. Bandaríkin Donald Trump Heimsókn Mike Pence Írland Tengdar fréttir Aflýsir Póllandsferð vegna fellibyljarins Dorian Bandaríkjaforseti segir að það sé afar mikilvægt að hann verði eftir heima til að geta fylgst með þróun mála um helgina. 29. ágúst 2019 21:41 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Ákvörðun Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um að leggja lykkju á leið sína til að gista í hóteli Donalds Trump forseta á Írlandi sætir harðri gagnrýni. Varaforsetinn er sakaður um að taka þátt í að hjálpa Trump forseta að auðgast á aðstöðu sinni. Pence er nú í heimsókn á Írlandi þar sem hann hefur meðal annars hitt Michael D. Higgins, forseta, og Leo Varadkar, forsætisráðherra, í höfuðborginni Dyflinni. Varaforsetinn gisti þó ekki þar heldur flaug hann tæplega 240 kílómetra vestur til þorpsins Doonbeg þar sem svo vill til að Trump forseti á golfvöll og hótel. Þar gisti varaforsetinn ásamt fylgdarliði sínu og öryggissveit tvær nætur. Bæði demókratar og samtök um vandaða stjórnsýslu hafa gagnrýnt að varaforsetinn taki á sig krók til að gista á hóteli forsetans. Saka þeir hann um að fóðra vasa Trump. Pence, sem er ættaður frá Doonbeg, segir það hins vegar hafa legið beint við að gista á Trump-hótelinu. „Ég skil pólitískar árásir demókrata en ef þú hefur tækifæri til að heimsækja Doonbeg kemstu að því að það er frekar lítill staður og tækifærið til að gista á Trump-hótelinu í Doonbeg, að koma þar fyrir einstöku fótspori sem fylgir öryggissveitinni okkar og öðru starfsliði, gerði það rökrétt,“ sagði Pence í dag á blaðamannafundi, að sögn Washington Post. Fullyrti Pence að utanríkisráðuneytið hefði gefið vilyrði fyrir því að föruneyti hans gisti á Trump-hótelinu. Þegar Marc Short, starfsmannastjóri Pence, var spurður að því hvort að Trump forseti hefði beðið Pence um að gista á hótelinu hans í Doonbeg svaraði Short því að það hefði verið „uppástunga“ en ekki bein skipun. „Þetta var ekki „þú verður“. Þetta var ekki „þú mátt til“,“ sagði Short um uppástungu Trump til Pence um Doonbeg.Both Trump and Pence are at Trump properties at this moment on Labor Day. Trump is at his golf course in VA while Pence is staying at a Trump golf course in Ireland, per pool. (CNN photo below) pic.twitter.com/QDcCAcWXmf— Jim Acosta (@Acosta) September 2, 2019 Eyddi helginni í eigin golfklúbbi Upphaflega ætlaði að Pence að gista eina nótt í Doonbeg í lok Evrópureisu sinnar. Trump forseti hætti hins vegar við opinbera heimsókn til Póllands til að minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá innrás nasista og sendi Pence í staðinn. Ástæðan var sögð sú að Trump vildi vera í Bandaríkjunum vegna fellibyljarins Dorian sem stefndi að austurströndinni. Forsetinn eyddi hins vegar helginni í eigin golfklúbbi í Virginíu þar sem hann spilaði golf. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump og ríkisstjórn hans hefur verið sökuð um að beina fjármunum bandarískra skattgreiðenda til fyrirtækja í eigu forsetans. Trump hefur ítrekað dvalið á hótelum og klúbbum sem hann á sjálfur, bæði í Bandaríkjunum og á ferðalögum erlendis, með fylgdarliði og öryggissveit. Nú nýlega sagðist hann ætla að halda fund G7-ríkjanna á næsta ári í Doral-golfklúbbi sínum á Flórída. Ólíkt fyrri forsetanum hefur Trump ekki rofið öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn á rekstri fyrirtækjanna sem synir hans reka að nafninu til. Þá hefur hann neitað að gera skattskýrslur sínar opinberar og því hefur reynst erfitt að fá upplýsingar um hvort og þá hvernig forsetinn hefur nýtt sér embætti sinn til að hagnast persónulega á því.
Bandaríkin Donald Trump Heimsókn Mike Pence Írland Tengdar fréttir Aflýsir Póllandsferð vegna fellibyljarins Dorian Bandaríkjaforseti segir að það sé afar mikilvægt að hann verði eftir heima til að geta fylgst með þróun mála um helgina. 29. ágúst 2019 21:41 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Aflýsir Póllandsferð vegna fellibyljarins Dorian Bandaríkjaforseti segir að það sé afar mikilvægt að hann verði eftir heima til að geta fylgst með þróun mála um helgina. 29. ágúst 2019 21:41