Ummæli Gylfa um Icelandair „ógætileg“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. september 2019 16:48 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að ummæli nefndarmanns peningastefnunefndar í morgun hafa verið ógætileg. Vísir/JKJ Eðlilegra hefði verið af Gylfa Zoëga, nefndarmanni í peningastefnunefnd, að leita upplýsinga hjá Icelandair Group í stað þess að láta „ógætileg“ ummæli falla um stöðu félagsins, að mati Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group. Ólíkt því sem hagfræðiprófessorinn lét í veðri vaka á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun standi Icelandair vel hvað lausafé og eigið fé varðar. Staða ferðaþjónustunnar var sérstaklega rædd á fundinum í morgun og bað Gylfi fundarmenn að fylgjast með stöðu flugfélagsins. Jafnframt velti prófessorinn upp spurningunni hvenær, eftir áföll síðustu missera, eiginfjárstaða Icelandair væri komin á hættulegt stig.Sjá einnig: Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing„Mig langar sérstaklega að beina athygli ykkar að þessu stóra flugfélagi sem að við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef þið reiknið fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig,“ spurði Gylfi.Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og meðlimur peningastefnunefndar.vísir/vilhelmFundurinn var opinn fjölmiðlum og var sjónvarpað beint frá honum, bæði á vef Alþingis og Vísis. Ummæli prófessorsins séu því einkar ógætileg að mati Boga, sem segir í samtali við Fréttablaðið Gylfa og aðra „sem fjalla um þessi mál, með þessum hætti og á þessum vettvangi bera mikla ábyrgð og verða að vanda málflutning sinn.“ Bogi segir Gylfa ekki hafa falast eftir upplýsingu um stöðu Icelandair í aðdraganda fundarins, sem hefði eðlilegra að mati forstjórans. Þannig segist Bogi ekki vita hvaða greiningu Gylfi gerði áður en prófessorinn „setti þetta fram með þessum hætti,“ eins og Bogi kemst að orði við Fréttablaðið. Þvert á móti standi Icelandair Group sterkt gagnvart áföllum að sögn Boga, ekki síst vegna stefnu félagsins um að búa ætíð að sterkri lausa- og eiginfjárstöðu. „Við fylgjum þessari stefnu markvisst og í lok júní vorum við með tæplega 30 milljarða króna í lausafé, að meðtöldum óádregnum lánalínum, og yfir 50 milljarða í eigið fé. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við krefjandi aðstæður,“ segir Bogi við Fréttablaðið. Bréf í Icelandair Group féllu um 3,25 prósent í dag í 70 milljón króna viðskiptum. Hvort hinum „óvarlegu“ ummælum Gylfa Zoëga eða áframhaldandi áhyggjum af þróun olíuverðs, sem höfðu áhrif á gengi bréfanna í upphafi vikunnar, sé um að kenna verður þó ósagt látið.Upptöku af fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun má sjá hér að neðan. Alþingi Efnahagsmál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45 Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir fundi opnum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. 19. september 2019 12:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Eðlilegra hefði verið af Gylfa Zoëga, nefndarmanni í peningastefnunefnd, að leita upplýsinga hjá Icelandair Group í stað þess að láta „ógætileg“ ummæli falla um stöðu félagsins, að mati Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group. Ólíkt því sem hagfræðiprófessorinn lét í veðri vaka á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun standi Icelandair vel hvað lausafé og eigið fé varðar. Staða ferðaþjónustunnar var sérstaklega rædd á fundinum í morgun og bað Gylfi fundarmenn að fylgjast með stöðu flugfélagsins. Jafnframt velti prófessorinn upp spurningunni hvenær, eftir áföll síðustu missera, eiginfjárstaða Icelandair væri komin á hættulegt stig.Sjá einnig: Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing„Mig langar sérstaklega að beina athygli ykkar að þessu stóra flugfélagi sem að við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef þið reiknið fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig,“ spurði Gylfi.Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og meðlimur peningastefnunefndar.vísir/vilhelmFundurinn var opinn fjölmiðlum og var sjónvarpað beint frá honum, bæði á vef Alþingis og Vísis. Ummæli prófessorsins séu því einkar ógætileg að mati Boga, sem segir í samtali við Fréttablaðið Gylfa og aðra „sem fjalla um þessi mál, með þessum hætti og á þessum vettvangi bera mikla ábyrgð og verða að vanda málflutning sinn.“ Bogi segir Gylfa ekki hafa falast eftir upplýsingu um stöðu Icelandair í aðdraganda fundarins, sem hefði eðlilegra að mati forstjórans. Þannig segist Bogi ekki vita hvaða greiningu Gylfi gerði áður en prófessorinn „setti þetta fram með þessum hætti,“ eins og Bogi kemst að orði við Fréttablaðið. Þvert á móti standi Icelandair Group sterkt gagnvart áföllum að sögn Boga, ekki síst vegna stefnu félagsins um að búa ætíð að sterkri lausa- og eiginfjárstöðu. „Við fylgjum þessari stefnu markvisst og í lok júní vorum við með tæplega 30 milljarða króna í lausafé, að meðtöldum óádregnum lánalínum, og yfir 50 milljarða í eigið fé. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við krefjandi aðstæður,“ segir Bogi við Fréttablaðið. Bréf í Icelandair Group féllu um 3,25 prósent í dag í 70 milljón króna viðskiptum. Hvort hinum „óvarlegu“ ummælum Gylfa Zoëga eða áframhaldandi áhyggjum af þróun olíuverðs, sem höfðu áhrif á gengi bréfanna í upphafi vikunnar, sé um að kenna verður þó ósagt látið.Upptöku af fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun má sjá hér að neðan.
Alþingi Efnahagsmál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45 Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir fundi opnum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. 19. september 2019 12:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45
Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir fundi opnum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. 19. september 2019 12:00