Íslenski boltinn

Skúli Jón: Ákvað fyrir tímabilið að ég ætlaði að hætta sem Íslandsmeistari

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skúli Jón Friðgeirsson
Skúli Jón Friðgeirsson vísir/bára
„Mér líður mjög vel. Þetta er það sem við ætluðum að gera í dag, vinna helvítis leikinn og það tókst,“ sagði Skúli Jón Friðgeirsson, maður leiksins að Hlíðarenda, eftir 1-0 sigur KR á Val í kvöld. 

„Þetta er voða sérstakt. Ég átti mjög erfitt með mig núna en ég átti það ekki síðast þegar við unnum. Þessi titill var rosalega erfiður fyrir mig persónulega, tímabilið erfitt. Ég ákvað fyrir tímabilið að ég ætlaði að hætta og ég ætlaði að hætta sem Íslandsmeistari,“ sagði Skúli Jón aðspurður hvort hann gæti komið þessari tilfinningu í orð fyrir þá sem þekkja hana ekki. 

„Ég ákvað þetta (að hætta knattspyrnuiðkun) og talaði við Rúnar síðasta haust um að þetta yrði mitt síðasta tímabil og við ákváðum það í sameiningu að það myndi enda á Íslandsmeistaratitli, það var ekkert annað í kortunum. Hrikalega ánægður með að það hafi tekist og þetta mun gera þessa ákvörðun mína svo miklu betri,“ sagði klökkur Skúli Jón að lokum við Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×