Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2019 08:45 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Fréttablaðið/Anton Brink Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. Stjórn Sorpu samþykkti í gær tillögu framkvæmdastjórans Björns Halldórssonar um breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu sem snúast um aukinn kostnað vegna framkvæmda á svæði Sorpu í Álfsnesi annars vegar og Gufunesi hins vegar. Fjallað var um breytingarnar á Vísi í gær en ákvörðun stjórnar fer hún til borgarstjórnar og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og bæjanna. „Svona lagað á ekki að geta gerst en ég er því miður ekki hissa. Kerfið sem sveitarfélög um allt land hafa komið sér upp, svokölluð byggðasamlög, eru að mínu mati óskiljanlegt fyrirbæri sem klífur ábyrgð og ákvarðanatöku í sundur. Ákvarðanataka og framkvæmd verða að taka mið af hlutverki, ábyrgð og umboði sem er tilfellið hjá Sorpu. Mistök geta gerst en þegar um er að ræða fjárhæðir eins og þessa þarf að staldra við og leita skýringa. Svo er hægt að meta næstu skref,“ segir Þórdís Lóa.Annars vegar er um að ræða 17,7% viðbótarkostnað við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi sem ráðgert er að taka í notkun á næsta ári. Ný áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður við stöðina aukist um 637 milljón krónur.SorpaSkuldastaðan í uppnámi „Það er ljóst að eigendur og útsvarsgreiðendur eiga það skilið að mistök sem þessi séu tekin alvarlega og allra leiða leitað til að tryggja að slíkt geti ekki endurtekið sig.“ Nú fái sveitarfélögin háan bakreikning sem eigi að fjármagna með lántöku og tryggingu sveitarfélaga. „Á sama tíma fjárfestum við í skólum. leikskólum, íþróttamannvirkjum og samgöngum en nú er skuldastaða sveitarfélaganna sett í uppnám og framkvæmdaaðili setur ábyrgðina yfir á sveitarfélögin.“ Ekki sé hægt að leiða þetta hjá sér.Aukinn kostnaður vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi nemur 719 milljónum króna. Gert var ráð fyrir þessum kostnaði í áætlun SORPU fyrir árið 2018 en láðist að færa hann inn í fjárfestingaáætlun ársins 2019.Sorpu„Upphæð af þessari stærðargráðu mun setja langvarandi fótspor á fjármál sveitarfélaganna. Borgarráð mun fá framkvæmdastjóra og stjórnarformann Sorpu á fund í vikunni og krefjast skýringa. Viðreisn hefur frá upphafi sett almannahagsmuni framar sérhagsmunum og það verður haft að leiðarljósi í þessu máli eins og öðrum.“ Viðreisn í Reykjavík leggi ríka áherslu á að lækka skuldir borgarinnar og geri fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar ráð fyrir því ásamt aukinni fjárfestingu í grunnþjónustu. „Til að það sé mögulegt verður að vera hægt að treysta fyrirtækjum til að áætla og vinna sína vinnu vel. Að það sé ekki hægt er hreinlega ólíðandi.“ Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. Stjórn Sorpu samþykkti í gær tillögu framkvæmdastjórans Björns Halldórssonar um breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu sem snúast um aukinn kostnað vegna framkvæmda á svæði Sorpu í Álfsnesi annars vegar og Gufunesi hins vegar. Fjallað var um breytingarnar á Vísi í gær en ákvörðun stjórnar fer hún til borgarstjórnar og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og bæjanna. „Svona lagað á ekki að geta gerst en ég er því miður ekki hissa. Kerfið sem sveitarfélög um allt land hafa komið sér upp, svokölluð byggðasamlög, eru að mínu mati óskiljanlegt fyrirbæri sem klífur ábyrgð og ákvarðanatöku í sundur. Ákvarðanataka og framkvæmd verða að taka mið af hlutverki, ábyrgð og umboði sem er tilfellið hjá Sorpu. Mistök geta gerst en þegar um er að ræða fjárhæðir eins og þessa þarf að staldra við og leita skýringa. Svo er hægt að meta næstu skref,“ segir Þórdís Lóa.Annars vegar er um að ræða 17,7% viðbótarkostnað við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi sem ráðgert er að taka í notkun á næsta ári. Ný áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður við stöðina aukist um 637 milljón krónur.SorpaSkuldastaðan í uppnámi „Það er ljóst að eigendur og útsvarsgreiðendur eiga það skilið að mistök sem þessi séu tekin alvarlega og allra leiða leitað til að tryggja að slíkt geti ekki endurtekið sig.“ Nú fái sveitarfélögin háan bakreikning sem eigi að fjármagna með lántöku og tryggingu sveitarfélaga. „Á sama tíma fjárfestum við í skólum. leikskólum, íþróttamannvirkjum og samgöngum en nú er skuldastaða sveitarfélaganna sett í uppnám og framkvæmdaaðili setur ábyrgðina yfir á sveitarfélögin.“ Ekki sé hægt að leiða þetta hjá sér.Aukinn kostnaður vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi nemur 719 milljónum króna. Gert var ráð fyrir þessum kostnaði í áætlun SORPU fyrir árið 2018 en láðist að færa hann inn í fjárfestingaáætlun ársins 2019.Sorpu„Upphæð af þessari stærðargráðu mun setja langvarandi fótspor á fjármál sveitarfélaganna. Borgarráð mun fá framkvæmdastjóra og stjórnarformann Sorpu á fund í vikunni og krefjast skýringa. Viðreisn hefur frá upphafi sett almannahagsmuni framar sérhagsmunum og það verður haft að leiðarljósi í þessu máli eins og öðrum.“ Viðreisn í Reykjavík leggi ríka áherslu á að lækka skuldir borgarinnar og geri fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar ráð fyrir því ásamt aukinni fjárfestingu í grunnþjónustu. „Til að það sé mögulegt verður að vera hægt að treysta fyrirtækjum til að áætla og vinna sína vinnu vel. Að það sé ekki hægt er hreinlega ólíðandi.“
Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira