Íslenski markvörðurinn hjá Brentford fékk stöðuhækkun og mikið hrós frá stjóra sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2019 08:00 Patrik Sigurður Gunnarsson. Getty/Ker Robertson Patrik Sigurður Gunnarsson er kominn upp í aðallið Brentford en B-deildarfélagið tilkynnti þetta sérstaklega í frétt á heimasíðu sinni í gær. Patrik Sigurður fagnar þessu með því að drífa sig heim til Íslands til að taka þátt í verkefni með 21 árs landsliðinu en þessi efnilegi markvörður gæti spilað í þrjú ár til viðbótar með því. Patrik hefur verið leikmaður varaliðs Brenford frá því að hann kom til félagsins fyrir rúmu ári en á sama tíma hefur hann stigið fyrstu skrefin sín með íslenska 21 árs landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann spilaði líka fyrsta leikinn með 17 ára landsliðinu þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. Patrik er enn aðeins átján ára gamall en hann kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Breiðabliki. Patrik var í láni hjá ÍR í B-deildinni sumarið 2018 áður en hann fór út til Brentford. Patrik spilaði sinn fyrsta leik í ensku b-deildinni á síðustu leiktíð þegar hann kom inná sem varamaður á móti Middlesbrough í mars en var að auki sem varamaður í sex öðrum leikjum í deildinni á síðustu leiktíð.Head Coach Thomas Frank reacts to @patrikgunnars' promotion#BrentfordFCpic.twitter.com/assiY0uqse — Brentford FC (@BrentfordFC) September 1, 2019 Nú er hins vegar komið að því að taka stóra skrefið upp í aðalliðið hjá Brentford og hefur Patrik þar með fengið flotta stöðuhækkun og það eftir aðeins nokkrar vikur af tímabilinu. Þjálfari Brentford liðsins, Daninn Thomas Frank, er ánægður með íslenska markvörðinn og hrósaði honum í fréttinni á heimasíðunni hjá Brentford. „Patrik er ungur leikmaður sem við höfum miklar mætur á. Hann á frábæra framtíð fyrir höndum og er verðandi aðalmarkvörður Brentford ef hann heldur áfram á sömu braut. Hugarfar og viðhorf Patriks er ótrúlegt. Vinnusemi hans og ástríða fyrir því að bæta sig er eitthvað sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Hann er líka þegar hátt metinn í klefanum meðal leikmanna aðalliðsins,“ sagði Thomas Frank en Patrik er kallaður Pat hjá Brentford. Patrik er í hópi 21 árs landsliðsins fyrir leikina gegn Lúxemborg og Armeníu sem fara báðir fram á Víkingsvelli á næstunni. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 karla, valdi Patrik sem einn af þremur markvörðum liðsins en hinir eru Daði Freyr Arnarsson hjá FH og Elías Rafn Ólafsson hjá Aarhus Fremad. Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Sjá meira
Patrik Sigurður Gunnarsson er kominn upp í aðallið Brentford en B-deildarfélagið tilkynnti þetta sérstaklega í frétt á heimasíðu sinni í gær. Patrik Sigurður fagnar þessu með því að drífa sig heim til Íslands til að taka þátt í verkefni með 21 árs landsliðinu en þessi efnilegi markvörður gæti spilað í þrjú ár til viðbótar með því. Patrik hefur verið leikmaður varaliðs Brenford frá því að hann kom til félagsins fyrir rúmu ári en á sama tíma hefur hann stigið fyrstu skrefin sín með íslenska 21 árs landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann spilaði líka fyrsta leikinn með 17 ára landsliðinu þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. Patrik er enn aðeins átján ára gamall en hann kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Breiðabliki. Patrik var í láni hjá ÍR í B-deildinni sumarið 2018 áður en hann fór út til Brentford. Patrik spilaði sinn fyrsta leik í ensku b-deildinni á síðustu leiktíð þegar hann kom inná sem varamaður á móti Middlesbrough í mars en var að auki sem varamaður í sex öðrum leikjum í deildinni á síðustu leiktíð.Head Coach Thomas Frank reacts to @patrikgunnars' promotion#BrentfordFCpic.twitter.com/assiY0uqse — Brentford FC (@BrentfordFC) September 1, 2019 Nú er hins vegar komið að því að taka stóra skrefið upp í aðalliðið hjá Brentford og hefur Patrik þar með fengið flotta stöðuhækkun og það eftir aðeins nokkrar vikur af tímabilinu. Þjálfari Brentford liðsins, Daninn Thomas Frank, er ánægður með íslenska markvörðinn og hrósaði honum í fréttinni á heimasíðunni hjá Brentford. „Patrik er ungur leikmaður sem við höfum miklar mætur á. Hann á frábæra framtíð fyrir höndum og er verðandi aðalmarkvörður Brentford ef hann heldur áfram á sömu braut. Hugarfar og viðhorf Patriks er ótrúlegt. Vinnusemi hans og ástríða fyrir því að bæta sig er eitthvað sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Hann er líka þegar hátt metinn í klefanum meðal leikmanna aðalliðsins,“ sagði Thomas Frank en Patrik er kallaður Pat hjá Brentford. Patrik er í hópi 21 árs landsliðsins fyrir leikina gegn Lúxemborg og Armeníu sem fara báðir fram á Víkingsvelli á næstunni. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 karla, valdi Patrik sem einn af þremur markvörðum liðsins en hinir eru Daði Freyr Arnarsson hjá FH og Elías Rafn Ólafsson hjá Aarhus Fremad.
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Sjá meira