Jóhannes Karl svekktur hvernig KR kom inn í síðari hálfleikinn og fannst dómarinn flautuglaður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2019 19:32 Jóhannes Karl var líflegur í kvöld eins og svo oft áður. vísir/vilhelm „Það var engin launing að við ætluðum að vera ansi þéttir til baka í fyrri hálfleiknum og mér fannst það heppnast vel því KR-ingarnir spörkuðu boltanum út af ansi oft þó þeir væru í fínni stöðu. Það sem skilur að eftir fyrri hálfleik er hvað dómarinn [Einar Ingi Jóhannesson] var flautuglaður og mér fannst hann ekki höndla þetta nægilega vel“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfara Skagamanna, eftir 2-0 tap ÍA gegn KR í Vesturbænum. Jóhannes Karl var ekki hættur að ræða dómara leiksins. „Hann gaf KR-ingum aukaspyrnur á það sem mér fannst vera alvöru tæklingar sem eiga að eiga sér stað í fótboltaleikjum en dómarinn flautaði á allt fyrir KR-ingana í fyrri hálfleiknum. Það er það sem skilur að og svo undir lok leiks erum við að reyna jafna og Kiddi [Kristinn Jónsson] skorar undramark, vel gert hjá honum reyndar.“ Í kjölfarið var Jóhannes spurður út í línuna sem Einar Ingi lagði í dag en leikir KR og ÍA hafa oftar en ekki verið mjög líflegir í gegnum árin. „Ég veit ekki hvort dómarinn hafi aldrei horft á KR-ÍA hérna áður en ég skyldi ekki línuna sem hann var að leggja með aukaspyrnunum sem hann gaf KR-ingum í fyrri hálfleik. Þeir hentu sér niður á hættulegum stöðum og fengu aukaspyrnur sem mér fannst alltof soft.“ „Við vissum alltaf að það yrði erfitt að koma hingað í Vesturbæinn að spila á móti KR. Þeir gera mjög vel sem þeir eru að gera og ná marki í fyrri hálfleik með frábærum gæðum hjá Óskari Erni Haukssyni en eins og ég kom inn á áðan þá fá þeir gefins aukaspyrnuna,“ sagði Jóhannes um leik dagsins. Hann hélt áfram. „Eftir markið reyna þeir ekki að spila fótbolta og ég er pínu svekktur yfir því hvernig KR kom inn í seinni hálfleikinn. Verðandi Íslandsmeistarar, reynið að spila smá fótbolta fyrir fólkið ykkar í seinni hálfleik og mér fannst það vera skrýtið þar sem KR er með fullt af frábærum fótboltamönnum,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á titilinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
„Það var engin launing að við ætluðum að vera ansi þéttir til baka í fyrri hálfleiknum og mér fannst það heppnast vel því KR-ingarnir spörkuðu boltanum út af ansi oft þó þeir væru í fínni stöðu. Það sem skilur að eftir fyrri hálfleik er hvað dómarinn [Einar Ingi Jóhannesson] var flautuglaður og mér fannst hann ekki höndla þetta nægilega vel“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfara Skagamanna, eftir 2-0 tap ÍA gegn KR í Vesturbænum. Jóhannes Karl var ekki hættur að ræða dómara leiksins. „Hann gaf KR-ingum aukaspyrnur á það sem mér fannst vera alvöru tæklingar sem eiga að eiga sér stað í fótboltaleikjum en dómarinn flautaði á allt fyrir KR-ingana í fyrri hálfleiknum. Það er það sem skilur að og svo undir lok leiks erum við að reyna jafna og Kiddi [Kristinn Jónsson] skorar undramark, vel gert hjá honum reyndar.“ Í kjölfarið var Jóhannes spurður út í línuna sem Einar Ingi lagði í dag en leikir KR og ÍA hafa oftar en ekki verið mjög líflegir í gegnum árin. „Ég veit ekki hvort dómarinn hafi aldrei horft á KR-ÍA hérna áður en ég skyldi ekki línuna sem hann var að leggja með aukaspyrnunum sem hann gaf KR-ingum í fyrri hálfleik. Þeir hentu sér niður á hættulegum stöðum og fengu aukaspyrnur sem mér fannst alltof soft.“ „Við vissum alltaf að það yrði erfitt að koma hingað í Vesturbæinn að spila á móti KR. Þeir gera mjög vel sem þeir eru að gera og ná marki í fyrri hálfleik með frábærum gæðum hjá Óskari Erni Haukssyni en eins og ég kom inn á áðan þá fá þeir gefins aukaspyrnuna,“ sagði Jóhannes um leik dagsins. Hann hélt áfram. „Eftir markið reyna þeir ekki að spila fótbolta og ég er pínu svekktur yfir því hvernig KR kom inn í seinni hálfleikinn. Verðandi Íslandsmeistarar, reynið að spila smá fótbolta fyrir fólkið ykkar í seinni hálfleik og mér fannst það vera skrýtið þar sem KR er með fullt af frábærum fótboltamönnum,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á titilinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Leik lokið: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á titilinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00