Lampard vissi ekki hvað leikmennirnir sínir voru að ræða fyrir vítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 11:00 Ross Barkley gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok. Getty/Richard Heathcote Chelsea byrjaði Meistaradeildina illa í gærkvöldi eða með tapi fyrir spænska félaginu Valencia á heimavelli. Chelsea fékk hins vegar kjörið tækifæri til að fá eitthvað út úr leiknum. Chelsea liðið fékk nefnilega vítaspyrnu í seinni hálfleiknum en klúðruðu henni. Ross Barkley skaut í slánna og yfir. Það var aftur á móti eitthvað í gangi fyrir vítið og það leit hreinlega út fyrir það að Ross Barkley væri að frekjast til að taka vítaspyrnuna.Ross Barkley insisted on taking Chelsea's penalty instead of Jorginho and Willian. His miss saw #CFC's Champions League return end in disappointment.https://t.co/cOB0Jrq1zPpic.twitter.com/kSJsgVfyhl — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2019 Í fyrstu leit út fyrir að Jorginho væri að fara að taka vítið en hann hefur skorað úr nokkrum vítaspyrnum fyrir Chelsea þar á meðal í Ofurbikar UEFA á móti Liverpool. Barkley gaf sig ekki og hrifsaði til sín boltann eftir að nokkrir leikmenn Chelsea reyndu að tala hann til. Þar á meðal var fyrirliðinn Cesar Azpilicueta og Willian sem hefur líka tekið víti fyrir Chelsea liðið. Frank Lampard, knattsprynustjóri Chelsea, eyddi öllum vafa eftir leikinn um hver hafi átt að taka vítaspyrnuna. „Ross er vítaskyttan okkar. Hann skoraði úr nokkrum vítaspyrnum á undirbúningstímabilinu og hann var vítaskyttan í dag þegar hann kom inn á völlinn,“ sagði Frank Lampard en Ross Barkley var varamaður í leiknum.Jorginho Willian Barkley Who should be Chelsea's penalty taker? More: https://t.co/z7c7s8vhDipic.twitter.com/E305WeykwZ — Sky Sports News (@SkySportsNews) September 18, 2019„Ég veit ekki um hvað þeir voru að tala. Jorginho og Willian voru vítaskytturnar á vellinum þar til að Ross kom inn á völlinn. Þá var hann orðinn vítaskyttan,“ sagði Lampard. „Við áttum skilið að vinna þennan leik eða í það minnsta að ná jafntefli. Við sköpuðum nógu mikið af færum, við fengum þessa vítaspyrnu og þeir skoruðu markið sitt með sínu eina skoti á markið,“ sagði Lampard. „Þetta er erfið kennslustund fyrir mitt lið en svona er Meistaradeildin. Við áttum samt að fá meira út úr þessum leik í kvöld,“ sagði Lampard. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira
Chelsea byrjaði Meistaradeildina illa í gærkvöldi eða með tapi fyrir spænska félaginu Valencia á heimavelli. Chelsea fékk hins vegar kjörið tækifæri til að fá eitthvað út úr leiknum. Chelsea liðið fékk nefnilega vítaspyrnu í seinni hálfleiknum en klúðruðu henni. Ross Barkley skaut í slánna og yfir. Það var aftur á móti eitthvað í gangi fyrir vítið og það leit hreinlega út fyrir það að Ross Barkley væri að frekjast til að taka vítaspyrnuna.Ross Barkley insisted on taking Chelsea's penalty instead of Jorginho and Willian. His miss saw #CFC's Champions League return end in disappointment.https://t.co/cOB0Jrq1zPpic.twitter.com/kSJsgVfyhl — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2019 Í fyrstu leit út fyrir að Jorginho væri að fara að taka vítið en hann hefur skorað úr nokkrum vítaspyrnum fyrir Chelsea þar á meðal í Ofurbikar UEFA á móti Liverpool. Barkley gaf sig ekki og hrifsaði til sín boltann eftir að nokkrir leikmenn Chelsea reyndu að tala hann til. Þar á meðal var fyrirliðinn Cesar Azpilicueta og Willian sem hefur líka tekið víti fyrir Chelsea liðið. Frank Lampard, knattsprynustjóri Chelsea, eyddi öllum vafa eftir leikinn um hver hafi átt að taka vítaspyrnuna. „Ross er vítaskyttan okkar. Hann skoraði úr nokkrum vítaspyrnum á undirbúningstímabilinu og hann var vítaskyttan í dag þegar hann kom inn á völlinn,“ sagði Frank Lampard en Ross Barkley var varamaður í leiknum.Jorginho Willian Barkley Who should be Chelsea's penalty taker? More: https://t.co/z7c7s8vhDipic.twitter.com/E305WeykwZ — Sky Sports News (@SkySportsNews) September 18, 2019„Ég veit ekki um hvað þeir voru að tala. Jorginho og Willian voru vítaskytturnar á vellinum þar til að Ross kom inn á völlinn. Þá var hann orðinn vítaskyttan,“ sagði Lampard. „Við áttum skilið að vinna þennan leik eða í það minnsta að ná jafntefli. Við sköpuðum nógu mikið af færum, við fengum þessa vítaspyrnu og þeir skoruðu markið sitt með sínu eina skoti á markið,“ sagði Lampard. „Þetta er erfið kennslustund fyrir mitt lið en svona er Meistaradeildin. Við áttum samt að fá meira út úr þessum leik í kvöld,“ sagði Lampard.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira