RIFF byrjar í næstu viku Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. september 2019 07:15 Hann var vaskur og glaðbeittur, RIFF-hópurinn, sem kynnti herlegheitin sem framundan eru á blaðamannafundi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst eftir slétta viku, fimmtudaginn 26. september, með frumsýningu á End of Sentence eftir Elvar Aðalsteins. Hátíðinni lýkur svo 6. október með frumsýningu á Parasite, eftir Bong Joon-ho, en sú mynd vann aðalverðlaunin í Cannes í vor. RIFF er nú haldin í sextánda sinn og er dagskráin sérlega glæsileg af því tilefni. Myndirnar á hátíðinni eiga það flestar sammerkt að vera splunkunýjar, margar hverjar heimsfrumsýndar nýlega í Cannes, Feneyjum og Toronto, og endurspegla það besta sem alþjóðleg kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða. Um er að ræða gæðamyndir af ýmsu tagi eftir virta leikstjóra og með heimsfrægum leikurum á borð við John Hawkes, Willem DaFoe, Tilda Swinton, Robert Pattison og Bill Murray. Myndirnar fjalla um allt milli himins og jarðar, allt frá framhjáhaldi, fantaskap og földum gröfum til póetískrar myndar um bóndahjón að bregða búi á Krossnesi á Ströndum. RIFF er fjölbreytt, sólrík en jafnframt skuggaleg, og þar verður hægt að finna allt litróf mannlegra tilfinninga. Meðal mynda sem sýndar verða eru The Lighthouse sem sló í gegn á Cannes-hátíðinni í vor, en þær þrjár myndir sem vöktu mesta athygli á þeirri hátíð verða allar sýndar á RIFF, hinar tvær voru Parasite og The Dead don’t die eftir Jim Jarmusch. Sérstök athygli verður veitt myndum frá Austurríki í ár. Myndir eins og Earth, sem fjallar ekki um loftslagsbreytingar heldur landslagsbreytingar af mannavöldum. Chaos eftir Söruh Fattahl sem er sýrlenskur flóttamaður í Vín og er orðin ein af efnilegustu leikstjórum Austurríkis. Nobadi eftir Karl Markovics sem var heimsfrumsýnd í Toronto í síðustu viku, Movements of a nearby mountain eftir Nahen Bergs, The Children of the Dead eftir Kelly Copper og Pavol Liska, Space Dogs eftir Elsu Kremser og Levin Peter að ógleymdri Little Joe eftir Jessicu Hausner, en hún vakti mikla athygli á Cannes-hátíðinni í vor og vann aðalleikkona myndarinnar, Emily Beecham, aðal leikaraverðlaunin á hátíðinni í vor. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík RIFF Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst eftir slétta viku, fimmtudaginn 26. september, með frumsýningu á End of Sentence eftir Elvar Aðalsteins. Hátíðinni lýkur svo 6. október með frumsýningu á Parasite, eftir Bong Joon-ho, en sú mynd vann aðalverðlaunin í Cannes í vor. RIFF er nú haldin í sextánda sinn og er dagskráin sérlega glæsileg af því tilefni. Myndirnar á hátíðinni eiga það flestar sammerkt að vera splunkunýjar, margar hverjar heimsfrumsýndar nýlega í Cannes, Feneyjum og Toronto, og endurspegla það besta sem alþjóðleg kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða. Um er að ræða gæðamyndir af ýmsu tagi eftir virta leikstjóra og með heimsfrægum leikurum á borð við John Hawkes, Willem DaFoe, Tilda Swinton, Robert Pattison og Bill Murray. Myndirnar fjalla um allt milli himins og jarðar, allt frá framhjáhaldi, fantaskap og földum gröfum til póetískrar myndar um bóndahjón að bregða búi á Krossnesi á Ströndum. RIFF er fjölbreytt, sólrík en jafnframt skuggaleg, og þar verður hægt að finna allt litróf mannlegra tilfinninga. Meðal mynda sem sýndar verða eru The Lighthouse sem sló í gegn á Cannes-hátíðinni í vor, en þær þrjár myndir sem vöktu mesta athygli á þeirri hátíð verða allar sýndar á RIFF, hinar tvær voru Parasite og The Dead don’t die eftir Jim Jarmusch. Sérstök athygli verður veitt myndum frá Austurríki í ár. Myndir eins og Earth, sem fjallar ekki um loftslagsbreytingar heldur landslagsbreytingar af mannavöldum. Chaos eftir Söruh Fattahl sem er sýrlenskur flóttamaður í Vín og er orðin ein af efnilegustu leikstjórum Austurríkis. Nobadi eftir Karl Markovics sem var heimsfrumsýnd í Toronto í síðustu viku, Movements of a nearby mountain eftir Nahen Bergs, The Children of the Dead eftir Kelly Copper og Pavol Liska, Space Dogs eftir Elsu Kremser og Levin Peter að ógleymdri Little Joe eftir Jessicu Hausner, en hún vakti mikla athygli á Cannes-hátíðinni í vor og vann aðalleikkona myndarinnar, Emily Beecham, aðal leikaraverðlaunin á hátíðinni í vor.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík RIFF Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning