Reyndi að ráðast á WNBA-systurnar með vopn í hendi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 15:00 Nneka Ogwumike með liðsfélögum sínum í Sparks liðinu. Getty/Katharine Lotze Ogwumike körfuboltasysturnar eru að gera góða hluti með Los Angeles Sparks liðinu í WNBA-deildinni í körfubolta en þær voru heppnar að öryggisverðir á síðasta leik þeirra voru vel með á nótunum. Los Angeles Sparks tryggði sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni WNBA-deildarinnar með öruggum 92-69 sigri á Seattle Storm í Staples Center í Los Angeles. Nneka Ogwumike var með 17 stig og 6 fráköst í leiknum og var tekin í sjónvarpsviðtal eftir hann. Þegar hún var í sjónvarpsviðtali út á gólfi eftir leik þá reyndi áhorfandi að ráðast á hana með vopn í hendi. Öryggisverðir voru hins vegar vakandi og tókst að tækla hann áður en hann komst að Nneku.Scary moment at the end of the Sparks game as a fan ran onto the court towards Chiney & Nneka Ogwumike with something in his hand. #WNBApic.twitter.com/Qvw5c5xIye — Blake DuDonis (@BlakeDuDonis) September 15, 2019 „Ég veit ekki hver þetta var. Ég held bara að þetta hafi verið of ákafur áhorfandi sem missti stjórn á sér í æsingnum. Við erum með öryggisverði einmitt til að bregðast við svona aðstæðum,“ sagði Nneka Ogwumike eftir leikinn. Nneka Ogwumike var ekki ein út á gólfi því systir hennar, Chiney Ogwumike, sem spilar líka með Los Angeles Sparks liðinu stóð við hlið hennar. „Nneka var í viðtali og ég vil alltaf vera með henni því við göngum alltaf saman af velli,“ sagði Chiney Ogwumike sem sjálf var með 6 stig og 4 fráköst í leiknum. „Svo sá ég hann koma út undan mér og hann stefndi á okkur. Ég stökk fyrir hann því ég veit að hún er mikilvægari en ég fyrir liðið. Við þurfum á henni að halda. Ég held að þessi áhorfandi hafi ætlað að komast að okkur en það er í fínu lagi með okkur,“ sagði Chiney Ogwumike. Los Angeles Sparks mætir Connecticut Sun í undanúrslitunum en hinum megin mætast Washington Mystics og Las Vegas Aces.Security tackles fan at WNBA game! The fan ran on the court and was trying to get to Chiney & Nneka Ogwumike.@shaerollaepic.twitter.com/w633uPLhqe — Ballislife.com (@Ballislife) September 15, 2019 NBA Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Sjá meira
Ogwumike körfuboltasysturnar eru að gera góða hluti með Los Angeles Sparks liðinu í WNBA-deildinni í körfubolta en þær voru heppnar að öryggisverðir á síðasta leik þeirra voru vel með á nótunum. Los Angeles Sparks tryggði sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni WNBA-deildarinnar með öruggum 92-69 sigri á Seattle Storm í Staples Center í Los Angeles. Nneka Ogwumike var með 17 stig og 6 fráköst í leiknum og var tekin í sjónvarpsviðtal eftir hann. Þegar hún var í sjónvarpsviðtali út á gólfi eftir leik þá reyndi áhorfandi að ráðast á hana með vopn í hendi. Öryggisverðir voru hins vegar vakandi og tókst að tækla hann áður en hann komst að Nneku.Scary moment at the end of the Sparks game as a fan ran onto the court towards Chiney & Nneka Ogwumike with something in his hand. #WNBApic.twitter.com/Qvw5c5xIye — Blake DuDonis (@BlakeDuDonis) September 15, 2019 „Ég veit ekki hver þetta var. Ég held bara að þetta hafi verið of ákafur áhorfandi sem missti stjórn á sér í æsingnum. Við erum með öryggisverði einmitt til að bregðast við svona aðstæðum,“ sagði Nneka Ogwumike eftir leikinn. Nneka Ogwumike var ekki ein út á gólfi því systir hennar, Chiney Ogwumike, sem spilar líka með Los Angeles Sparks liðinu stóð við hlið hennar. „Nneka var í viðtali og ég vil alltaf vera með henni því við göngum alltaf saman af velli,“ sagði Chiney Ogwumike sem sjálf var með 6 stig og 4 fráköst í leiknum. „Svo sá ég hann koma út undan mér og hann stefndi á okkur. Ég stökk fyrir hann því ég veit að hún er mikilvægari en ég fyrir liðið. Við þurfum á henni að halda. Ég held að þessi áhorfandi hafi ætlað að komast að okkur en það er í fínu lagi með okkur,“ sagði Chiney Ogwumike. Los Angeles Sparks mætir Connecticut Sun í undanúrslitunum en hinum megin mætast Washington Mystics og Las Vegas Aces.Security tackles fan at WNBA game! The fan ran on the court and was trying to get to Chiney & Nneka Ogwumike.@shaerollaepic.twitter.com/w633uPLhqe — Ballislife.com (@Ballislife) September 15, 2019
NBA Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Sjá meira