Slóvakar munu ekki gefa neitt eftir Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. september 2019 14:30 Margt líkt er með liði Slóvaka og liði Ungverja sem Ísland vann 4-1 síðastliðinn fimmtudag. Hér fagna Stelpurnar okkar sigrinum á Ungverjalandi með víkingaklappi í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Undankeppni Evrópumótsins 2021 heldur áfram í kvöld þegar Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu taka á móti Slóvakíu á Laugardalsvelli. Þetta er næstsíðasti leikur Íslands í undankeppninni á þessu ári og síðasti heimaleikurinn en liðið mætir Lettlandi ytra í október næstkomandi. Íslenska liðið lék lengst af vel gegn Ungverjalandi á dögunum í 4-1 sigri og getur tekið margt úr þeim leik inn í þennan sem verður að vinnast fyrir áform Íslands um að fara í lokakeppni Evrópumótsins fjórða skiptið í röð. Þetta verður í þriðja sinn sem Ísland mætir Slóvakíu í kvennaflokki, til þessa hafa liðin mæst tvisvar í æfingarleik. Ísland vann leik liðanna á Laugardalsvelli árið 2015 4-1 þar sem Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörkin en tveimur árum síðar vannst 2-0 sigur ytra þar sem Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu mörkin. Eins og gegn Ungverjalandi á dögunum er Ísland með talsvert sterkara lið á pappírnum en Slóvakía sem er í 47. sæti á styrkleikalista FIFA, þrjátíu sætum á eftir Íslandi og hefur liðið ekki átt góðu gengi að fagna síðustu mánuði. Slóvakía sem hefur aldrei komist í lokakeppni stórmóts hefur aðeins unnið þrjá leiki af síðustu 25 á rúmlega tveimur árum. Lykilatriði fyrir íslenska liðið verður, eins og gegn Ungverjalandi, að skora snemma til að fá Slóvakana ofar á völlinn og opna pláss fyrir snögga sóknarmenn Íslands á bak við varnarlínu Slóvaka. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði að það væru engin meiðsli í hópnum og allir leikmenn liðsins væru klárir í slaginn. „Það eru allir leikmenn klárir og við erum búin að fara vel yfir Slóvakana. Slóvakar eru með agað og skipulagt lið sem hefur reynst mótherjunum erfitt að brjóta niður. Þær hafa náð góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjum og ég á von á erfiðum leik í kvöld,“ sagði Jón Þór, aðspurður út í andstæðinginn í kvöld. „Það þarf að taka það sem við gerum frábærlega út úr leiknum gegn Ungverjalandi og færa það yfir á leikinn í kvöld. Liðið byrjaði frábærlega gegn Ungverjalandi og yfirspiluðum við ungverska liðið í leiknum fyrir utan fimmtán mínútna kafla.“Markahrókarnir úr Val, Margrét Lára og Elín Metta, á góðri stundu gegn Ungverjalandi.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRFyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur í kvöld sinn 127. leik og á líkt og Jón Þór von á erfiðum leik. „Það var margt jákvætt í leiknum gegn Ungverjalandi en líka margt sem mátti gera betur þrátt fyrir að það hafi endað með 4-1 sigri. Við erum búnar að fara vel yfir síðasta leik, ná góðri endurhæfingu og mætum tilbúnar til leiks í kvöld. Slóvakía er með gott lið, þær eru fastar fyrir og mjög harðar í horn að taka. Þær spila kröftugan fótbolta með góða tæknilega leikmenn inn á milli. Þetta lið hefur verið á uppleið síðustu ár og þær eiga ekki eftir að gefa tommu eftir,“ sagði Sara Björk, aðspurð út í andstæðinginn. Aðspurð tók Sara Björk undir mikilvægi þess að Ísland mætti vart tapa stigi gegn liðunum sem væru lakari á blaði. Bronsliðið frá HM í sumar, Svíþjóð, þykir sigurstranglegt í riðlinum og má Ísland því ekki við því að tapa stigum gegn liðunum sem eru lakari á pappírnum ef Ísland ætlar sér á fjórða Evrópumótið í röð. „Við þurfum að fá fullt hús stiga fyrir leikina gegn Svíþjóð og koma okkur í þá stöðu að fyrsta sætið sé möguleiki í lokaleikjunum. Svíþjóð er með frábært lið en á góðum degi getum við unnið þær,“ sagði Sara, aðspurð út í riðil Íslands í undankeppninni. Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Sjá meira
Undankeppni Evrópumótsins 2021 heldur áfram í kvöld þegar Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu taka á móti Slóvakíu á Laugardalsvelli. Þetta er næstsíðasti leikur Íslands í undankeppninni á þessu ári og síðasti heimaleikurinn en liðið mætir Lettlandi ytra í október næstkomandi. Íslenska liðið lék lengst af vel gegn Ungverjalandi á dögunum í 4-1 sigri og getur tekið margt úr þeim leik inn í þennan sem verður að vinnast fyrir áform Íslands um að fara í lokakeppni Evrópumótsins fjórða skiptið í röð. Þetta verður í þriðja sinn sem Ísland mætir Slóvakíu í kvennaflokki, til þessa hafa liðin mæst tvisvar í æfingarleik. Ísland vann leik liðanna á Laugardalsvelli árið 2015 4-1 þar sem Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörkin en tveimur árum síðar vannst 2-0 sigur ytra þar sem Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu mörkin. Eins og gegn Ungverjalandi á dögunum er Ísland með talsvert sterkara lið á pappírnum en Slóvakía sem er í 47. sæti á styrkleikalista FIFA, þrjátíu sætum á eftir Íslandi og hefur liðið ekki átt góðu gengi að fagna síðustu mánuði. Slóvakía sem hefur aldrei komist í lokakeppni stórmóts hefur aðeins unnið þrjá leiki af síðustu 25 á rúmlega tveimur árum. Lykilatriði fyrir íslenska liðið verður, eins og gegn Ungverjalandi, að skora snemma til að fá Slóvakana ofar á völlinn og opna pláss fyrir snögga sóknarmenn Íslands á bak við varnarlínu Slóvaka. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði að það væru engin meiðsli í hópnum og allir leikmenn liðsins væru klárir í slaginn. „Það eru allir leikmenn klárir og við erum búin að fara vel yfir Slóvakana. Slóvakar eru með agað og skipulagt lið sem hefur reynst mótherjunum erfitt að brjóta niður. Þær hafa náð góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjum og ég á von á erfiðum leik í kvöld,“ sagði Jón Þór, aðspurður út í andstæðinginn í kvöld. „Það þarf að taka það sem við gerum frábærlega út úr leiknum gegn Ungverjalandi og færa það yfir á leikinn í kvöld. Liðið byrjaði frábærlega gegn Ungverjalandi og yfirspiluðum við ungverska liðið í leiknum fyrir utan fimmtán mínútna kafla.“Markahrókarnir úr Val, Margrét Lára og Elín Metta, á góðri stundu gegn Ungverjalandi.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRFyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur í kvöld sinn 127. leik og á líkt og Jón Þór von á erfiðum leik. „Það var margt jákvætt í leiknum gegn Ungverjalandi en líka margt sem mátti gera betur þrátt fyrir að það hafi endað með 4-1 sigri. Við erum búnar að fara vel yfir síðasta leik, ná góðri endurhæfingu og mætum tilbúnar til leiks í kvöld. Slóvakía er með gott lið, þær eru fastar fyrir og mjög harðar í horn að taka. Þær spila kröftugan fótbolta með góða tæknilega leikmenn inn á milli. Þetta lið hefur verið á uppleið síðustu ár og þær eiga ekki eftir að gefa tommu eftir,“ sagði Sara Björk, aðspurð út í andstæðinginn. Aðspurð tók Sara Björk undir mikilvægi þess að Ísland mætti vart tapa stigi gegn liðunum sem væru lakari á blaði. Bronsliðið frá HM í sumar, Svíþjóð, þykir sigurstranglegt í riðlinum og má Ísland því ekki við því að tapa stigum gegn liðunum sem eru lakari á pappírnum ef Ísland ætlar sér á fjórða Evrópumótið í röð. „Við þurfum að fá fullt hús stiga fyrir leikina gegn Svíþjóð og koma okkur í þá stöðu að fyrsta sætið sé möguleiki í lokaleikjunum. Svíþjóð er með frábært lið en á góðum degi getum við unnið þær,“ sagði Sara, aðspurð út í riðil Íslands í undankeppninni.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport