Ekkert gerist Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. september 2019 08:00 Siðanefnd gerir ekki verulegt gagn ef sá einstaklingur sem siða á til tekur ekki mark á úrskurði hennar heldur snýr þóttafullur upp á sig. Siðanefnd Alþingis virðist einmitt vera nefnd af þessu tagi. Hún ályktar en um leið er eins og ekkert hafi gerst, einfaldlega vegna þess að enginn tekur mark á henni. Þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er formaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og Bergþór Ólason á víst að verða formaður í umhverfis- og samgöngunefnd. Bæði hafa, samkvæmt úrskurði siðanefndar Alþingis, gerst brotleg gegn siðareglum. Hún vegna ummæla um akstursgreiðslur þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar. Hann vegna ummæla á barnum á Klaustri. Hvorugt þeirra hefur sýnt iðrun vegna orða sinna. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét nýlega bóka það í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hann styddi ekki Þórhildi Sunnu til formennsku í nefndinni, og sagði ástæðuna þá að hún hefði sýnt siðanefnd lítilsvirðingu með viðbrögðum sínum. Í viðtali var Brynjar spurður um formennsku Bergþórs í umhverfis- og samgöngunefnd. Hann sagði Bergþór hafa beðist velvirðingar og viðurkennt mistök. Brynjar er skarpur maður, alltof skarpur til að láta Klausturþingmennina blekkja sig. Öll gerumst við þó einhvern tímann sek um of mikla trúgirni, og einmitt það kann að hafa hent Brynjar. Skyndilega sér hann ekki það sem blasir þó við, sem sagt það að iðrun Klausturþingmanna var engin, þeim þótti hins vegar mjög miður að upp um þá hefði komist. Ef Klausturþingmenn hefðu séð eftir orðum sínum þá hefðu þeir ekki gripið til forkastanlegra aðgerða gegn öryrkjanum Báru Halldórsdóttur. Þar urðu þeir sjálfum sér til ævarandi minnkunar, ekki síður en á barnum. Þórhildur Sunna og Bergþór iðrast einskis. Þau taka ekki mark á áliti siðanefndar. Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni? Þórhildur Sunna sagðist vera ósammála úrskurðinum og hljómaði um leið eins og ráðherra sem hún vill örugglega helst ekki líkjast, sem er Sigríður Á. Andersen. Ekki verður annað séð en að úrskurðir siðanefndar Alþingis hafi engar afleiðingar. Þarna er einungis á ferð enn ein nefndin sem fundar og skilar síðan af sér áliti sem fellur dautt niður. Fall er fararheill, segir á góðum stað, en erfitt er að sjá fyrir sér að siðanefndin muni upp rísa og verða marktæk. Þingmenn sem nefndin mun áminna í framtíðinni þurfa ekki að taka nokkurt mark á úrskurðum. Þeir munu líta í eigin barm og ekki sjá nokkra sök heldur horfa til Þórhildar Sunnu og Bergþórs sem urðu formenn í nefndum stuttu eftir úrskurði siðanefndar. Fyrr á þessu ári sagði Brynjar Níelsson: „Siðanefndin getur haft einhverja skoðun á hlutunum en það gerist ekkert meira. Menn ákveða bara sjálfir hvað þeir gera.“ Hárrétt hjá þingmanni sem lýsti því þá einnig yfir að siðanefnd Alþingis væri alls óþörf. Kollegar hans á þingi hefðu betur hlustað á hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Siðanefnd gerir ekki verulegt gagn ef sá einstaklingur sem siða á til tekur ekki mark á úrskurði hennar heldur snýr þóttafullur upp á sig. Siðanefnd Alþingis virðist einmitt vera nefnd af þessu tagi. Hún ályktar en um leið er eins og ekkert hafi gerst, einfaldlega vegna þess að enginn tekur mark á henni. Þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er formaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og Bergþór Ólason á víst að verða formaður í umhverfis- og samgöngunefnd. Bæði hafa, samkvæmt úrskurði siðanefndar Alþingis, gerst brotleg gegn siðareglum. Hún vegna ummæla um akstursgreiðslur þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar. Hann vegna ummæla á barnum á Klaustri. Hvorugt þeirra hefur sýnt iðrun vegna orða sinna. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét nýlega bóka það í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hann styddi ekki Þórhildi Sunnu til formennsku í nefndinni, og sagði ástæðuna þá að hún hefði sýnt siðanefnd lítilsvirðingu með viðbrögðum sínum. Í viðtali var Brynjar spurður um formennsku Bergþórs í umhverfis- og samgöngunefnd. Hann sagði Bergþór hafa beðist velvirðingar og viðurkennt mistök. Brynjar er skarpur maður, alltof skarpur til að láta Klausturþingmennina blekkja sig. Öll gerumst við þó einhvern tímann sek um of mikla trúgirni, og einmitt það kann að hafa hent Brynjar. Skyndilega sér hann ekki það sem blasir þó við, sem sagt það að iðrun Klausturþingmanna var engin, þeim þótti hins vegar mjög miður að upp um þá hefði komist. Ef Klausturþingmenn hefðu séð eftir orðum sínum þá hefðu þeir ekki gripið til forkastanlegra aðgerða gegn öryrkjanum Báru Halldórsdóttur. Þar urðu þeir sjálfum sér til ævarandi minnkunar, ekki síður en á barnum. Þórhildur Sunna og Bergþór iðrast einskis. Þau taka ekki mark á áliti siðanefndar. Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni? Þórhildur Sunna sagðist vera ósammála úrskurðinum og hljómaði um leið eins og ráðherra sem hún vill örugglega helst ekki líkjast, sem er Sigríður Á. Andersen. Ekki verður annað séð en að úrskurðir siðanefndar Alþingis hafi engar afleiðingar. Þarna er einungis á ferð enn ein nefndin sem fundar og skilar síðan af sér áliti sem fellur dautt niður. Fall er fararheill, segir á góðum stað, en erfitt er að sjá fyrir sér að siðanefndin muni upp rísa og verða marktæk. Þingmenn sem nefndin mun áminna í framtíðinni þurfa ekki að taka nokkurt mark á úrskurðum. Þeir munu líta í eigin barm og ekki sjá nokkra sök heldur horfa til Þórhildar Sunnu og Bergþórs sem urðu formenn í nefndum stuttu eftir úrskurði siðanefndar. Fyrr á þessu ári sagði Brynjar Níelsson: „Siðanefndin getur haft einhverja skoðun á hlutunum en það gerist ekkert meira. Menn ákveða bara sjálfir hvað þeir gera.“ Hárrétt hjá þingmanni sem lýsti því þá einnig yfir að siðanefnd Alþingis væri alls óþörf. Kollegar hans á þingi hefðu betur hlustað á hann.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun