Gjaldeyrishöft lögð á í Argentínu Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2019 07:57 Verð á kjöti og öðrum nauðsynjum hefur farið hækkandi vegna fjármálakreppunnar í Argentínu. Vísir/EPA Ríkisstjórn Argentínu hefur lagt á gjaldeyrishöft til að bregðast við dýpkandi fjármálakreppu þar í landi. Gengi argentínska pesóans hefur hríðfallið að undanförnu og eiga höftin að vera í gildi til ársloka. Stjórnvöld reyna ennfremur að fresta endurgreiðslum á láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tilkynnt var um takmarkanir á kaupum á erlendum gjaldeyri í gær. Ríkisstjórnin sagði höftin nauðsynleg til þess að tryggja að hagkerfi landsins héldi áfram að virka, halda uppi atvinnustigi og vernda neytendur. Argentínsk fyrirtæki þurfa nú að fá leyfi frá seðlabanka landsins til að selja pesóa til að kaupa gjaldeyri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að margir Argentínumenn hafi tekið sparifé sitt út úr bönkum um helgina af ótta við að ríkissjóður lenti í greiðsluþroti. Margir landsmenn hafa litla tiltrú á gjaldmiðlinum og skipta pesóum gjarnan strax yfir í bandaríska dollara. Með gjaldeyrishöftunum þarf að sækja um leyfi til að kaupa meira en tíu þúsund dollara á mánuðu, jafnvirði um 1,2 milljóna íslenskra króna. Argentína hefur glímt við fjármálakreppu undanfarin misseri en hún ágerðist eftir að Mauricio Macri, forseti, beið ósigur í forkosningum fyrir forsetakosningar í síðasta mánuði. Gengi pesóans hrundi í kjölfarið. Forsetakosningarnar fara fram í október. Verðbólga mældist 22% á fyrri helmingi ársins og hagkerfið dróst saman um 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins. Áætlað er að um þrjár milljónir Argentínumanna hafi lent undir fátæktarmörkum undanfarið ár. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánaði Argentínu 56 milljarða dollara í fyrra. Forsvarsmenn hans segjast ætla að vinna náið með argentínskum stjórnvöldum í kjölfar þess að gjaldeyrishöftin voru lögð á. Argentína Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Ríkisstjórn Argentínu hefur lagt á gjaldeyrishöft til að bregðast við dýpkandi fjármálakreppu þar í landi. Gengi argentínska pesóans hefur hríðfallið að undanförnu og eiga höftin að vera í gildi til ársloka. Stjórnvöld reyna ennfremur að fresta endurgreiðslum á láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tilkynnt var um takmarkanir á kaupum á erlendum gjaldeyri í gær. Ríkisstjórnin sagði höftin nauðsynleg til þess að tryggja að hagkerfi landsins héldi áfram að virka, halda uppi atvinnustigi og vernda neytendur. Argentínsk fyrirtæki þurfa nú að fá leyfi frá seðlabanka landsins til að selja pesóa til að kaupa gjaldeyri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að margir Argentínumenn hafi tekið sparifé sitt út úr bönkum um helgina af ótta við að ríkissjóður lenti í greiðsluþroti. Margir landsmenn hafa litla tiltrú á gjaldmiðlinum og skipta pesóum gjarnan strax yfir í bandaríska dollara. Með gjaldeyrishöftunum þarf að sækja um leyfi til að kaupa meira en tíu þúsund dollara á mánuðu, jafnvirði um 1,2 milljóna íslenskra króna. Argentína hefur glímt við fjármálakreppu undanfarin misseri en hún ágerðist eftir að Mauricio Macri, forseti, beið ósigur í forkosningum fyrir forsetakosningar í síðasta mánuði. Gengi pesóans hrundi í kjölfarið. Forsetakosningarnar fara fram í október. Verðbólga mældist 22% á fyrri helmingi ársins og hagkerfið dróst saman um 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins. Áætlað er að um þrjár milljónir Argentínumanna hafi lent undir fátæktarmörkum undanfarið ár. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánaði Argentínu 56 milljarða dollara í fyrra. Forsvarsmenn hans segjast ætla að vinna náið með argentínskum stjórnvöldum í kjölfar þess að gjaldeyrishöftin voru lögð á.
Argentína Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira