Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2019 11:38 Avigdor Liberman er í kjörstöðu eftir kosningarnar. Hér er hann að kjósa með eiginkonu sinni, Ellu. AP/Tsafrir Abayov Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. Heilt yfir eru vinstri-flokkar með 56 þingsæti á móti 55 sætum hægri-flokka, samkvæmt Times of Israel. Ljóst þykir að erfitt verður að mynda ríkisstjórn og er Yisrael Beiteinu, flokkur Avigdors Lieberman, í lykilstöðu.Sá flokkur stefnir á níu þingsæti en 61 þarf til að mynda meirihluta. Þingsæti í Knesset, ísraelska þinginu, eru 120 talsins. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanjahú því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Lieberman lýst því yfir að trúarflokkar muni ekki koma að ríkisstjórn sem hann sé í.„Niðurstaðan er ljós og allt sem við sögðum í kosningabaráttunni er að rætast,“ sagði Lieberman í morgun. „Það er aðeins einn kostur: Þjóðstjórn sem er víð og frjálslynd og við munum ekki taka þátt í neinu öðru.“ Gantz hefur lýst því yfir að hann muni aldrei sitja í sömu ríkisstjórn og Netanyahu.Samkvæmt sérfræðingum Times of Israel er einhverskonar ríkisstjórn sem inniheldur bæði Likud og Blá og hvít enn líklegasti kosturinn. Erfitt sé þó að sjá hver geti verið forsætisráðherra í slíkri ríkisstjórn. Líklegasta niðurstaðan þykir vera sú að Netanyahu og Gantz skiptist á því að vera forsætisráðherra en þá er þeirri spurningu hver á sitja fyrstur í embættinu ósvarað.Einnig væri mögulegt að mynda slíka ríkisstjórn án Netanyahu, eins og Gantz hefur krafist, en hann stendur frammi fyrir ákærum vegna spillingar í þremur mismunandi málum. Réttarhöld í einu þeirra eiga að fara fram í byrjun október. Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag Þetta er í annað sinn á fimm mánuðum sem boðað er til kosninga. 17. september 2019 06:38 Þröng staða fyrir Netanjahú Ísraelar kjósa sér nýtt þing á morgun, í annað skipti á árinu. Kannanir benda til þess að Líkúd-flokkur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra fái álíka mörg sæti og hið bláa og hvíta bandalag miðjumanna. Stjórnarmyndun gæti því reynst erfið. 16. september 2019 19:00 Kosningar í Ísrael: Mjótt á munum í útgönguspám Kjörstöðum hefur verið lokað í þingkosningunum í Ísrael. Útgönguspár þriggja ísraelskra fjölmiðla gefa til kynna að mjótt verði á munum milli Líkúd flokks forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú og Bláhvíts flokks Benny Gantz. 17. september 2019 19:23 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. Heilt yfir eru vinstri-flokkar með 56 þingsæti á móti 55 sætum hægri-flokka, samkvæmt Times of Israel. Ljóst þykir að erfitt verður að mynda ríkisstjórn og er Yisrael Beiteinu, flokkur Avigdors Lieberman, í lykilstöðu.Sá flokkur stefnir á níu þingsæti en 61 þarf til að mynda meirihluta. Þingsæti í Knesset, ísraelska þinginu, eru 120 talsins. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanjahú því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Lieberman lýst því yfir að trúarflokkar muni ekki koma að ríkisstjórn sem hann sé í.„Niðurstaðan er ljós og allt sem við sögðum í kosningabaráttunni er að rætast,“ sagði Lieberman í morgun. „Það er aðeins einn kostur: Þjóðstjórn sem er víð og frjálslynd og við munum ekki taka þátt í neinu öðru.“ Gantz hefur lýst því yfir að hann muni aldrei sitja í sömu ríkisstjórn og Netanyahu.Samkvæmt sérfræðingum Times of Israel er einhverskonar ríkisstjórn sem inniheldur bæði Likud og Blá og hvít enn líklegasti kosturinn. Erfitt sé þó að sjá hver geti verið forsætisráðherra í slíkri ríkisstjórn. Líklegasta niðurstaðan þykir vera sú að Netanyahu og Gantz skiptist á því að vera forsætisráðherra en þá er þeirri spurningu hver á sitja fyrstur í embættinu ósvarað.Einnig væri mögulegt að mynda slíka ríkisstjórn án Netanyahu, eins og Gantz hefur krafist, en hann stendur frammi fyrir ákærum vegna spillingar í þremur mismunandi málum. Réttarhöld í einu þeirra eiga að fara fram í byrjun október.
Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag Þetta er í annað sinn á fimm mánuðum sem boðað er til kosninga. 17. september 2019 06:38 Þröng staða fyrir Netanjahú Ísraelar kjósa sér nýtt þing á morgun, í annað skipti á árinu. Kannanir benda til þess að Líkúd-flokkur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra fái álíka mörg sæti og hið bláa og hvíta bandalag miðjumanna. Stjórnarmyndun gæti því reynst erfið. 16. september 2019 19:00 Kosningar í Ísrael: Mjótt á munum í útgönguspám Kjörstöðum hefur verið lokað í þingkosningunum í Ísrael. Útgönguspár þriggja ísraelskra fjölmiðla gefa til kynna að mjótt verði á munum milli Líkúd flokks forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú og Bláhvíts flokks Benny Gantz. 17. september 2019 19:23 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag Þetta er í annað sinn á fimm mánuðum sem boðað er til kosninga. 17. september 2019 06:38
Þröng staða fyrir Netanjahú Ísraelar kjósa sér nýtt þing á morgun, í annað skipti á árinu. Kannanir benda til þess að Líkúd-flokkur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra fái álíka mörg sæti og hið bláa og hvíta bandalag miðjumanna. Stjórnarmyndun gæti því reynst erfið. 16. september 2019 19:00
Kosningar í Ísrael: Mjótt á munum í útgönguspám Kjörstöðum hefur verið lokað í þingkosningunum í Ísrael. Útgönguspár þriggja ísraelskra fjölmiðla gefa til kynna að mjótt verði á munum milli Líkúd flokks forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú og Bláhvíts flokks Benny Gantz. 17. september 2019 19:23
Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01