„Panikkaði“ og skoraði sigurkörfu ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 12:30 Dearica Marie Hamby. Getty/Greg Nelson Las Vegas á lið í undanúrslitum úrslitakeppni WNBA-deildarinnar í körfubolta eftir að hafa slegið út Chicago Sky með dramatískum hætti í síðustu umferð. Sigurkarfa leiksins var eftirminnileg og ótrúleg þegar tekið er mið af því að lið Las Vegas Aces var tveimur stigum undir og ekki með boltann þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þá var komið að ævintýralegum tilburðum Dearica Marie Hamby hjá Las Vegas Aces. Dearica Marie Hamby er 25 ára gömul og var á dögunum kosin besti sjötti leikmaður deildarinnar. Dearica Marie Hamby komst inn í sendingu hjá leikmanni Chicago Sky, hélt sér inn á vellinum, brunaði fram völlinn og skaut á körfuna langt fyrir utan þriggja stiga línuna. Boltinn sigldi beina leið í körfuna og þetta reyndist sigurkarfa leiksins. Það sem Dearica Marie Hamby áttaði sig ekki á að það voru enn fimm sekúndur eftir. Hún hefði því vel getað farið nær eins og sjá má hér fyrir neðan.@dearicamarie shut the gym down with her heave from distance to propel the @LVAces to the #WNBAPlayoffs semifinals! pic.twitter.com/nnvYhgI1w2 — WNBA (@WNBA) September 16, 2019 Leikmönnum Chicago Sky tókst ekki að nýta sér lokasóknina sína og urðu því að sætta sig við 93-92 tap fyrir Las Vegas Aces. Las Vegas Aces mætir liði Washington Mystics í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Dearica Marie Hamby tjáði sig um þessa ótrúlegu sigurkörfu sína á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramIDK WHAT I DID TO DESERVE THIS but survive and advance baby!!!! (I forgot that we had 5 seconds and honestly, I panicked and got lucky) SEMIS NEXT!!! A post shared by dearica marie hamby (@dearicamarie) on Sep 15, 2019 at 6:13pm PDT „Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga svona skilið en við lifðum þetta af og komust áfram. Ég gleymdi að það voru enn fimm sekúndur eftir. Ef ég segi alveg eins og er þá panikkaði ég en ég hafði heppnina með mér,“ sagði Dearica Marie Hamby. Þetta var eina þriggja stiga skotið hennar í leiknum en hún endaði leikinn með 17 stig, 67 prósent skotnýtingu, 5 stoðsendingar, 4 fráköst og 2 stolna bolta. Dearica Marie Hamby var með 11,0 stig og 7,6 fráköst að meðaltali í deildarkeppninni.The @dearicamarie game-winner in #PhantomCam#WNBAPlayoffspic.twitter.com/RSlRjZTIIf — WNBA (@WNBA) September 15, 2019 NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Las Vegas á lið í undanúrslitum úrslitakeppni WNBA-deildarinnar í körfubolta eftir að hafa slegið út Chicago Sky með dramatískum hætti í síðustu umferð. Sigurkarfa leiksins var eftirminnileg og ótrúleg þegar tekið er mið af því að lið Las Vegas Aces var tveimur stigum undir og ekki með boltann þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þá var komið að ævintýralegum tilburðum Dearica Marie Hamby hjá Las Vegas Aces. Dearica Marie Hamby er 25 ára gömul og var á dögunum kosin besti sjötti leikmaður deildarinnar. Dearica Marie Hamby komst inn í sendingu hjá leikmanni Chicago Sky, hélt sér inn á vellinum, brunaði fram völlinn og skaut á körfuna langt fyrir utan þriggja stiga línuna. Boltinn sigldi beina leið í körfuna og þetta reyndist sigurkarfa leiksins. Það sem Dearica Marie Hamby áttaði sig ekki á að það voru enn fimm sekúndur eftir. Hún hefði því vel getað farið nær eins og sjá má hér fyrir neðan.@dearicamarie shut the gym down with her heave from distance to propel the @LVAces to the #WNBAPlayoffs semifinals! pic.twitter.com/nnvYhgI1w2 — WNBA (@WNBA) September 16, 2019 Leikmönnum Chicago Sky tókst ekki að nýta sér lokasóknina sína og urðu því að sætta sig við 93-92 tap fyrir Las Vegas Aces. Las Vegas Aces mætir liði Washington Mystics í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Dearica Marie Hamby tjáði sig um þessa ótrúlegu sigurkörfu sína á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramIDK WHAT I DID TO DESERVE THIS but survive and advance baby!!!! (I forgot that we had 5 seconds and honestly, I panicked and got lucky) SEMIS NEXT!!! A post shared by dearica marie hamby (@dearicamarie) on Sep 15, 2019 at 6:13pm PDT „Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga svona skilið en við lifðum þetta af og komust áfram. Ég gleymdi að það voru enn fimm sekúndur eftir. Ef ég segi alveg eins og er þá panikkaði ég en ég hafði heppnina með mér,“ sagði Dearica Marie Hamby. Þetta var eina þriggja stiga skotið hennar í leiknum en hún endaði leikinn með 17 stig, 67 prósent skotnýtingu, 5 stoðsendingar, 4 fráköst og 2 stolna bolta. Dearica Marie Hamby var með 11,0 stig og 7,6 fráköst að meðaltali í deildarkeppninni.The @dearicamarie game-winner in #PhantomCam#WNBAPlayoffspic.twitter.com/RSlRjZTIIf — WNBA (@WNBA) September 15, 2019
NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira