Helgi: Kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2019 21:38 Helgi hættir með Fylki eftir tímabilið. vísir/bára Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, hrósaði sínum mönnum í hástert eftir sigurinn á Víkingi, 3-1, í kvöld. Með honum komust Fylkismenn upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. „Þetta var sanngjarn sigur. Við hefðum átt að vera 2-3 mörkum yfir í hálfleik og fengum tvö dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks. Svo tóku þeir aðeins yfir og jafna en við sýndum þvílíkan karakter eins og við höfum oft gert í sumar. Ég er hrikalega stoltur af strákunum sem eru búnir að leggja alla þessa vinnu á sig þessi þrjú ár sem ég hef verið með liðið,“ sagði Helgi eftir leik. „Við erum í 5. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Það eru mörg ár síðan Fylkir hefur verið í þessari stöðu. En við viljum meira og komast ofar. Þetta var gríðarlega öflug liðsframmistaða.“ Helgi sagði leikinn í kvöld einn af þeim bestu hjá Fylki í sumar. „Þetta var heilsteyptur leikur. Við gáfum engin færi á okkur í fyrri hálfleik en 2-3 í þeim seinni. Við óðum í færum og með smá klókindum hefðum við skorað fleiri mörk. En ég kvarta ekki yfir 3-1 sigri,“ sagði Helgi. „Við gerðum vel að koma til baka eftir að þeir jöfnuðu. Strákarnir ætluðu sér sigur. Það er alveg sama hvort menn byrja inn á eða koma inn á, þeir gera sitt. Við erum með góðan hóp sem Fylkismenn mega vera stoltir af.“ Í síðustu viku var greint frá því að Helgi yrði ekki þjálfari Fylkis á næsta tímabili. Heyra mátti að hann er ekkert sérstaklega ánægður með þann ráðahag. „Það er frábært að sjá þessa stráka dafna. Ég tók við þeim í Inkasso-deildinni og verkefnið var að koma liðinu upp og festa það í sessi í efstu deild. Við höfum staðist allar raunir. Við erum í 5. sæti núna og eigum möguleika að komast enn ofar. Það eru kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum. Ég veit ekki,“ sagði Helgi að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, hrósaði sínum mönnum í hástert eftir sigurinn á Víkingi, 3-1, í kvöld. Með honum komust Fylkismenn upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. „Þetta var sanngjarn sigur. Við hefðum átt að vera 2-3 mörkum yfir í hálfleik og fengum tvö dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks. Svo tóku þeir aðeins yfir og jafna en við sýndum þvílíkan karakter eins og við höfum oft gert í sumar. Ég er hrikalega stoltur af strákunum sem eru búnir að leggja alla þessa vinnu á sig þessi þrjú ár sem ég hef verið með liðið,“ sagði Helgi eftir leik. „Við erum í 5. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Það eru mörg ár síðan Fylkir hefur verið í þessari stöðu. En við viljum meira og komast ofar. Þetta var gríðarlega öflug liðsframmistaða.“ Helgi sagði leikinn í kvöld einn af þeim bestu hjá Fylki í sumar. „Þetta var heilsteyptur leikur. Við gáfum engin færi á okkur í fyrri hálfleik en 2-3 í þeim seinni. Við óðum í færum og með smá klókindum hefðum við skorað fleiri mörk. En ég kvarta ekki yfir 3-1 sigri,“ sagði Helgi. „Við gerðum vel að koma til baka eftir að þeir jöfnuðu. Strákarnir ætluðu sér sigur. Það er alveg sama hvort menn byrja inn á eða koma inn á, þeir gera sitt. Við erum með góðan hóp sem Fylkismenn mega vera stoltir af.“ Í síðustu viku var greint frá því að Helgi yrði ekki þjálfari Fylkis á næsta tímabili. Heyra mátti að hann er ekkert sérstaklega ánægður með þann ráðahag. „Það er frábært að sjá þessa stráka dafna. Ég tók við þeim í Inkasso-deildinni og verkefnið var að koma liðinu upp og festa það í sessi í efstu deild. Við höfum staðist allar raunir. Við erum í 5. sæti núna og eigum möguleika að komast enn ofar. Það eru kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum. Ég veit ekki,“ sagði Helgi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45