Geðshræring á Alþingi vegna tvíbókunar þingmanna Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2019 20:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, átti í snörpum orðaskiptum við þingforseta í dag. Öll gjöld sem ríkið leggur á eins og eldsneytisgjald, áfengisgjald og önnur gjöld hækka um 2,5 prósent milli ára samkvæmt bandormsfrumvarpi fjármálaráðherra sem hann mælti fyrir á Alþingi í dag. Ýmis ný gjöld verða tekin upp í umhverfismálum. Nokkurrar geðshræringar gætti meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag áður en umræður um bandorminn, tekju- og gjaldafrumvörp ríkisstjórnarinnar, hófust þar sem samgönguráðherra hafði boðað þingmenn höfuðborgarsvæðisins á fund í ráðuneytinu um veggjöld á sama tíma. Til nokkurra orðahnippinga kom milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar og Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis vegna þessa. „Af hverju í ósköpunum getur ríkisstjórnin ekki skipulagt sig betur og meira í samvinnu og af virðingu við Alþingi Íslendinga?“ spurði Þorgerður Katrín í ræðustól og bætti við. „Það er verið að boða fund núna á eftir upp í ráðuneyti sem gengur út á að hækka skatta á suðvesturhornið. Er verið að reka okkur þingmenn suðvesturhornsins frá þinginu á meðan? Ég spyr af hverju?“ spurði Þorgerður Katrín rétt áður en hún yfirgaf ræðustólinn. Steingrímur tók þá til máls. „Forseti mælist nú til þess að skattamálin verði rædd þegar þau eru á dagskrá hér á eftir.“ „Forseti segir mér ekki hvað á að ræða,“ kallaði Þorgerður Katrín fram í utan úr þingsal. „Það fellur tæplega undir fundarstjórn forseta að fara út í efnislega umræðu um skatta.....“ „Ég vil fá það skriflegt,“ kallaði Þorgerður Katrín og við það fauk nokkuð í Steingrím sem byrsti róminn. „Forseti stendur ekki í orðaskiptum við þingmenn. Forseti segir það sem hann vill segja og Þingmenn hlusta,“ sagði Steingrímur og sló í bjölluna. Hann tilkynnti síðar að fundi samgönguráðherra með þingmönnum hefði verið frestað um óákveðinn tíma og umræður um bandorminn og önnur mál sem tengjast fjárlögum hófust síðan að loknum umræðum um störf þingsins.Öll gjöld ríkisins hækka um 2,5% Í framsögu sinni fór Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfir helstu breytingar á gjalda- og tekjuhlið fjárlaga sem og þær skattkerfisbreytingar sem ríkisstjórnin boðar. Ýmis gjöld hækkuðu ekki umfram 2,5 prósent í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda við gerð kjarasamninga á almennum markaði. En ýmis ný gjöld verða einnig lögð á eins og urðunargjald. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar sagðist ekki sjá að afnám krónu á móti krónu gagnvart öryrkjum væri fjármagnað í frumvarpinu. „Þá langar mig að kalla eftir svörum frá ráðherra hvort það standi ekki enn þá til að afnema krónu á móti krónu í tilviki öryrkja,“ sagði Ágúst Ólafur. Bjarni minnti á að sérstök framfærsluuppbót til öryrkja hafi verið leidd í lög fyrir tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar fyrir þá sem höfðu úr engu öðru að spila en berstrípuðum bótum almannatrygginga. Sá hluti bóta hafi verið skertur krónu á móti krónu vegna tekna. „Og þegar menn tala um að það eigi að afnema krónu á móti krónu skerðinguna verða menn auðvitað að spyrja; á að hætta með sérstöku framfærsluuppbótina eins og hún var hugsuð í upphafi eða ekki. Það er það sem hefur tafið endurskoðun þessa máls,“ sagði Bjarni en félagsmálaráðherra væri að vinna að því að ná samkomulagi um framtíðarskipan þessara mála við öryrkja. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Snörp orðaskipti í þinginu vegna meints skipulagsleysis: „Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um meint skipulagsleysi vegna þess að samgönguráðuneytið hafði boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins um endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og þingfundur stóð yfir í dag. 17. september 2019 14:37 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Öll gjöld sem ríkið leggur á eins og eldsneytisgjald, áfengisgjald og önnur gjöld hækka um 2,5 prósent milli ára samkvæmt bandormsfrumvarpi fjármálaráðherra sem hann mælti fyrir á Alþingi í dag. Ýmis ný gjöld verða tekin upp í umhverfismálum. Nokkurrar geðshræringar gætti meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag áður en umræður um bandorminn, tekju- og gjaldafrumvörp ríkisstjórnarinnar, hófust þar sem samgönguráðherra hafði boðað þingmenn höfuðborgarsvæðisins á fund í ráðuneytinu um veggjöld á sama tíma. Til nokkurra orðahnippinga kom milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar og Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis vegna þessa. „Af hverju í ósköpunum getur ríkisstjórnin ekki skipulagt sig betur og meira í samvinnu og af virðingu við Alþingi Íslendinga?“ spurði Þorgerður Katrín í ræðustól og bætti við. „Það er verið að boða fund núna á eftir upp í ráðuneyti sem gengur út á að hækka skatta á suðvesturhornið. Er verið að reka okkur þingmenn suðvesturhornsins frá þinginu á meðan? Ég spyr af hverju?“ spurði Þorgerður Katrín rétt áður en hún yfirgaf ræðustólinn. Steingrímur tók þá til máls. „Forseti mælist nú til þess að skattamálin verði rædd þegar þau eru á dagskrá hér á eftir.“ „Forseti segir mér ekki hvað á að ræða,“ kallaði Þorgerður Katrín fram í utan úr þingsal. „Það fellur tæplega undir fundarstjórn forseta að fara út í efnislega umræðu um skatta.....“ „Ég vil fá það skriflegt,“ kallaði Þorgerður Katrín og við það fauk nokkuð í Steingrím sem byrsti róminn. „Forseti stendur ekki í orðaskiptum við þingmenn. Forseti segir það sem hann vill segja og Þingmenn hlusta,“ sagði Steingrímur og sló í bjölluna. Hann tilkynnti síðar að fundi samgönguráðherra með þingmönnum hefði verið frestað um óákveðinn tíma og umræður um bandorminn og önnur mál sem tengjast fjárlögum hófust síðan að loknum umræðum um störf þingsins.Öll gjöld ríkisins hækka um 2,5% Í framsögu sinni fór Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfir helstu breytingar á gjalda- og tekjuhlið fjárlaga sem og þær skattkerfisbreytingar sem ríkisstjórnin boðar. Ýmis gjöld hækkuðu ekki umfram 2,5 prósent í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda við gerð kjarasamninga á almennum markaði. En ýmis ný gjöld verða einnig lögð á eins og urðunargjald. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar sagðist ekki sjá að afnám krónu á móti krónu gagnvart öryrkjum væri fjármagnað í frumvarpinu. „Þá langar mig að kalla eftir svörum frá ráðherra hvort það standi ekki enn þá til að afnema krónu á móti krónu í tilviki öryrkja,“ sagði Ágúst Ólafur. Bjarni minnti á að sérstök framfærsluuppbót til öryrkja hafi verið leidd í lög fyrir tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar fyrir þá sem höfðu úr engu öðru að spila en berstrípuðum bótum almannatrygginga. Sá hluti bóta hafi verið skertur krónu á móti krónu vegna tekna. „Og þegar menn tala um að það eigi að afnema krónu á móti krónu skerðinguna verða menn auðvitað að spyrja; á að hætta með sérstöku framfærsluuppbótina eins og hún var hugsuð í upphafi eða ekki. Það er það sem hefur tafið endurskoðun þessa máls,“ sagði Bjarni en félagsmálaráðherra væri að vinna að því að ná samkomulagi um framtíðarskipan þessara mála við öryrkja.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Snörp orðaskipti í þinginu vegna meints skipulagsleysis: „Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um meint skipulagsleysi vegna þess að samgönguráðuneytið hafði boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins um endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og þingfundur stóð yfir í dag. 17. september 2019 14:37 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Snörp orðaskipti í þinginu vegna meints skipulagsleysis: „Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um meint skipulagsleysi vegna þess að samgönguráðuneytið hafði boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins um endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og þingfundur stóð yfir í dag. 17. september 2019 14:37