Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2019 19:48 Pence (t.v.) og eiginkona hans Karen hittu Michael Higgins forseta Írlands og eiginkonu hans Sabinu, í Dyflinni í dag. AP/Liam McBurney Ákvörðun Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um að leggja lykkju á leið sína til að gista í hóteli Donalds Trump forseta á Írlandi sætir harðri gagnrýni. Varaforsetinn er sakaður um að taka þátt í að hjálpa Trump forseta að auðgast á aðstöðu sinni. Pence er nú í heimsókn á Írlandi þar sem hann hefur meðal annars hitt Michael D. Higgins, forseta, og Leo Varadkar, forsætisráðherra, í höfuðborginni Dyflinni. Varaforsetinn gisti þó ekki þar heldur flaug hann tæplega 240 kílómetra vestur til þorpsins Doonbeg þar sem svo vill til að Trump forseti á golfvöll og hótel. Þar gisti varaforsetinn ásamt fylgdarliði sínu og öryggissveit tvær nætur. Bæði demókratar og samtök um vandaða stjórnsýslu hafa gagnrýnt að varaforsetinn taki á sig krók til að gista á hóteli forsetans. Saka þeir hann um að fóðra vasa Trump. Pence, sem er ættaður frá Doonbeg, segir það hins vegar hafa legið beint við að gista á Trump-hótelinu. „Ég skil pólitískar árásir demókrata en ef þú hefur tækifæri til að heimsækja Doonbeg kemstu að því að það er frekar lítill staður og tækifærið til að gista á Trump-hótelinu í Doonbeg, að koma þar fyrir einstöku fótspori sem fylgir öryggissveitinni okkar og öðru starfsliði, gerði það rökrétt,“ sagði Pence í dag á blaðamannafundi, að sögn Washington Post. Fullyrti Pence að utanríkisráðuneytið hefði gefið vilyrði fyrir því að föruneyti hans gisti á Trump-hótelinu. Þegar Marc Short, starfsmannastjóri Pence, var spurður að því hvort að Trump forseti hefði beðið Pence um að gista á hótelinu hans í Doonbeg svaraði Short því að það hefði verið „uppástunga“ en ekki bein skipun. „Þetta var ekki „þú verður“. Þetta var ekki „þú mátt til“,“ sagði Short um uppástungu Trump til Pence um Doonbeg.Both Trump and Pence are at Trump properties at this moment on Labor Day. Trump is at his golf course in VA while Pence is staying at a Trump golf course in Ireland, per pool. (CNN photo below) pic.twitter.com/QDcCAcWXmf— Jim Acosta (@Acosta) September 2, 2019 Eyddi helginni í eigin golfklúbbi Upphaflega ætlaði að Pence að gista eina nótt í Doonbeg í lok Evrópureisu sinnar. Trump forseti hætti hins vegar við opinbera heimsókn til Póllands til að minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá innrás nasista og sendi Pence í staðinn. Ástæðan var sögð sú að Trump vildi vera í Bandaríkjunum vegna fellibyljarins Dorian sem stefndi að austurströndinni. Forsetinn eyddi hins vegar helginni í eigin golfklúbbi í Virginíu þar sem hann spilaði golf. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump og ríkisstjórn hans hefur verið sökuð um að beina fjármunum bandarískra skattgreiðenda til fyrirtækja í eigu forsetans. Trump hefur ítrekað dvalið á hótelum og klúbbum sem hann á sjálfur, bæði í Bandaríkjunum og á ferðalögum erlendis, með fylgdarliði og öryggissveit. Nú nýlega sagðist hann ætla að halda fund G7-ríkjanna á næsta ári í Doral-golfklúbbi sínum á Flórída. Ólíkt fyrri forsetanum hefur Trump ekki rofið öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn á rekstri fyrirtækjanna sem synir hans reka að nafninu til. Þá hefur hann neitað að gera skattskýrslur sínar opinberar og því hefur reynst erfitt að fá upplýsingar um hvort og þá hvernig forsetinn hefur nýtt sér embætti sinn til að hagnast persónulega á því. Bandaríkin Donald Trump Heimsókn Mike Pence Írland Tengdar fréttir Aflýsir Póllandsferð vegna fellibyljarins Dorian Bandaríkjaforseti segir að það sé afar mikilvægt að hann verði eftir heima til að geta fylgst með þróun mála um helgina. 29. ágúst 2019 21:41 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Ákvörðun Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um að leggja lykkju á leið sína til að gista í hóteli Donalds Trump forseta á Írlandi sætir harðri gagnrýni. Varaforsetinn er sakaður um að taka þátt í að hjálpa Trump forseta að auðgast á aðstöðu sinni. Pence er nú í heimsókn á Írlandi þar sem hann hefur meðal annars hitt Michael D. Higgins, forseta, og Leo Varadkar, forsætisráðherra, í höfuðborginni Dyflinni. Varaforsetinn gisti þó ekki þar heldur flaug hann tæplega 240 kílómetra vestur til þorpsins Doonbeg þar sem svo vill til að Trump forseti á golfvöll og hótel. Þar gisti varaforsetinn ásamt fylgdarliði sínu og öryggissveit tvær nætur. Bæði demókratar og samtök um vandaða stjórnsýslu hafa gagnrýnt að varaforsetinn taki á sig krók til að gista á hóteli forsetans. Saka þeir hann um að fóðra vasa Trump. Pence, sem er ættaður frá Doonbeg, segir það hins vegar hafa legið beint við að gista á Trump-hótelinu. „Ég skil pólitískar árásir demókrata en ef þú hefur tækifæri til að heimsækja Doonbeg kemstu að því að það er frekar lítill staður og tækifærið til að gista á Trump-hótelinu í Doonbeg, að koma þar fyrir einstöku fótspori sem fylgir öryggissveitinni okkar og öðru starfsliði, gerði það rökrétt,“ sagði Pence í dag á blaðamannafundi, að sögn Washington Post. Fullyrti Pence að utanríkisráðuneytið hefði gefið vilyrði fyrir því að föruneyti hans gisti á Trump-hótelinu. Þegar Marc Short, starfsmannastjóri Pence, var spurður að því hvort að Trump forseti hefði beðið Pence um að gista á hótelinu hans í Doonbeg svaraði Short því að það hefði verið „uppástunga“ en ekki bein skipun. „Þetta var ekki „þú verður“. Þetta var ekki „þú mátt til“,“ sagði Short um uppástungu Trump til Pence um Doonbeg.Both Trump and Pence are at Trump properties at this moment on Labor Day. Trump is at his golf course in VA while Pence is staying at a Trump golf course in Ireland, per pool. (CNN photo below) pic.twitter.com/QDcCAcWXmf— Jim Acosta (@Acosta) September 2, 2019 Eyddi helginni í eigin golfklúbbi Upphaflega ætlaði að Pence að gista eina nótt í Doonbeg í lok Evrópureisu sinnar. Trump forseti hætti hins vegar við opinbera heimsókn til Póllands til að minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá innrás nasista og sendi Pence í staðinn. Ástæðan var sögð sú að Trump vildi vera í Bandaríkjunum vegna fellibyljarins Dorian sem stefndi að austurströndinni. Forsetinn eyddi hins vegar helginni í eigin golfklúbbi í Virginíu þar sem hann spilaði golf. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump og ríkisstjórn hans hefur verið sökuð um að beina fjármunum bandarískra skattgreiðenda til fyrirtækja í eigu forsetans. Trump hefur ítrekað dvalið á hótelum og klúbbum sem hann á sjálfur, bæði í Bandaríkjunum og á ferðalögum erlendis, með fylgdarliði og öryggissveit. Nú nýlega sagðist hann ætla að halda fund G7-ríkjanna á næsta ári í Doral-golfklúbbi sínum á Flórída. Ólíkt fyrri forsetanum hefur Trump ekki rofið öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn á rekstri fyrirtækjanna sem synir hans reka að nafninu til. Þá hefur hann neitað að gera skattskýrslur sínar opinberar og því hefur reynst erfitt að fá upplýsingar um hvort og þá hvernig forsetinn hefur nýtt sér embætti sinn til að hagnast persónulega á því.
Bandaríkin Donald Trump Heimsókn Mike Pence Írland Tengdar fréttir Aflýsir Póllandsferð vegna fellibyljarins Dorian Bandaríkjaforseti segir að það sé afar mikilvægt að hann verði eftir heima til að geta fylgst með þróun mála um helgina. 29. ágúst 2019 21:41 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Aflýsir Póllandsferð vegna fellibyljarins Dorian Bandaríkjaforseti segir að það sé afar mikilvægt að hann verði eftir heima til að geta fylgst með þróun mála um helgina. 29. ágúst 2019 21:41