Fótbolti

Heimsmethafi látinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hinn þaulreyndi Rudi Gutendorf.
Hinn þaulreyndi Rudi Gutendorf. vísir/getty
Rudi Gutendorf, þjálfarinn sem á heimsmetið í heimsmetabók Guinness fyrir að þjálfa 55 lið í 32 löndum, er látinn.

Rudi lést 93 ára að aldri en hann þjálfaði í rúmlega fimmtíu ár. Hann er frá Þýskalandi og þjálfaði þarí efri deildum auk átján annarra landa.

Fyrsta starfið hans var Blue Stars Zurich í Sviss í kringum 1950 en síðasta starf hans var á Samóa-eyjunum árið 2003.







Auk þess þjálfaði hann til að mynda í Afríku, Bana, Rwanda, Ástralíu, Kína og Fiji auk margra annarra landa.

Varaforseti þýska knattspyrnusambandsins, Dr Rainer Koch, kallaði hann frábæran fulltrúa þýskrar knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×