Veðrið mun í dag ganga yfir stærstu eyju eyjaklasans, Grand Bahama. Vindhraðinn hefur verið viðvarandi allt að 79 metrar á sekúndu og vindhviður fara upp í 98 metra á sekúndu. Varað er við því að veðrið geti framkallað lífshættuleg sjávarflóð þannig að hæð sjávar rísi skyndilega um allt að sjö metra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Fjarskipti við Bahamaeyjar liggja að miklu leyti niðri vegna hamfaranna og því hafa litlar fregnir borist af frekari eyðileggingu eða mögulegum mannskaða ennþá. AP-fréttastofan segir að embættismenn á Bahamaeyjum geri ráð fyrir að margir hafi misst heimili sín.
Dorian færist nú hægt í vesturátt og er ekki búist við því að hann þokist frá Bahamaeyjum fyrr en á aðfaranótt þriðjudags. Fellibylurinn gæti því næst gengið yfir austurströnd Bandaríkjanna. Þegar hefur verið lýst yfir neyðarástandi með fram ströndum Flórída, Georgíu og Norður- og Suður-Karólínu.
First video coming in from Bahamas after Dorian passed through and it's complete devastation https://t.co/8c91KTEBkU pic.twitter.com/LdvVQFstWY
— WPLG Local 10 News (@WPLGLocal10) September 1, 2019