Tíðablóð í auglýsingum í góðu lagi í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2019 10:31 Áðurnefndri nefnd barst minnst 600 kvartanir vegna auglýsinganna. Opinber nefnd sem afgreiðir kvartanir vegna auglýsinga í sjónvarpi í Ástralíu segir fyrirtækið Asaleco Care, sem framleiðir dömubindi, ekki hafa brotið reglur með því að sýna tíðablóð í sjónvarpi í fyrsta sinn. Fyrirtækið sýndi í síðasta mánuði auglýsingar sem sýna hvernig konur upplifa tíðir. Þær auglýsingar innihéldu meðal annars myndefni af ungri konu fjarlægja blóðugt dömubindi úr brókum sínum og konu í sturtu þar sem tíðablóð rann niður læri hennar. Áðurnefndri nefnd barst minnst 600 kvartanir vegna auglýsinganna, samkvæmt ABC News í Ástralíu. Þónokkrir sem sendu inn kvartanir sögðu auglýsingarnar vera „ógeðslegar“ og kvartanir sneru einnig að því að auglýsingarnar væru óviðeigandi, óþarfar, móðgandi, óhugnanlegar og ekki við hæfi barna.Einn sem kvartaði sagði að „seyting líkamsvessa“ ætti ekki að sjást í sjónvarpsauglýsingum. Einn sagði þær vera ógeðslegar og lítillækkandi gagnvart konum. Aðrir kvörtuðu yfir því að auglýsingarnar, sem voru sýndar eftir klukkan sjö á kvöldin, hafi leitt til þess að börn spurðu út í tíðir. „Ég er miður mín yfir því að Libra hafi ákveðið hvenær ég ræddi við sjö ára dóttur mína um tíðir,“ kvartaði einn aðili. Annar sagði myndefni auglýsinganna ekki eiga heima í sjónvarpi, sama á hvaða tíma þær væru sýndar. „Að sýna blæðandi stúlkur er rangt, hvaða tíma dags sem er,“ sagði sá. Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að engar reglur hafi verið brotnar. Það að einhverjum væri illa við blóð félli ekki undir reglur varðandi auglýsingar. Nefndin sagði auglýsingarnar lið í herferð sem ætlað væri að sýna að tíðir væru eðlilegur hluti af tilverunni. Forsvarsmenn Asaleo Care segja rannsóknir fyrirtækisins sýna fram á að konur upplifðu mikla fordóma gagnvart tíðum og flestar þeirra legðu mikið á sig til að hylma yfir tíðir sínar.Hér má sjá eina af auglýsingunum sem um ræðir og svo lengri útgáfu sem Asaleo Care birti á eingöngu á netinu. Ástralía Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Opinber nefnd sem afgreiðir kvartanir vegna auglýsinga í sjónvarpi í Ástralíu segir fyrirtækið Asaleco Care, sem framleiðir dömubindi, ekki hafa brotið reglur með því að sýna tíðablóð í sjónvarpi í fyrsta sinn. Fyrirtækið sýndi í síðasta mánuði auglýsingar sem sýna hvernig konur upplifa tíðir. Þær auglýsingar innihéldu meðal annars myndefni af ungri konu fjarlægja blóðugt dömubindi úr brókum sínum og konu í sturtu þar sem tíðablóð rann niður læri hennar. Áðurnefndri nefnd barst minnst 600 kvartanir vegna auglýsinganna, samkvæmt ABC News í Ástralíu. Þónokkrir sem sendu inn kvartanir sögðu auglýsingarnar vera „ógeðslegar“ og kvartanir sneru einnig að því að auglýsingarnar væru óviðeigandi, óþarfar, móðgandi, óhugnanlegar og ekki við hæfi barna.Einn sem kvartaði sagði að „seyting líkamsvessa“ ætti ekki að sjást í sjónvarpsauglýsingum. Einn sagði þær vera ógeðslegar og lítillækkandi gagnvart konum. Aðrir kvörtuðu yfir því að auglýsingarnar, sem voru sýndar eftir klukkan sjö á kvöldin, hafi leitt til þess að börn spurðu út í tíðir. „Ég er miður mín yfir því að Libra hafi ákveðið hvenær ég ræddi við sjö ára dóttur mína um tíðir,“ kvartaði einn aðili. Annar sagði myndefni auglýsinganna ekki eiga heima í sjónvarpi, sama á hvaða tíma þær væru sýndar. „Að sýna blæðandi stúlkur er rangt, hvaða tíma dags sem er,“ sagði sá. Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að engar reglur hafi verið brotnar. Það að einhverjum væri illa við blóð félli ekki undir reglur varðandi auglýsingar. Nefndin sagði auglýsingarnar lið í herferð sem ætlað væri að sýna að tíðir væru eðlilegur hluti af tilverunni. Forsvarsmenn Asaleo Care segja rannsóknir fyrirtækisins sýna fram á að konur upplifðu mikla fordóma gagnvart tíðum og flestar þeirra legðu mikið á sig til að hylma yfir tíðir sínar.Hér má sjá eina af auglýsingunum sem um ræðir og svo lengri útgáfu sem Asaleo Care birti á eingöngu á netinu.
Ástralía Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira