Undirbúa innreið á bankamarkaðinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 18. september 2019 07:45 Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson hafa þekkst frá því í grunnskóla. Fréttablaðið/Anton Brink Íslenska fjártæknifyrirtækið indó mun á næsta ári bjóða Íslendingum upp á veltureikninga sem verða að fullu tryggðir með ríkisskuldabréfum og innistæðum í Seðlabankanum. Vinnur indó þessa dagana að því að sækja um leyfi fyrir viðskiptabankastarfsemi og er vonast til þess að starfsemin verði komin á skrið á fyrri hluta næsta árs. Fyrirtækið hefur lokið tveimur umferðum af fjármögnun og stefnir að því að ljúka þeirri síðustu þegar starfsleyfið er í höfn. „Hugmyndin snýst um valdeflingu viðskiptavina. Þú færð launin þín inn á bankareikning og átt að hafa heilmikið um það að segja hvernig þeim er ráðstafað. Þá ætti til dæmis ekki að nota hann til að fjármagna eitthvað sem þér er á móti skapi,“ segir Haukur Skúlason, sem stofnaði indó ásamt Tryggva Birni Davíðssyni en þeir hafa báðir víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Mun indó bjóða upp á veltureikninga sem hægt er að tengja við debetkort og verður þjónustan alfarið á snjallsímaforriti. Ólíkt hefðbundinni bankastarfsemi verða innistæður viðskiptavina indó ekki lánaðar út nema til ríkisins. Þannig verða öll innlán hjá indó lögð inn á reikning hjá Seðlabankanum eða þau verða fjárfest í ríkisskuldabréfum. Undirbúningsvinna að verkefninu hófst fyrir um einu og hálfu ári. Að sögn Hauks og Tryggva er slíkt algert nýnæmi í bankastarfsemi þar sem innlánseigendur geta í fyrsta skipti treyst því að innlán þeirra séu algerlega örugg óháð fjárhæð, og eins munu þeir vita nákvæmlega hvar peningar þeirra eru á hverjum tíma. „Við höfðum báðir fundið fyrir togstreitunni sem er á milli deilda í bönkum og þeim áskorunum sem fylgja aukinni samkeppni, tæknibreytingum og regluverkinu. Við settumst niður til að greina bankastarfsemina eins og hún leggur sig og veltum fyrir okkur hvort hægt væri að vera banki án þess að bjóða upp á alla þá þjónustu sem bankar í dag bjóða upp á með öllum þeim kostnaði sem því fylgir,“ segir Tryggvi. Á endanum ákváðu þeir að fara inn á veltuinnlánamarkaðinn með nýja og einfaldari nálgun. indó gekk frá fyrstu fjármögnunarumferð haustið 2018 og hóf í kjölfarið að byggja upp teymi í kringum verkefnið. „Fram að því höfðum við verið í bílskúrum, fundarherbergjum á Þjóðarbókhlöðunni og ótal kaffihúsum bæjarins að vinna að stofnun fyrirtækisins,“ segir Tryggvi. Þá var gengið frá annarri fjármögnunarumferð í ágúst og stefnt er að síðustu umferðinni eftir að starfsleyfið er komið í hús. Haukur segir að starfsemi indó muni einnig skera sig frá stóru íslensku bönkunum með því að búa til samfélag í kringum þjónustuna. „Við ætlum að feta í fótspor erlendra banka á borð við Monzo með því að hanna þjónustuna þannig að hún hvetji til jákvæðrar hegðunar og markmiðasetningar, hvort sem það er í fjármálum eða á öðrum sviðum lífsins,“ segir Haukur og tekur dæmi. „Segjum sem svo að þú ætlir að byrja í ræktinni og mæta tvisvar í viku, þá gætirðu sett þér markmið í gegnum appið og ef þú nærð þeim standa þér fríðindi til boða. Þannig er hægt að stuðla að jákvæðri hegðun og að því að viðskiptavinum finnist þeir tilheyra samfélagi.“Hvenær verður starfsemin komin á fullt skrið? Haukur: „Það eru margir þættir sem spila þar inn í og þeir eru ekki allir á okkar valdi. Við erum búin að teikna upp alla kerfisinnviðina og vel á veg komin með að ljúka smíði þeirra, og erum núna að vinna að því að ganga frá umsókn um starfsleyfi til Fjármálaeftirlitsins. Í kjölfarið hefst samtal við eftirlitsstofnanir um hvernig reksturinn geti uppfyllt öll skilyrði. Þegar það er frágengið munum við byrja á því að veita þjónustuna til prufuhópa þannig að við getum stýrt aðgenginu og fjölda notenda. Við erum nú þegar að taka á móti skráningum í prufuhóp á heimasíðu okkar. Ef allt gengur vel þá sjáum við fram á að starfsemin verði komin á fullt skrið á fyrri hluta næsta árs.“Munuð þið einblína á íslenska markaðinn? Haukur: „Við horfum fyrst og fremst á markaðinn á Íslandi og einskorðum starfsemi fyrirtækisins við hann. En seinna meir, ef nálgunin hér á landi gengur vel, munum við skoða það að hefja starfsemi í öðrum Evrópulöndum þar sem regluverkið er svipað. En ef við förum með viðskiptamódelið út fyrir landsteinana verður starfsemin þar aðskilin frá starfseminni hér heima. Kjarninn í rekstrarmódelinu er að peningarnir séu alltaf öruggir og að hlutirnir séu framkvæmdir með einföldum og gegnsæjum hætti.“Það hljóta að felast ýmsar áskoranir í því að hefja viðskiptabankastarfsemi, ekki satt? Tryggvi: „Stærsta áskorunin, og sú sem hefur verið skemmtilegast að yfirstíga, var sú að hlusta ekki á þá sem sögðu að þetta væri ekki hægt. En þetta er víst hægt, við erum að framkvæma hugmyndina og það hefur skipt sköpum að vera hluti af teymi sem hefur sama hugarfar.“Með víðtæka reynslu úr fjármálum og tækni Báðir stofnendur indó hafa starfað á fjármálamarkaði um langt skeið. Haukur starfaði í tíu ár hjá Íslandsbanka þar sem hann var m.a. forstöðumaður framtaksfjárfestinga og forstöðumaður greiningar og stefnumótunar á viðskiptabankasviði. Tryggvi Björn var framkvæmdastjóri Markaða hjá Íslandsbanka á árunum 2011 til 2017 en fyrir það starfaði hann hjá Barclays Capital í London við að byggja upp skuldabréfafjárfestingasvið breska bankans. „Fjártæknin hefur að mestu leyti verið til hliðar og feimin við það að fara inn í eftirlitsskyldan rekstur. Við komum báðir úr eftirlitsskyldum rekstri og okkar sýn er sú að til þess að fjártækni geti haft raunveruleg áhrif þá þurfi að fara alla leið,“ segir Tryggvi. Starfsmenn indó eru sex talsins að stofnendunum meðtöldum. Þeir sem vinna að hugbúnaðarþróun fyrirtækisins hafa meðal annars starfað hjá Plain Vanilla, Reiknistofu bankanna og uppbyggingu á tölvukerfum WOW air. „Í bankastarfsemi þarf þekking á ólíkum sviðum að koma saman. Það þarf þekkingu á regluumhverfinu, fjármálamörkuðum, kerfisinnviðum og markaðssetningu svo dæmi séu tekin,“ segir Tryggvi. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tækni Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Stranger Things hallærislegast en viðurkennir að horfa aftur og aftur Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Íslenska fjártæknifyrirtækið indó mun á næsta ári bjóða Íslendingum upp á veltureikninga sem verða að fullu tryggðir með ríkisskuldabréfum og innistæðum í Seðlabankanum. Vinnur indó þessa dagana að því að sækja um leyfi fyrir viðskiptabankastarfsemi og er vonast til þess að starfsemin verði komin á skrið á fyrri hluta næsta árs. Fyrirtækið hefur lokið tveimur umferðum af fjármögnun og stefnir að því að ljúka þeirri síðustu þegar starfsleyfið er í höfn. „Hugmyndin snýst um valdeflingu viðskiptavina. Þú færð launin þín inn á bankareikning og átt að hafa heilmikið um það að segja hvernig þeim er ráðstafað. Þá ætti til dæmis ekki að nota hann til að fjármagna eitthvað sem þér er á móti skapi,“ segir Haukur Skúlason, sem stofnaði indó ásamt Tryggva Birni Davíðssyni en þeir hafa báðir víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Mun indó bjóða upp á veltureikninga sem hægt er að tengja við debetkort og verður þjónustan alfarið á snjallsímaforriti. Ólíkt hefðbundinni bankastarfsemi verða innistæður viðskiptavina indó ekki lánaðar út nema til ríkisins. Þannig verða öll innlán hjá indó lögð inn á reikning hjá Seðlabankanum eða þau verða fjárfest í ríkisskuldabréfum. Undirbúningsvinna að verkefninu hófst fyrir um einu og hálfu ári. Að sögn Hauks og Tryggva er slíkt algert nýnæmi í bankastarfsemi þar sem innlánseigendur geta í fyrsta skipti treyst því að innlán þeirra séu algerlega örugg óháð fjárhæð, og eins munu þeir vita nákvæmlega hvar peningar þeirra eru á hverjum tíma. „Við höfðum báðir fundið fyrir togstreitunni sem er á milli deilda í bönkum og þeim áskorunum sem fylgja aukinni samkeppni, tæknibreytingum og regluverkinu. Við settumst niður til að greina bankastarfsemina eins og hún leggur sig og veltum fyrir okkur hvort hægt væri að vera banki án þess að bjóða upp á alla þá þjónustu sem bankar í dag bjóða upp á með öllum þeim kostnaði sem því fylgir,“ segir Tryggvi. Á endanum ákváðu þeir að fara inn á veltuinnlánamarkaðinn með nýja og einfaldari nálgun. indó gekk frá fyrstu fjármögnunarumferð haustið 2018 og hóf í kjölfarið að byggja upp teymi í kringum verkefnið. „Fram að því höfðum við verið í bílskúrum, fundarherbergjum á Þjóðarbókhlöðunni og ótal kaffihúsum bæjarins að vinna að stofnun fyrirtækisins,“ segir Tryggvi. Þá var gengið frá annarri fjármögnunarumferð í ágúst og stefnt er að síðustu umferðinni eftir að starfsleyfið er komið í hús. Haukur segir að starfsemi indó muni einnig skera sig frá stóru íslensku bönkunum með því að búa til samfélag í kringum þjónustuna. „Við ætlum að feta í fótspor erlendra banka á borð við Monzo með því að hanna þjónustuna þannig að hún hvetji til jákvæðrar hegðunar og markmiðasetningar, hvort sem það er í fjármálum eða á öðrum sviðum lífsins,“ segir Haukur og tekur dæmi. „Segjum sem svo að þú ætlir að byrja í ræktinni og mæta tvisvar í viku, þá gætirðu sett þér markmið í gegnum appið og ef þú nærð þeim standa þér fríðindi til boða. Þannig er hægt að stuðla að jákvæðri hegðun og að því að viðskiptavinum finnist þeir tilheyra samfélagi.“Hvenær verður starfsemin komin á fullt skrið? Haukur: „Það eru margir þættir sem spila þar inn í og þeir eru ekki allir á okkar valdi. Við erum búin að teikna upp alla kerfisinnviðina og vel á veg komin með að ljúka smíði þeirra, og erum núna að vinna að því að ganga frá umsókn um starfsleyfi til Fjármálaeftirlitsins. Í kjölfarið hefst samtal við eftirlitsstofnanir um hvernig reksturinn geti uppfyllt öll skilyrði. Þegar það er frágengið munum við byrja á því að veita þjónustuna til prufuhópa þannig að við getum stýrt aðgenginu og fjölda notenda. Við erum nú þegar að taka á móti skráningum í prufuhóp á heimasíðu okkar. Ef allt gengur vel þá sjáum við fram á að starfsemin verði komin á fullt skrið á fyrri hluta næsta árs.“Munuð þið einblína á íslenska markaðinn? Haukur: „Við horfum fyrst og fremst á markaðinn á Íslandi og einskorðum starfsemi fyrirtækisins við hann. En seinna meir, ef nálgunin hér á landi gengur vel, munum við skoða það að hefja starfsemi í öðrum Evrópulöndum þar sem regluverkið er svipað. En ef við förum með viðskiptamódelið út fyrir landsteinana verður starfsemin þar aðskilin frá starfseminni hér heima. Kjarninn í rekstrarmódelinu er að peningarnir séu alltaf öruggir og að hlutirnir séu framkvæmdir með einföldum og gegnsæjum hætti.“Það hljóta að felast ýmsar áskoranir í því að hefja viðskiptabankastarfsemi, ekki satt? Tryggvi: „Stærsta áskorunin, og sú sem hefur verið skemmtilegast að yfirstíga, var sú að hlusta ekki á þá sem sögðu að þetta væri ekki hægt. En þetta er víst hægt, við erum að framkvæma hugmyndina og það hefur skipt sköpum að vera hluti af teymi sem hefur sama hugarfar.“Með víðtæka reynslu úr fjármálum og tækni Báðir stofnendur indó hafa starfað á fjármálamarkaði um langt skeið. Haukur starfaði í tíu ár hjá Íslandsbanka þar sem hann var m.a. forstöðumaður framtaksfjárfestinga og forstöðumaður greiningar og stefnumótunar á viðskiptabankasviði. Tryggvi Björn var framkvæmdastjóri Markaða hjá Íslandsbanka á árunum 2011 til 2017 en fyrir það starfaði hann hjá Barclays Capital í London við að byggja upp skuldabréfafjárfestingasvið breska bankans. „Fjártæknin hefur að mestu leyti verið til hliðar og feimin við það að fara inn í eftirlitsskyldan rekstur. Við komum báðir úr eftirlitsskyldum rekstri og okkar sýn er sú að til þess að fjártækni geti haft raunveruleg áhrif þá þurfi að fara alla leið,“ segir Tryggvi. Starfsmenn indó eru sex talsins að stofnendunum meðtöldum. Þeir sem vinna að hugbúnaðarþróun fyrirtækisins hafa meðal annars starfað hjá Plain Vanilla, Reiknistofu bankanna og uppbyggingu á tölvukerfum WOW air. „Í bankastarfsemi þarf þekking á ólíkum sviðum að koma saman. Það þarf þekkingu á regluumhverfinu, fjármálamörkuðum, kerfisinnviðum og markaðssetningu svo dæmi séu tekin,“ segir Tryggvi.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tækni Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Stranger Things hallærislegast en viðurkennir að horfa aftur og aftur Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira