Eli Manning búinn að missa byrjunarliðssætið sitt til nýliðans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 19:30 Eli Manning Getty/ Sarah Stier Eli Manning verður ekki leikstjórnandi New York Giants liðsins í þriðju umferð NFL-deildarinnar um næstu helgi. Þjálfari Giants gaf það út í dag að hann væri búinn að skipta um leikstjórnanda. Nýliðinn Daniel Jones kemur inn í byrjunarliðið fyrir Eli Manning sem hefur verið aðalleikstjórnandi félagsins í fimmtán ár. New York Giants hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu og aðeins skorað 15,5 stig að meðaltali í leik í þeim.BREAKING: Daniel Jones named Giants starting QB as Eli Manning heads to the bench https://t.co/rE6OAI5HWu@PLeonardNYDNpic.twitter.com/zG1wuV7tI5 — NY Daily News Sports (@NYDNSports) September 17, 2019Eli Manning er orðinn 38 ára gamall og hefur spilað með New York Giants liðinu frá 2004. Hann var lykilmaður þegar liðið vann NFL-titilinn 2007 og 2011. Manning var maður leiksins í báðum Super Bowl leikjunum. Eli Manning byrjaði 210 leiki í röð frá 2004 til 2017 en vann aftur sæti í byrjunarliðinu tímabilið 2017 eftir að hafa verið settur út úr liðinu í einn leik. „Ég talaði við Eli í morgun og sagði honum að ég ætlaði að gera þessa breytingu. Hann var auðvitað vonsvikinn eins og mátti búast við en sagði jafnfratm að hann yrði eins og alltaf, góður liðsfélagi. Eli ætlar að hjálpa Daniel að undirbúa sig og hjálpa með því liðinu að vinna leiki,“ sagði Pat Shurmur, þjálfari New York Giants, í yfirlýsingu frá félaginu. Menn hafa verið að bíða eftir að Eli Manning missi sæti sitt enda hefur frammistaða hans ekki verið sannfærandi síðustu ár. Það breytir því ekki að hann átti magnaðan feril með New York Giants og er besti leikstjórnandinn í sögu félagsins með öll helstu metin.The Giants have named rookie Daniel Jones their starting QB, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/7LRDokvlyw — Sporting News (@sportingnews) September 17, 2019Daniel Jones er 22 ára eða sextán árum yngri en Manning. Giants valdi hann númer sex í nýliðavalinu í ár og hann stóð sig mjög vel með liðinu á undirbúningstímabilinu. NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira
Eli Manning verður ekki leikstjórnandi New York Giants liðsins í þriðju umferð NFL-deildarinnar um næstu helgi. Þjálfari Giants gaf það út í dag að hann væri búinn að skipta um leikstjórnanda. Nýliðinn Daniel Jones kemur inn í byrjunarliðið fyrir Eli Manning sem hefur verið aðalleikstjórnandi félagsins í fimmtán ár. New York Giants hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu og aðeins skorað 15,5 stig að meðaltali í leik í þeim.BREAKING: Daniel Jones named Giants starting QB as Eli Manning heads to the bench https://t.co/rE6OAI5HWu@PLeonardNYDNpic.twitter.com/zG1wuV7tI5 — NY Daily News Sports (@NYDNSports) September 17, 2019Eli Manning er orðinn 38 ára gamall og hefur spilað með New York Giants liðinu frá 2004. Hann var lykilmaður þegar liðið vann NFL-titilinn 2007 og 2011. Manning var maður leiksins í báðum Super Bowl leikjunum. Eli Manning byrjaði 210 leiki í röð frá 2004 til 2017 en vann aftur sæti í byrjunarliðinu tímabilið 2017 eftir að hafa verið settur út úr liðinu í einn leik. „Ég talaði við Eli í morgun og sagði honum að ég ætlaði að gera þessa breytingu. Hann var auðvitað vonsvikinn eins og mátti búast við en sagði jafnfratm að hann yrði eins og alltaf, góður liðsfélagi. Eli ætlar að hjálpa Daniel að undirbúa sig og hjálpa með því liðinu að vinna leiki,“ sagði Pat Shurmur, þjálfari New York Giants, í yfirlýsingu frá félaginu. Menn hafa verið að bíða eftir að Eli Manning missi sæti sitt enda hefur frammistaða hans ekki verið sannfærandi síðustu ár. Það breytir því ekki að hann átti magnaðan feril með New York Giants og er besti leikstjórnandinn í sögu félagsins með öll helstu metin.The Giants have named rookie Daniel Jones their starting QB, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/7LRDokvlyw — Sporting News (@sportingnews) September 17, 2019Daniel Jones er 22 ára eða sextán árum yngri en Manning. Giants valdi hann númer sex í nýliðavalinu í ár og hann stóð sig mjög vel með liðinu á undirbúningstímabilinu.
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira