Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðir Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2019 10:16 Stuðningsmenn íbúanna í Fukushima mótmæla dómnum í Tókýó í dag. AP/Satoru Yonemaru Dómstóll í Japan sýknaði þrjá fyrrverandi yfirmenn orkufyrirtækisins sem rekur Fukushima-kjarnorkuverið af ákæru um vanrækslu þegar kjarnaofnar bræddu úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að stefnendurnir áfrýja dómnum. Tsunehisa Katsumata, fyrrverandi stjórnarformaður TEPCO, og tveir aðrir yfirmenn fyrirtækisins voru ákærðir fyrir að hafa ekki séð fyrir flóðbylgjuna sem myndaðist eftir jarðskjálftann og hafa ekki gripið til aðgerða sem hefðu getað varið kjarnorkuverið fyrir henni. Saksóknarar höfðu krafist fimm ára fangelsisvistar yfir þeim. Þetta er eina sakamálið sem hefur verið höfðað vegna Fukushima-kjarnorkuslyssins. Fram kom hjá saksóknurunum að yfirmennirnir hefðu haft aðgang að gögnum og rannsóknum sem gerðu ráð fyrir að flóðbylgja sem næði tíu metrum gæti leitt til þess að rafmagni slægi út með hættu á alvarlegum slysum. Þá lögðu saksóknararnir fram tölvupóst á milli öryggisfulltrúa fyrirtækisins og yfirmanna um að þörf væri á frekari flóðbylgjuvörnum. Yfirmennirnir fullyrtu fyrir dómi að ómögulegt hefði verið að sjá flóðbylgjuna fyrir, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Þremenningarnir voru jafnframt sýknaðir af því að hafa valdið dauða 44 eldri borgara eftir að flytja þurfti þá í skyndi frá sjúkrahúsi í grennd við Fukushima Dai-ichi-kjarnorkuverið. Dómstóllinn taldi að þrátt fyrir að yfirmönnunum hefði verið kunnugt um að bæta þyrfti varnir gegn flóðbylgju hafi gjörðir þeirra verið í samræmi við öryggisviðmið stjórnvalda á þeim tíma sem hörmungarnar dundu yfir. Óvíst væri hvort þeir hefðu getað brugðist við áður en flóðbylgjan skall á.Yfirmennirnir þrír, frá vinstri: Tsunehisa Katsumata, stjórnarformaður, Sakae Muto og Ichiro Takekuro, varaforsetar TEPCO.AP/Satoru YonemaruGæti velkst um fyrir dómstólum í áratug Stuðningsmenn 5.700 íbúa Fukushima sem kærðu yfirmennina mótmæltu dómnum fyrir utan dómshúsið í Tókýó og sögðu hann óréttlátann. Lögmaður íbúanna segist búast við því að málið eigi eftir að veltast um fyrir dómstólum í allt að áratug. „Þetta er aðeins upphafið á mikilli orrustu,“ sagði Hiroyuki Kawai, lögmaðurinn. Þrír kjarnaofnar bræddu úr vegna skemmda sem urðu af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar 11. mars árið 2011. Geislavirkt efni dreifðist yfir svæðið í kring og út í hafið. Tugir þúsunda manna sem bjuggu í grennd við kjarnorkuverið hafa enn ekki fengið að snúa til síns heima. Niðurstaða rannsókn japönsku ríkisstjórnarinnar og þingsins var sú að skortu á öryggismenningu og léleg áhættustýring hafi leitt til hörmunganna í Fukushima. Þannig hafi yfirmenn versins vanmetið hættuna af flóðbylgjum. Þeir hafi ásamt eftirlitsstofnunum hunsað þá hættu. Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Dómstóll í Japan sýknaði þrjá fyrrverandi yfirmenn orkufyrirtækisins sem rekur Fukushima-kjarnorkuverið af ákæru um vanrækslu þegar kjarnaofnar bræddu úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að stefnendurnir áfrýja dómnum. Tsunehisa Katsumata, fyrrverandi stjórnarformaður TEPCO, og tveir aðrir yfirmenn fyrirtækisins voru ákærðir fyrir að hafa ekki séð fyrir flóðbylgjuna sem myndaðist eftir jarðskjálftann og hafa ekki gripið til aðgerða sem hefðu getað varið kjarnorkuverið fyrir henni. Saksóknarar höfðu krafist fimm ára fangelsisvistar yfir þeim. Þetta er eina sakamálið sem hefur verið höfðað vegna Fukushima-kjarnorkuslyssins. Fram kom hjá saksóknurunum að yfirmennirnir hefðu haft aðgang að gögnum og rannsóknum sem gerðu ráð fyrir að flóðbylgja sem næði tíu metrum gæti leitt til þess að rafmagni slægi út með hættu á alvarlegum slysum. Þá lögðu saksóknararnir fram tölvupóst á milli öryggisfulltrúa fyrirtækisins og yfirmanna um að þörf væri á frekari flóðbylgjuvörnum. Yfirmennirnir fullyrtu fyrir dómi að ómögulegt hefði verið að sjá flóðbylgjuna fyrir, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Þremenningarnir voru jafnframt sýknaðir af því að hafa valdið dauða 44 eldri borgara eftir að flytja þurfti þá í skyndi frá sjúkrahúsi í grennd við Fukushima Dai-ichi-kjarnorkuverið. Dómstóllinn taldi að þrátt fyrir að yfirmönnunum hefði verið kunnugt um að bæta þyrfti varnir gegn flóðbylgju hafi gjörðir þeirra verið í samræmi við öryggisviðmið stjórnvalda á þeim tíma sem hörmungarnar dundu yfir. Óvíst væri hvort þeir hefðu getað brugðist við áður en flóðbylgjan skall á.Yfirmennirnir þrír, frá vinstri: Tsunehisa Katsumata, stjórnarformaður, Sakae Muto og Ichiro Takekuro, varaforsetar TEPCO.AP/Satoru YonemaruGæti velkst um fyrir dómstólum í áratug Stuðningsmenn 5.700 íbúa Fukushima sem kærðu yfirmennina mótmæltu dómnum fyrir utan dómshúsið í Tókýó og sögðu hann óréttlátann. Lögmaður íbúanna segist búast við því að málið eigi eftir að veltast um fyrir dómstólum í allt að áratug. „Þetta er aðeins upphafið á mikilli orrustu,“ sagði Hiroyuki Kawai, lögmaðurinn. Þrír kjarnaofnar bræddu úr vegna skemmda sem urðu af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar 11. mars árið 2011. Geislavirkt efni dreifðist yfir svæðið í kring og út í hafið. Tugir þúsunda manna sem bjuggu í grennd við kjarnorkuverið hafa enn ekki fengið að snúa til síns heima. Niðurstaða rannsókn japönsku ríkisstjórnarinnar og þingsins var sú að skortu á öryggismenningu og léleg áhættustýring hafi leitt til hörmunganna í Fukushima. Þannig hafi yfirmenn versins vanmetið hættuna af flóðbylgjum. Þeir hafi ásamt eftirlitsstofnunum hunsað þá hættu.
Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01
Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49
Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15