Hefur ekki trú að kona fái að taka við ensku karlaliði á hennar ævi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2019 12:30 Casey Stoney með aðstoðarmanni sínum. Getty/Matthew Peters Knattspyrnustjóri kvennaliðs Manchester United er á því að hún muni ekki lifa það að sjá konu taka við karlaliði í enska boltanum. Casey Stoney fær tækifæri til að stýra kvennaliði Manchester United á móti Manchester City á Ethiad leikvanginum um næstu helgi. Eftir gott gengi enska kvennalandsliðsins hefur áhugi og virðing fyrir kvennaboltanum á Englandi aukist til mikilla muna. Kvennaliðið fá því að spila eitthvað á stórum leikvöngum karlaliðanna á komandi leiktíð. Casey Stoney lék sjálf 130 leiki fyrir enska landsliðið er þrátt fyrir mikinn vöxt hjá kvennafótboltanum í Englandi þá segir hún að konur eigi enga möguleika á að fá það tækifæri að stýra karlaliði. Það hefur gerst í neðri deildunum í Frakklandi en Casey Stoney er á því að ensku liðin séu ekki tilbúin að taka slíkt skref.Women's Football manager Casey Stoney doesn't believe a female coach has a chance of taking charge of a senior men’s side #GMSW#WomensFootball#WomensSport#ManUtdhttps://t.co/FUdRCQBSsl — GiveMeSport (@GiveMeSport) September 1, 2019„Ég sé það ekki gerast á minni ævi. Ég held að þjóðfélagið hér sé ekki tilbúið fyrir slíkt og hvað þá fótboltinn því fótboltinn er á eftir þjóðfélaginu,“ sagði Casey Stoney. „Ég sé þetta ekki gerast því kona þarf að vera tíu sinnum betri til að fá svona tækifæri og ef að þú myndir tapa leik þá væri það skrifað á það að þú værir kona en ekki að þú lagði leikinn upp vitlaust eða að markvörðurinn þinn gerði mistök,“ sagði Stoney. „Mér finnst að konur séu ekki litnar sömu augum og karlar í okkar þjóðfélagi og þangað til að það gerist þá fáum við ekki tækifæri sem þetta. Þetta gerðist auðvitað í Frakklandi og bæði Emma Hayes (stjóri kvennaliðs Chelsea) og Hope Powell (fyrrum þjálfari enska kvennalandsliðsins) voru orðaðar við slíka stöðu en ég held að það hafi bara verið auglýsingabrella,“ sagði Stoney. „Ef þú ert nógu góð þá áttu að vera nógu góð. Við erum með nóg af meðalgóðum þjálfurum í kvennaboltanum,“ sagði Stoney. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Knattspyrnustjóri kvennaliðs Manchester United er á því að hún muni ekki lifa það að sjá konu taka við karlaliði í enska boltanum. Casey Stoney fær tækifæri til að stýra kvennaliði Manchester United á móti Manchester City á Ethiad leikvanginum um næstu helgi. Eftir gott gengi enska kvennalandsliðsins hefur áhugi og virðing fyrir kvennaboltanum á Englandi aukist til mikilla muna. Kvennaliðið fá því að spila eitthvað á stórum leikvöngum karlaliðanna á komandi leiktíð. Casey Stoney lék sjálf 130 leiki fyrir enska landsliðið er þrátt fyrir mikinn vöxt hjá kvennafótboltanum í Englandi þá segir hún að konur eigi enga möguleika á að fá það tækifæri að stýra karlaliði. Það hefur gerst í neðri deildunum í Frakklandi en Casey Stoney er á því að ensku liðin séu ekki tilbúin að taka slíkt skref.Women's Football manager Casey Stoney doesn't believe a female coach has a chance of taking charge of a senior men’s side #GMSW#WomensFootball#WomensSport#ManUtdhttps://t.co/FUdRCQBSsl — GiveMeSport (@GiveMeSport) September 1, 2019„Ég sé það ekki gerast á minni ævi. Ég held að þjóðfélagið hér sé ekki tilbúið fyrir slíkt og hvað þá fótboltinn því fótboltinn er á eftir þjóðfélaginu,“ sagði Casey Stoney. „Ég sé þetta ekki gerast því kona þarf að vera tíu sinnum betri til að fá svona tækifæri og ef að þú myndir tapa leik þá væri það skrifað á það að þú værir kona en ekki að þú lagði leikinn upp vitlaust eða að markvörðurinn þinn gerði mistök,“ sagði Stoney. „Mér finnst að konur séu ekki litnar sömu augum og karlar í okkar þjóðfélagi og þangað til að það gerist þá fáum við ekki tækifæri sem þetta. Þetta gerðist auðvitað í Frakklandi og bæði Emma Hayes (stjóri kvennaliðs Chelsea) og Hope Powell (fyrrum þjálfari enska kvennalandsliðsins) voru orðaðar við slíka stöðu en ég held að það hafi bara verið auglýsingabrella,“ sagði Stoney. „Ef þú ert nógu góð þá áttu að vera nógu góð. Við erum með nóg af meðalgóðum þjálfurum í kvennaboltanum,“ sagði Stoney.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira