Átroðningur í Námafjalli sérstaklega áberandi í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2019 14:45 Greinilegur slóði hefur myndast í hlíð Námafjalls fyrir ofan hverasvæðið. Myndin var tekin 21. ágúst. Vísir/Kjartan Áberandi slóði eftir ferðamenn setur nú svip sinn á Námafjall í Skútustaðahreppi þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafi takmarkað umferð um jarðhitasvæðið í sumar. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir troðninginn myndast nær hvert sumar en hann sé sérstaklega áberandi í ár. Leirhverasvæðið við Námafjall er á meðal vinsælli ferðamannastaða á Norðausturlandi. Umhverfisstofnun takmarkaði umferð um svæðið í byrjun ágúst, meðal annars vegna ágangsins. Takmörkunin var framlengd 16. ágúst og verður í gildi út nóvember. Þrátt fyrir að merkt gönguleið sé í Námafjalli hafa ferðamenn traðkað niður slóða í hlíðinni fyrir ofan hverasvæðið. Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að það svæði hafi verið girt af með kaðlagirðingu uppi á fjallinu. Hún hafi hins vegar látið undan þar sem enginn hafi í raun séð um svæðið í nokkur ár. Kaðallinn hafi slitnað og legið niðri. Þá hafi ferðamenn byrjað að ganga þar niður. „Maður getur ekki beinlínis agnúast yfir því. Ef innviðir eru ekki í lagi fer fólk þar sem það á ekki að fara. Það er bara þannig,“ segir Davíð Örvar. Ummerkin um ferðamennina eru sérstaklega ljót í ár vegna þess hversu votur jarðvegurinn hefur verið. Ferðamennirnir hafa því skilið eftir sig dýpri spor en áður. Eftir að umferð var takmörkuð í ágúst segir Davíð Örvar að kaðlagirðingar og aðrar afmarkanir hafi verið lagaðar. Sporin taki nokkurn tíma að mást af og séu því ennþá áberandi í hlíðinni. Þau hverfi hins vegar eftir veturinn og leysingar næsta vor. „Þá þurfa afmarkanir og kaðlar að vera uppistandandi svo þetta gerist ekki aftur,“ segir hann.Skilti frá Umhverfisstofnun um takmörkun á umferð eru áberandi við Námafjall. Það stöðvar þó ekki alla ferðamenn í að hætta sér inn á afgirt svæði.Vísir/KjartanKaðlarnir gagnast aðeins að vissu marki Námafjall er í einkaeigu og hefur verið á ábyrgð landeigenda eftir að friðlýsingu Mývatns- og Laxársvæðis var breytt árið 2004. Umhverfisstofnun hefur eftirlit með svæðinu á meðan takmarkanir eru í gildi. Á meðan svo er fer landvörður á milli Námafjalls, Vítis og Leirhnjúks, að sögn Davíðs Örvars. Þegar blaðamaður átti leið um hverasvæðið í þarsíðustu viku bar á því að ferðamenn færu inn á afmörkuð svæði til að taka af sér myndir við hverina þrátt fyrir að skilti um takmarkanir Umhverfisstofnunar á umferð væru á áberandi stöðum. Enginn landvörður eða aðrir starfsmenn voru á svæðinu. „Á endanum gera kaðlarnir bara visst mikið gagn. Flestir virða svona takmarkanir en svo þarf bara að vera landvarsla. Það er það besta sem við getum notað á svona náttúruverndarsvæðum,“ segir Davíð Örvar. Hann telur þó betri nýtingu á fjármunum að hafa einn landvörð sem fer á milli svæðanna þriggja þar sem takmarkanir eru í gildi en að binda hann á einum stað. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Áberandi slóði eftir ferðamenn setur nú svip sinn á Námafjall í Skútustaðahreppi þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafi takmarkað umferð um jarðhitasvæðið í sumar. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir troðninginn myndast nær hvert sumar en hann sé sérstaklega áberandi í ár. Leirhverasvæðið við Námafjall er á meðal vinsælli ferðamannastaða á Norðausturlandi. Umhverfisstofnun takmarkaði umferð um svæðið í byrjun ágúst, meðal annars vegna ágangsins. Takmörkunin var framlengd 16. ágúst og verður í gildi út nóvember. Þrátt fyrir að merkt gönguleið sé í Námafjalli hafa ferðamenn traðkað niður slóða í hlíðinni fyrir ofan hverasvæðið. Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að það svæði hafi verið girt af með kaðlagirðingu uppi á fjallinu. Hún hafi hins vegar látið undan þar sem enginn hafi í raun séð um svæðið í nokkur ár. Kaðallinn hafi slitnað og legið niðri. Þá hafi ferðamenn byrjað að ganga þar niður. „Maður getur ekki beinlínis agnúast yfir því. Ef innviðir eru ekki í lagi fer fólk þar sem það á ekki að fara. Það er bara þannig,“ segir Davíð Örvar. Ummerkin um ferðamennina eru sérstaklega ljót í ár vegna þess hversu votur jarðvegurinn hefur verið. Ferðamennirnir hafa því skilið eftir sig dýpri spor en áður. Eftir að umferð var takmörkuð í ágúst segir Davíð Örvar að kaðlagirðingar og aðrar afmarkanir hafi verið lagaðar. Sporin taki nokkurn tíma að mást af og séu því ennþá áberandi í hlíðinni. Þau hverfi hins vegar eftir veturinn og leysingar næsta vor. „Þá þurfa afmarkanir og kaðlar að vera uppistandandi svo þetta gerist ekki aftur,“ segir hann.Skilti frá Umhverfisstofnun um takmörkun á umferð eru áberandi við Námafjall. Það stöðvar þó ekki alla ferðamenn í að hætta sér inn á afgirt svæði.Vísir/KjartanKaðlarnir gagnast aðeins að vissu marki Námafjall er í einkaeigu og hefur verið á ábyrgð landeigenda eftir að friðlýsingu Mývatns- og Laxársvæðis var breytt árið 2004. Umhverfisstofnun hefur eftirlit með svæðinu á meðan takmarkanir eru í gildi. Á meðan svo er fer landvörður á milli Námafjalls, Vítis og Leirhnjúks, að sögn Davíðs Örvars. Þegar blaðamaður átti leið um hverasvæðið í þarsíðustu viku bar á því að ferðamenn færu inn á afmörkuð svæði til að taka af sér myndir við hverina þrátt fyrir að skilti um takmarkanir Umhverfisstofnunar á umferð væru á áberandi stöðum. Enginn landvörður eða aðrir starfsmenn voru á svæðinu. „Á endanum gera kaðlarnir bara visst mikið gagn. Flestir virða svona takmarkanir en svo þarf bara að vera landvarsla. Það er það besta sem við getum notað á svona náttúruverndarsvæðum,“ segir Davíð Örvar. Hann telur þó betri nýtingu á fjármunum að hafa einn landvörð sem fer á milli svæðanna þriggja þar sem takmarkanir eru í gildi en að binda hann á einum stað.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira