Túfa: Brekkan hefur verið meirihluta sumars og það er ekkert nýtt Gabríel Sighvatsson skrifar 16. september 2019 19:26 Srdjan Tufegdzic. vísir/daníel Srdjan Tufegdzic eða Túfa, þjálfari Grindavíkur, var ekki ánægður með uppskeruna í dag en lið hans náði einungis í eitt stig gegn ÍA í dag. „Þetta leggst ekki vel í mig, ég held við áttum skilið sigur í dag miðað við hvernig liðið spilaði. Miðað við að vera í basli þá er þetta skrifað í skýin að fyrsta skotið á markið okkar er aukaspyrna sem Stefán setur í vinkilinn.“ Grindavík byrjaði ekki vel en átti heilt yfir fínan leik. Þeir voru mjög afgerandi í seinni hálfleik þar sem þeir uppskáru jöfnunarmarkið. „Við fáum nóg af færum í dag, við skorum mark sem ég verð að sjá til á morgun, mér fannst dómarinn leyfa markið og svo er það dæmt af.“ „Við gáfumst aldrei upp og ég er stoltur af því hvernig liðið mitt spilaði í dag á einum erfiðasta útivellinum uppi á Skaga og sérstaklega í þeirri stöðu sem við erum í í dag.“ Túfa var mjög svekktur með niðurstöðuna og fannst þeir hafa átt meira skilið úr þessum leik. „Klárlega, mér fannst við betra liðið, sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum boltanum vel og sköpuðum færi og sköpuðum hættu en það vantar hjá okkur eins og í allt sumar að skora meira en eitt mark til að vinna leiki.“ Grindavík er í mjög erfiðri stöðu en þeir þurfa að vinna báða leikina sem liðið á eftir til að eiga möguleika á að halda sér upp í deildinni. Túfa var þrátt fyrir það nokkuð brattur á því. „Þetta er ekki búið, það er kannski 1% möguleiki fyrir okkur og við höldum áfram á meðan. Brekkan hefur verið meirihluta sumars og það er ekkert nýtt. Ég er þannig gerður að þó það sé aðeins 1% möguleiki á að við björgum okkur þá ætlum við ekkert að hætta. Það þarf engan sérfræðing til að teikna þetta upp en á meðan það er möguleiki þá ætlum við að berjast fyrir því,“ sagði Túfa að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA 1-1 Grindavík | Grindvíkingar björguðu stigi og sætinu tímabundið á Skaganum Grindavík á nánast ómögulegt verk fyrir höndum að reyna að halda sér uppi eftir jafntefli gegn ÍA. 16. september 2019 19:45 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Sjá meira
Srdjan Tufegdzic eða Túfa, þjálfari Grindavíkur, var ekki ánægður með uppskeruna í dag en lið hans náði einungis í eitt stig gegn ÍA í dag. „Þetta leggst ekki vel í mig, ég held við áttum skilið sigur í dag miðað við hvernig liðið spilaði. Miðað við að vera í basli þá er þetta skrifað í skýin að fyrsta skotið á markið okkar er aukaspyrna sem Stefán setur í vinkilinn.“ Grindavík byrjaði ekki vel en átti heilt yfir fínan leik. Þeir voru mjög afgerandi í seinni hálfleik þar sem þeir uppskáru jöfnunarmarkið. „Við fáum nóg af færum í dag, við skorum mark sem ég verð að sjá til á morgun, mér fannst dómarinn leyfa markið og svo er það dæmt af.“ „Við gáfumst aldrei upp og ég er stoltur af því hvernig liðið mitt spilaði í dag á einum erfiðasta útivellinum uppi á Skaga og sérstaklega í þeirri stöðu sem við erum í í dag.“ Túfa var mjög svekktur með niðurstöðuna og fannst þeir hafa átt meira skilið úr þessum leik. „Klárlega, mér fannst við betra liðið, sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum boltanum vel og sköpuðum færi og sköpuðum hættu en það vantar hjá okkur eins og í allt sumar að skora meira en eitt mark til að vinna leiki.“ Grindavík er í mjög erfiðri stöðu en þeir þurfa að vinna báða leikina sem liðið á eftir til að eiga möguleika á að halda sér upp í deildinni. Túfa var þrátt fyrir það nokkuð brattur á því. „Þetta er ekki búið, það er kannski 1% möguleiki fyrir okkur og við höldum áfram á meðan. Brekkan hefur verið meirihluta sumars og það er ekkert nýtt. Ég er þannig gerður að þó það sé aðeins 1% möguleiki á að við björgum okkur þá ætlum við ekkert að hætta. Það þarf engan sérfræðing til að teikna þetta upp en á meðan það er möguleiki þá ætlum við að berjast fyrir því,“ sagði Túfa að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA 1-1 Grindavík | Grindvíkingar björguðu stigi og sætinu tímabundið á Skaganum Grindavík á nánast ómögulegt verk fyrir höndum að reyna að halda sér uppi eftir jafntefli gegn ÍA. 16. september 2019 19:45 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Sjá meira
Leik lokið: ÍA 1-1 Grindavík | Grindvíkingar björguðu stigi og sætinu tímabundið á Skaganum Grindavík á nánast ómögulegt verk fyrir höndum að reyna að halda sér uppi eftir jafntefli gegn ÍA. 16. september 2019 19:45