Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. september 2019 19:00 Hvorki hægriblokk Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins né miðju-vinstri blokk Benjamíns Gantz og hans Bláhvíta bandalags náði að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fram fóru í Ísrael í gær. Flokkar hliðhollir Netanjahú fá samtals 55 sæti af 120 og eru því ansi nálægt meirihluta. Hann þarf hins vegar að fá til liðs við sig Yisrael Beiteinu, flokk fyrrverandi varnarmálaráðherrans Avigdors Lieberman, sem sleit stjórnarsamstarfi við Líkúd. En Lieberman, sem er í oddastöðu, vill ekki ganga aftur inn í gömlu stjórnina. „Það er einungis eitt í stöðunni. Breitt samstarf Yisrael Beiteinu, Líkúd og Bláhvítra,“ sagði hann í nótt. Gantz sagðist hrifinn af hugmyndinni. Vill mynda stjórn með Yisrael Beiteinu, Verkamannaflokknum og Líkúd en án Netanjahús. Ólíklegt er að Netanjahú lítist á þá hugmynd. Komist hann ekki til valda, og nái í gegn frumvarpi sem bannar ákærur á hendur forsætisráðherra, á hann yfir höfði sér ákæru fyrir þátt sinn í spillingarmálum. Þótt ísraelskir Arabar, um fimmtungur íbúa, hafi margir fagnað því að sameinað framboð Arabalsita hafi náð þrettán sætum eru ekki allir ánægðir með niðurstöðurnar. „Hvort sem þetta verða Bláhvít eða Netanjahú, þetta er allt saman eins. Ekkert þeirra vill Araba. Ég kalla eftir því að arabískir þingmenn fari ekki á hnén. Við höfum okkar kröfur, okkar stolt, og krefjumst virðingar,“ sagði verslunarmaðurinn Omar Kassoum við AP. Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Hvorki hægriblokk Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins né miðju-vinstri blokk Benjamíns Gantz og hans Bláhvíta bandalags náði að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fram fóru í Ísrael í gær. Flokkar hliðhollir Netanjahú fá samtals 55 sæti af 120 og eru því ansi nálægt meirihluta. Hann þarf hins vegar að fá til liðs við sig Yisrael Beiteinu, flokk fyrrverandi varnarmálaráðherrans Avigdors Lieberman, sem sleit stjórnarsamstarfi við Líkúd. En Lieberman, sem er í oddastöðu, vill ekki ganga aftur inn í gömlu stjórnina. „Það er einungis eitt í stöðunni. Breitt samstarf Yisrael Beiteinu, Líkúd og Bláhvítra,“ sagði hann í nótt. Gantz sagðist hrifinn af hugmyndinni. Vill mynda stjórn með Yisrael Beiteinu, Verkamannaflokknum og Líkúd en án Netanjahús. Ólíklegt er að Netanjahú lítist á þá hugmynd. Komist hann ekki til valda, og nái í gegn frumvarpi sem bannar ákærur á hendur forsætisráðherra, á hann yfir höfði sér ákæru fyrir þátt sinn í spillingarmálum. Þótt ísraelskir Arabar, um fimmtungur íbúa, hafi margir fagnað því að sameinað framboð Arabalsita hafi náð þrettán sætum eru ekki allir ánægðir með niðurstöðurnar. „Hvort sem þetta verða Bláhvít eða Netanjahú, þetta er allt saman eins. Ekkert þeirra vill Araba. Ég kalla eftir því að arabískir þingmenn fari ekki á hnén. Við höfum okkar kröfur, okkar stolt, og krefjumst virðingar,“ sagði verslunarmaðurinn Omar Kassoum við AP.
Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38
Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01