Óljóst hvort flokksmenn samþykki nýtt stjórnarsamstarf Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2019 12:37 Guiseppe Conte tók við sem forsætisráðherra Ítalíu sumarið 2018. Getty Ítalska Fimm stjörnu hreyfingin (M5S) heldur í dag stafræna atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna um hvort flokkurinn skuli mynda nýja ríkisstjórn með Lýðræðisflokknum. Leiðtogar flokkanna hafa nú þegar náð saman um stjórnarsáttmála en í lögum Fimm stjörnu hreyfingarinnar er lögð áhersla á beint lýðræði og að það skuli vera undir flokksmönnum komið hvort flokkurinn taki þátt í stjórnarsamstarfi. Stjórnarsáttmálinn er í 26 punktum og var kynntur fyrir hádegi í dag. Þar er meðal annars að finna fyrirheit um aukið fé til velferðarmála, að lágmarkslaunum verði komið á og lækkun skatta. Kannanir benda til að mjótt kunni að vera á munum um hvort meðlimir Fimm stjörnu hreyfingarnnar samþykki stjórnarsamstarf. Þannig bendir könnun SWG til að 51 prósent flokksmanna séu samstarfinu samþykk. Alls eru um 100 þúsund manns með rétt til að greiða atkvæði og ætti niðurstaða að liggja fyrir síðar í dag. Fimm stjörnu hreyfingin og þjóðernisflokkurinn Bandalagið, með innanríkisráðherrann Matteo Salvini í broddi fylkingar, áttu í stjórnarsamstarfi en Bandalagið ákvað í síðasta mánuði að lýsa yfir vantrausti á forsætisráðherranum Guiseppe Conte með það að markmiði að boðað yrði til nýrra kosninga. Fimm stjörnu hreyfingin og Lýðræðisflokkurinn ákváðu hins vegar þá að hefja stjórnarmyndunarviðræður, en verður sú stjórn að veruleika mun Conte áfram gegna embætti forsætisráðherra. Ítalía Tengdar fréttir Tilkynnt um nýja ríkisstjórn á Ítalíu Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar segist hafa í hyggju að skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný. 28. ágúst 2019 18:06 Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Ítalska Fimm stjörnu hreyfingin (M5S) heldur í dag stafræna atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna um hvort flokkurinn skuli mynda nýja ríkisstjórn með Lýðræðisflokknum. Leiðtogar flokkanna hafa nú þegar náð saman um stjórnarsáttmála en í lögum Fimm stjörnu hreyfingarinnar er lögð áhersla á beint lýðræði og að það skuli vera undir flokksmönnum komið hvort flokkurinn taki þátt í stjórnarsamstarfi. Stjórnarsáttmálinn er í 26 punktum og var kynntur fyrir hádegi í dag. Þar er meðal annars að finna fyrirheit um aukið fé til velferðarmála, að lágmarkslaunum verði komið á og lækkun skatta. Kannanir benda til að mjótt kunni að vera á munum um hvort meðlimir Fimm stjörnu hreyfingarnnar samþykki stjórnarsamstarf. Þannig bendir könnun SWG til að 51 prósent flokksmanna séu samstarfinu samþykk. Alls eru um 100 þúsund manns með rétt til að greiða atkvæði og ætti niðurstaða að liggja fyrir síðar í dag. Fimm stjörnu hreyfingin og þjóðernisflokkurinn Bandalagið, með innanríkisráðherrann Matteo Salvini í broddi fylkingar, áttu í stjórnarsamstarfi en Bandalagið ákvað í síðasta mánuði að lýsa yfir vantrausti á forsætisráðherranum Guiseppe Conte með það að markmiði að boðað yrði til nýrra kosninga. Fimm stjörnu hreyfingin og Lýðræðisflokkurinn ákváðu hins vegar þá að hefja stjórnarmyndunarviðræður, en verður sú stjórn að veruleika mun Conte áfram gegna embætti forsætisráðherra.
Ítalía Tengdar fréttir Tilkynnt um nýja ríkisstjórn á Ítalíu Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar segist hafa í hyggju að skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný. 28. ágúst 2019 18:06 Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Tilkynnt um nýja ríkisstjórn á Ítalíu Leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar segist hafa í hyggju að skipa Giouseppe Conte forsætisráðherra á ný. 28. ágúst 2019 18:06
Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. 21. ágúst 2019 08:00