Íslenski boltinn

HK lánar sextán ára framherja til Bologna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ari Sigurpálsson.
Ari Sigurpálsson. mynd/hk
HK tilkynnti í kvöld að félagið hafi lánað hinn unga og efnilega framherja, Ara Sigurpálsson, til ítalska úrvalsdeildarfélagsins Bologna.

Lánssamningurinn gildir til næsta vors en ítalska félagið á forkaupsrétt á Ara sem mun spila með U17 ára liði félagsins.

Fleiri lið hafa óskað eftir kröftum Ara að undanförnu en hann verður samherji Andri Fannar Baldursson sem kemur frá grönnum HK í Kópavogi, Breiðabliki.

Ari hefur leikið tvö leiki í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann hefur komið inn á sem varamaður í báðum leikjunum.

Hann varð þar með yngsti leikmaður í sögu HK til að leika í efstu deild en ellefu leiki hefur hann leikið fyrir yngri landslið Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×