Engin kostnaðaráætlun gerð vegna komu Mike Pence Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2019 15:26 Katrín fylgist grannt með Pence áður en þau héldu inn á fund sinn í húsi Landhelgisgæslunnar í Keflavík í gær. Vísir/vilhelm Utanríkisráðuneytið gerir ekki sérstaklega kostnaðaráætlanir fyrir heimsóknir erlendra ráðamanna til landsins. Er miðað við fasta kostnaðarliði. Þetta segir í svari ráðuneytisins varðandi kostnað íslenska ríkisins við komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands þann 4. september síðastliðinn. María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar, segir ekki ljóst hvenær heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins muni liggja fyrir. Allir reikningar verði birtir á vefsíðu opinna reikninga jafnóðum. „Einnig ber að nefna að bandarísk stjórnvöld báru stóran hluta kostnaðar við undirbúning heimsóknarinnar og dvöl varaforsetans og hefur utanríkisráðuneytið ekki upplýsingar um þann kostnað,“ segir María Mjöll. Vísir hafði áður greint frá því að kostnaður íslenska ríkisins við heimsóknina hefði verið þó nokkuð fram yfir viðmið fyrri heimsókna erlendra ráðamanna. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytinsins fylgdi töluverður ófyrirséður kostnaður breytingum sem urðu á dagskrá heimsóknarinnar og öryggiskröfum.Írsk yfirvöld áætla að heimsókn Pence þangað áður en hann kom til Íslands hafi kostað þau um sjö hundruð milljón krónur. Fyrir liggur að kostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna heimsóknarinnar nam 14,1 milljón króna, eða tveimur milljónum á klukkustund miðað við þær sjö klukkustundir sem varaforsetinn dvaldi hér á landi. Vinnuframlag lögregluþjóna á vakt og í rannsóknardeild var stærsti kostnaðarliður heimsóknarinnar og hljóðaði upp á rúmar 4,2 milljónir króna. Vinnuframlag lögreglumanna við fylgd og í aðgerðasveit nam rúmlega 3,6 milljónum í hvorum flokki. Kostnaður lögreglu vegna heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands, forsætisráðherra allra Norðurlandanna, lögmanns Færeyja og formanns landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja öllu minni en við heimsókn Pence, eða um 5,5 milljónir króna. Þar bar hæst vinnuframlag lögregluþjóna við fylgd, sem nam rétt tæpum þremur milljónum króna. Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15 Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna. 13. september 2019 08:57 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Utanríkisráðuneytið gerir ekki sérstaklega kostnaðaráætlanir fyrir heimsóknir erlendra ráðamanna til landsins. Er miðað við fasta kostnaðarliði. Þetta segir í svari ráðuneytisins varðandi kostnað íslenska ríkisins við komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands þann 4. september síðastliðinn. María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar, segir ekki ljóst hvenær heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins muni liggja fyrir. Allir reikningar verði birtir á vefsíðu opinna reikninga jafnóðum. „Einnig ber að nefna að bandarísk stjórnvöld báru stóran hluta kostnaðar við undirbúning heimsóknarinnar og dvöl varaforsetans og hefur utanríkisráðuneytið ekki upplýsingar um þann kostnað,“ segir María Mjöll. Vísir hafði áður greint frá því að kostnaður íslenska ríkisins við heimsóknina hefði verið þó nokkuð fram yfir viðmið fyrri heimsókna erlendra ráðamanna. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytinsins fylgdi töluverður ófyrirséður kostnaður breytingum sem urðu á dagskrá heimsóknarinnar og öryggiskröfum.Írsk yfirvöld áætla að heimsókn Pence þangað áður en hann kom til Íslands hafi kostað þau um sjö hundruð milljón krónur. Fyrir liggur að kostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna heimsóknarinnar nam 14,1 milljón króna, eða tveimur milljónum á klukkustund miðað við þær sjö klukkustundir sem varaforsetinn dvaldi hér á landi. Vinnuframlag lögregluþjóna á vakt og í rannsóknardeild var stærsti kostnaðarliður heimsóknarinnar og hljóðaði upp á rúmar 4,2 milljónir króna. Vinnuframlag lögreglumanna við fylgd og í aðgerðasveit nam rúmlega 3,6 milljónum í hvorum flokki. Kostnaður lögreglu vegna heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands, forsætisráðherra allra Norðurlandanna, lögmanns Færeyja og formanns landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja öllu minni en við heimsókn Pence, eða um 5,5 milljónir króna. Þar bar hæst vinnuframlag lögregluþjóna við fylgd, sem nam rétt tæpum þremur milljónum króna.
Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15 Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna. 13. september 2019 08:57 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15
Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna. 13. september 2019 08:57