Lampard vissi ekki hvað leikmennirnir sínir voru að ræða fyrir vítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 11:00 Ross Barkley gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok. Getty/Richard Heathcote Chelsea byrjaði Meistaradeildina illa í gærkvöldi eða með tapi fyrir spænska félaginu Valencia á heimavelli. Chelsea fékk hins vegar kjörið tækifæri til að fá eitthvað út úr leiknum. Chelsea liðið fékk nefnilega vítaspyrnu í seinni hálfleiknum en klúðruðu henni. Ross Barkley skaut í slánna og yfir. Það var aftur á móti eitthvað í gangi fyrir vítið og það leit hreinlega út fyrir það að Ross Barkley væri að frekjast til að taka vítaspyrnuna.Ross Barkley insisted on taking Chelsea's penalty instead of Jorginho and Willian. His miss saw #CFC's Champions League return end in disappointment.https://t.co/cOB0Jrq1zPpic.twitter.com/kSJsgVfyhl — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2019 Í fyrstu leit út fyrir að Jorginho væri að fara að taka vítið en hann hefur skorað úr nokkrum vítaspyrnum fyrir Chelsea þar á meðal í Ofurbikar UEFA á móti Liverpool. Barkley gaf sig ekki og hrifsaði til sín boltann eftir að nokkrir leikmenn Chelsea reyndu að tala hann til. Þar á meðal var fyrirliðinn Cesar Azpilicueta og Willian sem hefur líka tekið víti fyrir Chelsea liðið. Frank Lampard, knattsprynustjóri Chelsea, eyddi öllum vafa eftir leikinn um hver hafi átt að taka vítaspyrnuna. „Ross er vítaskyttan okkar. Hann skoraði úr nokkrum vítaspyrnum á undirbúningstímabilinu og hann var vítaskyttan í dag þegar hann kom inn á völlinn,“ sagði Frank Lampard en Ross Barkley var varamaður í leiknum.Jorginho Willian Barkley Who should be Chelsea's penalty taker? More: https://t.co/z7c7s8vhDipic.twitter.com/E305WeykwZ — Sky Sports News (@SkySportsNews) September 18, 2019„Ég veit ekki um hvað þeir voru að tala. Jorginho og Willian voru vítaskytturnar á vellinum þar til að Ross kom inn á völlinn. Þá var hann orðinn vítaskyttan,“ sagði Lampard. „Við áttum skilið að vinna þennan leik eða í það minnsta að ná jafntefli. Við sköpuðum nógu mikið af færum, við fengum þessa vítaspyrnu og þeir skoruðu markið sitt með sínu eina skoti á markið,“ sagði Lampard. „Þetta er erfið kennslustund fyrir mitt lið en svona er Meistaradeildin. Við áttum samt að fá meira út úr þessum leik í kvöld,“ sagði Lampard. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira
Chelsea byrjaði Meistaradeildina illa í gærkvöldi eða með tapi fyrir spænska félaginu Valencia á heimavelli. Chelsea fékk hins vegar kjörið tækifæri til að fá eitthvað út úr leiknum. Chelsea liðið fékk nefnilega vítaspyrnu í seinni hálfleiknum en klúðruðu henni. Ross Barkley skaut í slánna og yfir. Það var aftur á móti eitthvað í gangi fyrir vítið og það leit hreinlega út fyrir það að Ross Barkley væri að frekjast til að taka vítaspyrnuna.Ross Barkley insisted on taking Chelsea's penalty instead of Jorginho and Willian. His miss saw #CFC's Champions League return end in disappointment.https://t.co/cOB0Jrq1zPpic.twitter.com/kSJsgVfyhl — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2019 Í fyrstu leit út fyrir að Jorginho væri að fara að taka vítið en hann hefur skorað úr nokkrum vítaspyrnum fyrir Chelsea þar á meðal í Ofurbikar UEFA á móti Liverpool. Barkley gaf sig ekki og hrifsaði til sín boltann eftir að nokkrir leikmenn Chelsea reyndu að tala hann til. Þar á meðal var fyrirliðinn Cesar Azpilicueta og Willian sem hefur líka tekið víti fyrir Chelsea liðið. Frank Lampard, knattsprynustjóri Chelsea, eyddi öllum vafa eftir leikinn um hver hafi átt að taka vítaspyrnuna. „Ross er vítaskyttan okkar. Hann skoraði úr nokkrum vítaspyrnum á undirbúningstímabilinu og hann var vítaskyttan í dag þegar hann kom inn á völlinn,“ sagði Frank Lampard en Ross Barkley var varamaður í leiknum.Jorginho Willian Barkley Who should be Chelsea's penalty taker? More: https://t.co/z7c7s8vhDipic.twitter.com/E305WeykwZ — Sky Sports News (@SkySportsNews) September 18, 2019„Ég veit ekki um hvað þeir voru að tala. Jorginho og Willian voru vítaskytturnar á vellinum þar til að Ross kom inn á völlinn. Þá var hann orðinn vítaskyttan,“ sagði Lampard. „Við áttum skilið að vinna þennan leik eða í það minnsta að ná jafntefli. Við sköpuðum nógu mikið af færum, við fengum þessa vítaspyrnu og þeir skoruðu markið sitt með sínu eina skoti á markið,“ sagði Lampard. „Þetta er erfið kennslustund fyrir mitt lið en svona er Meistaradeildin. Við áttum samt að fá meira út úr þessum leik í kvöld,“ sagði Lampard.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira