Engin kostnaðaráætlun gerð vegna komu Mike Pence Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2019 15:26 Katrín fylgist grannt með Pence áður en þau héldu inn á fund sinn í húsi Landhelgisgæslunnar í Keflavík í gær. Vísir/vilhelm Utanríkisráðuneytið gerir ekki sérstaklega kostnaðaráætlanir fyrir heimsóknir erlendra ráðamanna til landsins. Er miðað við fasta kostnaðarliði. Þetta segir í svari ráðuneytisins varðandi kostnað íslenska ríkisins við komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands þann 4. september síðastliðinn. María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar, segir ekki ljóst hvenær heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins muni liggja fyrir. Allir reikningar verði birtir á vefsíðu opinna reikninga jafnóðum. „Einnig ber að nefna að bandarísk stjórnvöld báru stóran hluta kostnaðar við undirbúning heimsóknarinnar og dvöl varaforsetans og hefur utanríkisráðuneytið ekki upplýsingar um þann kostnað,“ segir María Mjöll. Vísir hafði áður greint frá því að kostnaður íslenska ríkisins við heimsóknina hefði verið þó nokkuð fram yfir viðmið fyrri heimsókna erlendra ráðamanna. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytinsins fylgdi töluverður ófyrirséður kostnaður breytingum sem urðu á dagskrá heimsóknarinnar og öryggiskröfum.Írsk yfirvöld áætla að heimsókn Pence þangað áður en hann kom til Íslands hafi kostað þau um sjö hundruð milljón krónur. Fyrir liggur að kostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna heimsóknarinnar nam 14,1 milljón króna, eða tveimur milljónum á klukkustund miðað við þær sjö klukkustundir sem varaforsetinn dvaldi hér á landi. Vinnuframlag lögregluþjóna á vakt og í rannsóknardeild var stærsti kostnaðarliður heimsóknarinnar og hljóðaði upp á rúmar 4,2 milljónir króna. Vinnuframlag lögreglumanna við fylgd og í aðgerðasveit nam rúmlega 3,6 milljónum í hvorum flokki. Kostnaður lögreglu vegna heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands, forsætisráðherra allra Norðurlandanna, lögmanns Færeyja og formanns landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja öllu minni en við heimsókn Pence, eða um 5,5 milljónir króna. Þar bar hæst vinnuframlag lögregluþjóna við fylgd, sem nam rétt tæpum þremur milljónum króna. Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15 Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna. 13. september 2019 08:57 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Utanríkisráðuneytið gerir ekki sérstaklega kostnaðaráætlanir fyrir heimsóknir erlendra ráðamanna til landsins. Er miðað við fasta kostnaðarliði. Þetta segir í svari ráðuneytisins varðandi kostnað íslenska ríkisins við komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands þann 4. september síðastliðinn. María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar, segir ekki ljóst hvenær heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins muni liggja fyrir. Allir reikningar verði birtir á vefsíðu opinna reikninga jafnóðum. „Einnig ber að nefna að bandarísk stjórnvöld báru stóran hluta kostnaðar við undirbúning heimsóknarinnar og dvöl varaforsetans og hefur utanríkisráðuneytið ekki upplýsingar um þann kostnað,“ segir María Mjöll. Vísir hafði áður greint frá því að kostnaður íslenska ríkisins við heimsóknina hefði verið þó nokkuð fram yfir viðmið fyrri heimsókna erlendra ráðamanna. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytinsins fylgdi töluverður ófyrirséður kostnaður breytingum sem urðu á dagskrá heimsóknarinnar og öryggiskröfum.Írsk yfirvöld áætla að heimsókn Pence þangað áður en hann kom til Íslands hafi kostað þau um sjö hundruð milljón krónur. Fyrir liggur að kostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna heimsóknarinnar nam 14,1 milljón króna, eða tveimur milljónum á klukkustund miðað við þær sjö klukkustundir sem varaforsetinn dvaldi hér á landi. Vinnuframlag lögregluþjóna á vakt og í rannsóknardeild var stærsti kostnaðarliður heimsóknarinnar og hljóðaði upp á rúmar 4,2 milljónir króna. Vinnuframlag lögreglumanna við fylgd og í aðgerðasveit nam rúmlega 3,6 milljónum í hvorum flokki. Kostnaður lögreglu vegna heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands, forsætisráðherra allra Norðurlandanna, lögmanns Færeyja og formanns landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja öllu minni en við heimsókn Pence, eða um 5,5 milljónir króna. Þar bar hæst vinnuframlag lögregluþjóna við fylgd, sem nam rétt tæpum þremur milljónum króna.
Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15 Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna. 13. september 2019 08:57 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15
Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna. 13. september 2019 08:57