Fordæmalaust hamfaraveður Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2019 19:15 Fellibylurinn Dorian hefur gert mikinn usla á Bahamaeyjum AP/Gerald Herbert Átta ára gamall drengur drukknaði þegar fellibylurinn Dorian gekk yfir Bahamaeyjar í nótt. Gríðarleg eyðilegging blasir við og segja yfirvöld að tala látinna og slasaðra muni hækka. Fellibylurinn nær ströndum Flórída í kvöld. Hægt og rólega hefur hinn ógnarsterki fellibylur Dorian færst yfir eyjar Bahama og skilur hann eftir sig gríðarlega eyðileggingu. Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. Fellibyljamiðstöðin í Bandaríkjunum greindi frá því í nótt að ástandið á eyjunum væri grafalvarlegt en meðal vindhraði hefur náð áttatíu metrum á sekúndu. Fellibylurinn er sá öflugasti sem hefur gengið yfir Bahama frá upphafi mælinga. Dorian nær líklega að Flórídaskaga í kvöld og eru íbúar þar viðbúnir því versta þó svo að fellibylurinn hafi breytt af leið á síðustu dögum. Gert er ráð fyrir að veðurhamurinn nái svo til Suður-Karólínu á miðvikudag og hefur íbúum verið skylt að yfirgefa svæðið.AP/Ramon EspinosaÍbúar í Suður-Karólínu skylt að yfirgefa svæðið þar sem Dorian mun fara um „Þetta er mjög skæður fellibylur, vindhraðinn er um 80 m/sek með kviðum allt að 100 m/sek. Þetta er sá öflugasti og stærsti á sögulegum tíma. Hann ver vissulega sá öflugasti sem núlifandi fólk hefur séð. Við vitum að það er ekkert gleðiefni að tilkynna þetta en við trúum því að allir muni lifa þetta af,“ sagði Henry McMaster, ríkisstjóri í Suður-Karólínu á blaðamannafundi í dag.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna á fundi með yfirvöldumAP/Jacquelyn Martin Veit ekki hvort ég hafi heyrt um fellibyl af stærðinni 5 „Bandaríkjamenn eru sterkir, ákveðnir og þrautseigir og við munum styðja hvert annað. Við munum vinna hörðum höndum við að draga úr áhrifum stormsins. Við vitum ekki hvað bíður okkar. Það eina sem við vitum er að þessi er líklega sá stærsti. Ég veit ekki einu sinni hvort ég hef heyrt um fellibyl að styrkleika 5. Ég hef upplifað nokkra af styrkleika 4. Þeir eru jafnvel sjaldgæfir. Ég er ekki viss um að ég hafi heyrt talað um fellibyl af styrkleika 5. Veit bara að hann er þarna úti. Hann er stærstur, því miður,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna við blaðamenn í dag. Um þúsund flugferðum hefur verið aflýst til og frá Flórída, meðal annars flugi Icelandair sem átti að fara síðdegis í dag. Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Veður Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Átta ára gamall drengur drukknaði þegar fellibylurinn Dorian gekk yfir Bahamaeyjar í nótt. Gríðarleg eyðilegging blasir við og segja yfirvöld að tala látinna og slasaðra muni hækka. Fellibylurinn nær ströndum Flórída í kvöld. Hægt og rólega hefur hinn ógnarsterki fellibylur Dorian færst yfir eyjar Bahama og skilur hann eftir sig gríðarlega eyðileggingu. Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. Fellibyljamiðstöðin í Bandaríkjunum greindi frá því í nótt að ástandið á eyjunum væri grafalvarlegt en meðal vindhraði hefur náð áttatíu metrum á sekúndu. Fellibylurinn er sá öflugasti sem hefur gengið yfir Bahama frá upphafi mælinga. Dorian nær líklega að Flórídaskaga í kvöld og eru íbúar þar viðbúnir því versta þó svo að fellibylurinn hafi breytt af leið á síðustu dögum. Gert er ráð fyrir að veðurhamurinn nái svo til Suður-Karólínu á miðvikudag og hefur íbúum verið skylt að yfirgefa svæðið.AP/Ramon EspinosaÍbúar í Suður-Karólínu skylt að yfirgefa svæðið þar sem Dorian mun fara um „Þetta er mjög skæður fellibylur, vindhraðinn er um 80 m/sek með kviðum allt að 100 m/sek. Þetta er sá öflugasti og stærsti á sögulegum tíma. Hann ver vissulega sá öflugasti sem núlifandi fólk hefur séð. Við vitum að það er ekkert gleðiefni að tilkynna þetta en við trúum því að allir muni lifa þetta af,“ sagði Henry McMaster, ríkisstjóri í Suður-Karólínu á blaðamannafundi í dag.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna á fundi með yfirvöldumAP/Jacquelyn Martin Veit ekki hvort ég hafi heyrt um fellibyl af stærðinni 5 „Bandaríkjamenn eru sterkir, ákveðnir og þrautseigir og við munum styðja hvert annað. Við munum vinna hörðum höndum við að draga úr áhrifum stormsins. Við vitum ekki hvað bíður okkar. Það eina sem við vitum er að þessi er líklega sá stærsti. Ég veit ekki einu sinni hvort ég hef heyrt um fellibyl að styrkleika 5. Ég hef upplifað nokkra af styrkleika 4. Þeir eru jafnvel sjaldgæfir. Ég er ekki viss um að ég hafi heyrt talað um fellibyl af styrkleika 5. Veit bara að hann er þarna úti. Hann er stærstur, því miður,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna við blaðamenn í dag. Um þúsund flugferðum hefur verið aflýst til og frá Flórída, meðal annars flugi Icelandair sem átti að fara síðdegis í dag.
Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Veður Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16
Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23
Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00