Lífið

Margrét Erla blés flórsykri yfir dvergvaxinn Marilyn Manson

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét með skemmtilega sögu í þættinum.
Margrét með skemmtilega sögu í þættinum.
Í þætti gærkvöldsins af Framkomu var fylgst með þeim Ragga Bjarna, Margréti Erlu Mack og Herberti Guðmundssyni rétt áður en þau stigu á svið.

Raggi Bjarna var að fara koma fram í Hörpunni á afmælistónleikum, Margrét Erla var að undirbúa sig fyrir gigg í London og Herbert Guðmundsson kom fram í tæplega hundrað manna teiti á Hótel Íslandi.

Margrét Erla sagði skemmtilega sögu frá því þegar hún átti að blása ryki yfir dverga. Árið var 2007 og Margrét hafði lent í því sömu vikuna að kærastinn hætti með henni og hún vann í Happdrætti Háskóla Íslands. Hún ákvað því að fara til New York yfir sumarið og njóta lífsins.

„Ég fer í áheyrnaprufu þarna úti sem var alveg týpísk svona prufa,“ segir Margrét Erla sem var þá að sækja um að vera magadansmær ytra. Í framhaldinu af því er hún ráðin. Eitt kvöldið var síðan ein danskonan veik og Margrét varð að stíga á svið.

„Ég stend þarna á sviðinu í pínulitlum brókum með brjóstadúska og er að blása svona flórsykri yfir svona mini Marilyn Manson og þá hugsaði ég bara, þetta er það sem mig langar að gera.“

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×