Umboðsmaður íbúa og aðstandenda ráðinn til Hrafnistuheimilanna María Fjóla Harðardóttir skrifar 2. september 2019 15:15 Öldrunarheimili eru mörgum framandi umhverfi sem fáir kynnast af eigin raun fyrr en nákominn ættingi flytur þangað búferlum. Við sem störfum á fjölmennustu öldrunarstofnun landsins, Hrafnistu, sem er ríflega tvö þúsund manna samfélag íbúa og starfsfólks, verðum þess gjarnan vör í daglegum störfum. Almennt má segja að aðstandendur geri ráð fyrir að flutningur á hjúkrunarheimili hafi í för með sér létti fyrir aðstandendurna, en innlendar og erlendar rannsóknir sýna að svo þarf ekki að vera. Þvert á móti gefa þær til kynna að margir þeirra sem þjást af kvíða og þunglyndi vegna áhyggja af bágri heilsu ættingja sinna þjást áfram af sömu meinum þrátt fyrir flutninginn.Blendnar tilfinningar Þegar kemur að flutningi á hjúkrunarheimili ríkja sem eðlilegt er oft blendnar tilfinningar í hjörtum aðstandenda vegna verkefnisins framundan. Á sama tíma og ákveðinn léttir bærist innra með fjölskyldunni yfir því að senn verði endir bundinn á það mikla álag á fjölskylduna, sem annast hefur um sinn nánasta, ríkir einnig sorg og jafnvel sektarkennd yfir þeim óumflýjanlegu aðstæðum sem koma í veg fyrir áframhaldandi sjálfstæða búsetu ættingja. Þegar pláss býðst þarf gjarnan að taka skjóta ákvörðun og hafa hraðar hendur því lítill tími gefst til undirbúnings vegna þess skamma tíma sem hjúkrunarheimilin hafa til að kalla í laust rými.Mikil breyting Það fylgir því mikil breyting fyrir bæði einstaklinginn sjálfan og ekki síður aðstandendur þegar sjálfstæðri búsetu lýkur og við tekur annars konar búseta á hjúkrunarheimili. Aðdragandinn reynist sumum aðstandendum erfiður en ekki síður að honum loknum þegar nánustu aðstandendur, sem annast hafa um helstu þarfir hins veika, færast úr sérfræðihlutverkinu yfir í ákveðið gestahlutverk. Sú staða getur auðveldlega myndað togstreitu milli aðstandenda og starfsfólks hjúkrunarheimilanna. Við tekur nauðsynleg aðlögun aðstandenda að nýjum aðstæðum.Mikil og góð samskipti mikilvæg Góð samskipti og samvinna starfsfólks og aðstandenda hafa jákvæð áhrif á lífsgæði hins aldraða þveröfugt við þau áhrif sem togstreita hefur í för með sér. Þekking á starfsemi hjúkrunarheimilisins, vinnufyrirkomulagi og mönnun auðveldar aðstandendum að fóta sig í hinu nýja umhverfi. Hjúkrunarheimilin starfa í samræmi við opinberar kröfulýsingar Sjúkratrygginga Íslands og fjárheimildir Alþingis á hverjum tíma. Þeim er naumt skorinn stakkur, að raungildi minni og minni síðastliðin ár og fyrirsjáanlega einnig næstu tvö ár. Fjárheimildir hafa bein áhrif á reksturinn og ekki hvað síst á mönnun hjúkrunarheimilanna. Heimilin hafa engin önnur ráð en að aðlaga sig að ríkjandi rekstraraðstæðum hverju sinni. Upplýsingar og fræðsla í þágu aðstandenda og gott samstarf er því afar mikilvæg í starfi hjúkrunarheimila.Umboðsmaður íbúa og aðstandenda Stjórn Hrafnistuheimilanna tók þá ákvörðun í lok síðasta árs að stofna nýtt stöðugildi við Hrafnistu, starf umboðsmanns íbúa og aðstandenda, og hefur Soffía Egilsdóttir félagsráðgjafi verið ráðin í starfið. Soffía, sem hefur meistaragráðu í öldrunarfélagsráðgjöf, hefur starfað hjá Hrafnistu í rúm tuttugu ár og á að baki farsælan feril í starfi með öldruðum og með þátttöku sinni á vettvangi málefna aldraðra á Íslandi, s.s. á vettvangi Öldrunaráðs og Félags aðstandenda alzheimersjúklinga. Fyrir faglegt starf á Hrafnistu er mikill styrkur af því að íbúar og aðstandendur geti leitað til umboðsmanns sem hefur m.a. það hlutvek að halda kynningarfund með aðstandendum í kjölfar flutnings ættingja til Hrafnistu. Á fundunum er m.a. gerð grein fyrir mikilvægustu þáttum í starfsemi heimilisins, mönnun og vaktafyrirkomulagi og hvert sé árangursríkast að leita vakni spurningar og með hvaða hætti ættingjar geta gert dvöl ástvina þeirra sem ánægjulegasta, svo fátt eitt sé talið. Forsenda mestu mögulegra lífsgæða íbúa hjúkrunarheimila eru samstarf og samvinna starfsfólks og aðstandenda þar sem traust og virðing eru höfð í hávegum. Aðstandendur og starfsfólk eru mikilvægir hlekkir í lífi íbúa hjúkrunarheimilanna, þar sem allir hafa mikilvægu hlutverki að gegna og enginn getur án hins verið.Höfundur er framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Öldrunarheimili eru mörgum framandi umhverfi sem fáir kynnast af eigin raun fyrr en nákominn ættingi flytur þangað búferlum. Við sem störfum á fjölmennustu öldrunarstofnun landsins, Hrafnistu, sem er ríflega tvö þúsund manna samfélag íbúa og starfsfólks, verðum þess gjarnan vör í daglegum störfum. Almennt má segja að aðstandendur geri ráð fyrir að flutningur á hjúkrunarheimili hafi í för með sér létti fyrir aðstandendurna, en innlendar og erlendar rannsóknir sýna að svo þarf ekki að vera. Þvert á móti gefa þær til kynna að margir þeirra sem þjást af kvíða og þunglyndi vegna áhyggja af bágri heilsu ættingja sinna þjást áfram af sömu meinum þrátt fyrir flutninginn.Blendnar tilfinningar Þegar kemur að flutningi á hjúkrunarheimili ríkja sem eðlilegt er oft blendnar tilfinningar í hjörtum aðstandenda vegna verkefnisins framundan. Á sama tíma og ákveðinn léttir bærist innra með fjölskyldunni yfir því að senn verði endir bundinn á það mikla álag á fjölskylduna, sem annast hefur um sinn nánasta, ríkir einnig sorg og jafnvel sektarkennd yfir þeim óumflýjanlegu aðstæðum sem koma í veg fyrir áframhaldandi sjálfstæða búsetu ættingja. Þegar pláss býðst þarf gjarnan að taka skjóta ákvörðun og hafa hraðar hendur því lítill tími gefst til undirbúnings vegna þess skamma tíma sem hjúkrunarheimilin hafa til að kalla í laust rými.Mikil breyting Það fylgir því mikil breyting fyrir bæði einstaklinginn sjálfan og ekki síður aðstandendur þegar sjálfstæðri búsetu lýkur og við tekur annars konar búseta á hjúkrunarheimili. Aðdragandinn reynist sumum aðstandendum erfiður en ekki síður að honum loknum þegar nánustu aðstandendur, sem annast hafa um helstu þarfir hins veika, færast úr sérfræðihlutverkinu yfir í ákveðið gestahlutverk. Sú staða getur auðveldlega myndað togstreitu milli aðstandenda og starfsfólks hjúkrunarheimilanna. Við tekur nauðsynleg aðlögun aðstandenda að nýjum aðstæðum.Mikil og góð samskipti mikilvæg Góð samskipti og samvinna starfsfólks og aðstandenda hafa jákvæð áhrif á lífsgæði hins aldraða þveröfugt við þau áhrif sem togstreita hefur í för með sér. Þekking á starfsemi hjúkrunarheimilisins, vinnufyrirkomulagi og mönnun auðveldar aðstandendum að fóta sig í hinu nýja umhverfi. Hjúkrunarheimilin starfa í samræmi við opinberar kröfulýsingar Sjúkratrygginga Íslands og fjárheimildir Alþingis á hverjum tíma. Þeim er naumt skorinn stakkur, að raungildi minni og minni síðastliðin ár og fyrirsjáanlega einnig næstu tvö ár. Fjárheimildir hafa bein áhrif á reksturinn og ekki hvað síst á mönnun hjúkrunarheimilanna. Heimilin hafa engin önnur ráð en að aðlaga sig að ríkjandi rekstraraðstæðum hverju sinni. Upplýsingar og fræðsla í þágu aðstandenda og gott samstarf er því afar mikilvæg í starfi hjúkrunarheimila.Umboðsmaður íbúa og aðstandenda Stjórn Hrafnistuheimilanna tók þá ákvörðun í lok síðasta árs að stofna nýtt stöðugildi við Hrafnistu, starf umboðsmanns íbúa og aðstandenda, og hefur Soffía Egilsdóttir félagsráðgjafi verið ráðin í starfið. Soffía, sem hefur meistaragráðu í öldrunarfélagsráðgjöf, hefur starfað hjá Hrafnistu í rúm tuttugu ár og á að baki farsælan feril í starfi með öldruðum og með þátttöku sinni á vettvangi málefna aldraðra á Íslandi, s.s. á vettvangi Öldrunaráðs og Félags aðstandenda alzheimersjúklinga. Fyrir faglegt starf á Hrafnistu er mikill styrkur af því að íbúar og aðstandendur geti leitað til umboðsmanns sem hefur m.a. það hlutvek að halda kynningarfund með aðstandendum í kjölfar flutnings ættingja til Hrafnistu. Á fundunum er m.a. gerð grein fyrir mikilvægustu þáttum í starfsemi heimilisins, mönnun og vaktafyrirkomulagi og hvert sé árangursríkast að leita vakni spurningar og með hvaða hætti ættingjar geta gert dvöl ástvina þeirra sem ánægjulegasta, svo fátt eitt sé talið. Forsenda mestu mögulegra lífsgæða íbúa hjúkrunarheimila eru samstarf og samvinna starfsfólks og aðstandenda þar sem traust og virðing eru höfð í hávegum. Aðstandendur og starfsfólk eru mikilvægir hlekkir í lífi íbúa hjúkrunarheimilanna, þar sem allir hafa mikilvægu hlutverki að gegna og enginn getur án hins verið.Höfundur er framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun